Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 18
lægðir helst. Við erum því í þjóðbraut lægða. Mörk hlýrra og kaldra hafstrauma liggja einnig nærri landinu. Það gefur auga leið að lítilsháttar breyting á afstöðu skilanna milli hlýrra og kaldra loftstrauma í grennd við ísland geta valdið mikl- um hitafarsbreytingum. Nokkuð ber á því að menn telji veðurfar vera að breytast til frambúðar, þegar veðrátta er mjög óvenjuleg um skeið, og birtast þá oft hrakspár um framtíðina. Flestir veðurfarsfræðingar hallast þó að því að rangt sé að draga slíkar ályktanir af einstökum atburðum, oftast sé um eðlilegar sveiflur í veðurfari að ræða, en ekki varanlega breytingu. Veðrátta er sveiflukennd innan vissra marka og hlýtur því vissulega stundum að sýna á sér sjaldgæfar hliðar. Þegar slíkt gerist má oftast benda á að eitthvað svipað hafi átt sér stað áður. Hitafarsbreytingar á íslandi Af annálum og öðrum rituðum heimildum má í grófum dráttum ráða í líklegar hitabreytingar hér á landi allt frá landnámi, en loftslagssöguna fyrir íslandsbyggð látum við hér liggja milli hluta. Fyrstu aldir íslandsbyggðar er ætlað að hitafar hafi ekki verið ósvipað því sem var milli 1920 og 1964 en þá ríkti hlýindaskeið. Jöklar voru á þessum fyrstu öldum mun minni en nú er og kornrækt var stunduð. Um 1200 tók að kólna verulega og má segja að frá þeim tíma hafi ríkt kuldaskeið að meira eða minna leyti allt þar til hin mikla breyting varð til batnaðar um 1920. Talsverðar sveiflur hafa þó verið á þessu skeiði. Lágmarki náði hitinn um 1300, en síðan tók að hlýna nokkuð aftur á seinni hluta 14. aldar. Þrátt fyrir skort á heimildum um 15. öldina virðast mörg rök hníga að því að þá hafi verið fremur milt. Eftir 1500 fór aftur að síga a ógæfuhliðina og má segja að nokkuð samfelh kuldaskeið hafi ríkt á 17., 18. og 19. öld. Eins og fyrr sagði varð svo nokkuð snögg breyting um 1920 og má telja að tímabilið 1921-1965 hafi verið hlýviðrisskeið. Var ársmeðalhiti þá að jafnaði 1-2°C hærri en verið hafði á kuldaskeiðinu á undan. Árin 1966-1971 (1965-1971 norðanlands) voru svo aftur verulega köld. Var þá hafís við strendur norðanlands flest vor og víða kal í túnum. Eftm 1971 hefur árshiti í þrjú ár verið um eða yfir meðal- lagi (1972, 1974, 1976) en annars nokkuð undir því- Til frekari áréttingar varðandi þær miklu sveifluf í hitafari sem átt hafa sér stað á íslandi á þessan öld og þeirri síðustu, skulum við aðeins líta a vetrarhita (desember-mars) á elstu veðurstöð landsins í Stykkishólmi síðan 1846, en að vetrarlag1 eru hitasveiflur mun greinilegri en að sumarlagi- í ljós kemur að unnt er að skipta tímabilinu fra 1846 í nokkur greinileg, misgóð skeið eins og eftir- farandi tafla sýnir: Vetrarhiti í Tímabil Stvkkishólmi 1846-1852 -0.7°C 1853-1892 -2.3°C 1893-1920 -1.7°C 1921-1965 -0.1°C 1966-1971 -2.0° C 1972-1979 -0.9° C Þarna leynir sér ekki, hversu hagstætt tímabil' ið 1921-1965 var, og hversu snögg breyting varð síðan til hins verra 1966-1971, en þau ár voru 1 raun sambærileg við kuldaskeiðið fyrir 1920. 322 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.