Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 34
Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur:
Veiðarfærasérfræðingar
á fundi í Reykjavík
Eins og ýmsum mun kunnugt starfar Alþjóða-
hafrannsóknaráðið í ýmsum nefndum. Ein þessara
nefnda nefnist „Fish Capture Committee“ eða
veiðinefnd og fjallar hún einkum um veiðarfæri
og hegðun fiska en reyndar einnig um fiskiskip og
tæki. Fundir eru í öllum nefndunum á haustin,
annað hvort ár í Kaupmannahöfn, þar sem ráðið
hefur skrifstofu, en annað hvort ár- á oddatölum-
í öðrum aðildarlöndum til skiptis. í flestum nefnd-
unum eru síðan vinnuhópar, sem vinna að ákveðn-
um verkefnum og skila síðan áliti á haustfundinum.
í veiðinefndinni eru tveir vinnuhópar og fjallar
annar um tæki og veiðarfæri en hinn um hegðun
fiska og annarra dýra gagnvart veiðarfærum.
Vinnuhópar þessir eru að því leyti sérstæðir, að
menn eru hvorki kosnir né skipaðir í þá, heldur
er sá háttur á hafður, að hvert aðildarland getur
sent eins marga menn á vinnuhópafundi og því
sýnist í það og það skiptið. Hóparnir hafa smá-
stækkað með árunum. Fundir eru haldnir árlega
í fyrstu heilu vikunni í maí til skiptis í aðildar-
löndunum. Veiðarfærahópurinn heldur fundi á
mánudag og þriðjudag en hegðunarhópurinn á
miðvikudag og fimmtudag. Föstudagurinn er svo
laus, ef á þarf að halda, en mikið er um það, að
þátttakendur heimsæki þá fyrirtæki og stofnanir.
Að mestu leyti sækja sömu mennirnir fundina í
báðum vinnunefndunum. Að þessu sinni voru
fundirnir haldnir 5.-8. maí í húsi Fiskifélags íslands.
Auk þessara funda kom svo sérstakur hópur
saman miðvikudaginn 7. maí að Skúlagötu 4 til
þess að undirbúa ráðstefnu um fiskileit og fiski-
leitartækni. Nefndarmenn í þeim hópi sátu svo
fundi í hinum nefndunum hina dagana að meira
eða minna leyti. Alls komu 36 útlendingar til þessa
fundar og 6 íslendingar sátu þá einnig. Rétt þykir
að drepa á hið helsta, sem fram fór á fundum veiði-
nefndar en undirritaður sat ekki fund í fiskileitar-
hópnum og getur því ekki sagt frá honum.
í vinnuhópnum er gengið þannig til verks, að
fyrst eru fluttar munnlegar skýrslur um það helsta.
sem gert hefur verið í hverju landi frá síðasta fundi-
Að lokinni hverri skýrslu gefst kostur á að bera
fram spurningar og athugasemdir. Síðan eru flutl
erindi um ýmis efni og einnig fara fram umræður
um ákveðna málaflokka. Tíðum eru sýndar kvik-
myndir eða sjónvarpsmyndir af sumum þeim rann-
sóknum, sem fjallað er um, og er þar oft um neðan-
sjávarmyndir að ræða.
Eitt helsta umræðuefnið í báðum hópunum voru
ný viðhorf í fiskveiðum vegna hins háa olíuverðs.
Voru lögð fram nokkur erindi um olíueyðslu nokk-
urra landa við mismunandi veiðiaðferðir og ohu-
kostnaðurinn settur í samhengi við aflann eða
aflaverðmætin á einn eða annan hátt. Ljóst er að
togveiðar verða að tiltölu óhagkvæmari með
vaxandi olíuverði miðað við aðrar veiðiaðferðir-
Er nú unnið að því í ýmsum löndum að auka veiðar
með staðbundnum veiðarfærum og haga rann-
sóknum á veiðarfærum, skipum og hegðun fisk3
og annarra sjávardýra í samræmi við það. Er hér t.d-
um línuveiðar að ræða gjarnan í sambandi við
línuvélar. Einnig hefur áhugi á gildruveiðum
farið vaxandi. Notkun lagneta fer hins vegar mjðg
hægt vaxandi, enda virðast sumar þjóðir útiloka
slíkar veiðar, vegna þess hve hráefnið er léleg1-
Einnig fer áhugi á dragnótaveiðum vaxandi, endu
þótt þar sé ekki um staðbundið veiðarfæri að ræða-
enda má draga úr olíunotkun með því að beita
þessari veiðiaðferð í stað togveiða einkum ef dreg>°
er fyrir föstu. Spurningin er hins vegar, hvort aflmn
verður nógu mikill til þess að dragnótaveiðarnat
verði arðbærari en togveiðarnar.
Þrjú erindi voru lögð fram um flotvörpur og
338 — ÆGIR