Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1980, Side 18

Ægir - 01.06.1980, Side 18
lægðir helst. Við erum því í þjóðbraut lægða. Mörk hlýrra og kaldra hafstrauma liggja einnig nærri landinu. Það gefur auga leið að lítilsháttar breyting á afstöðu skilanna milli hlýrra og kaldra loftstrauma í grennd við ísland geta valdið mikl- um hitafarsbreytingum. Nokkuð ber á því að menn telji veðurfar vera að breytast til frambúðar, þegar veðrátta er mjög óvenjuleg um skeið, og birtast þá oft hrakspár um framtíðina. Flestir veðurfarsfræðingar hallast þó að því að rangt sé að draga slíkar ályktanir af einstökum atburðum, oftast sé um eðlilegar sveiflur í veðurfari að ræða, en ekki varanlega breytingu. Veðrátta er sveiflukennd innan vissra marka og hlýtur því vissulega stundum að sýna á sér sjaldgæfar hliðar. Þegar slíkt gerist má oftast benda á að eitthvað svipað hafi átt sér stað áður. Hitafarsbreytingar á íslandi Af annálum og öðrum rituðum heimildum má í grófum dráttum ráða í líklegar hitabreytingar hér á landi allt frá landnámi, en loftslagssöguna fyrir íslandsbyggð látum við hér liggja milli hluta. Fyrstu aldir íslandsbyggðar er ætlað að hitafar hafi ekki verið ósvipað því sem var milli 1920 og 1964 en þá ríkti hlýindaskeið. Jöklar voru á þessum fyrstu öldum mun minni en nú er og kornrækt var stunduð. Um 1200 tók að kólna verulega og má segja að frá þeim tíma hafi ríkt kuldaskeið að meira eða minna leyti allt þar til hin mikla breyting varð til batnaðar um 1920. Talsverðar sveiflur hafa þó verið á þessu skeiði. Lágmarki náði hitinn um 1300, en síðan tók að hlýna nokkuð aftur á seinni hluta 14. aldar. Þrátt fyrir skort á heimildum um 15. öldina virðast mörg rök hníga að því að þá hafi verið fremur milt. Eftir 1500 fór aftur að síga a ógæfuhliðina og má segja að nokkuð samfelh kuldaskeið hafi ríkt á 17., 18. og 19. öld. Eins og fyrr sagði varð svo nokkuð snögg breyting um 1920 og má telja að tímabilið 1921-1965 hafi verið hlýviðrisskeið. Var ársmeðalhiti þá að jafnaði 1-2°C hærri en verið hafði á kuldaskeiðinu á undan. Árin 1966-1971 (1965-1971 norðanlands) voru svo aftur verulega köld. Var þá hafís við strendur norðanlands flest vor og víða kal í túnum. Eftm 1971 hefur árshiti í þrjú ár verið um eða yfir meðal- lagi (1972, 1974, 1976) en annars nokkuð undir því- Til frekari áréttingar varðandi þær miklu sveifluf í hitafari sem átt hafa sér stað á íslandi á þessan öld og þeirri síðustu, skulum við aðeins líta a vetrarhita (desember-mars) á elstu veðurstöð landsins í Stykkishólmi síðan 1846, en að vetrarlag1 eru hitasveiflur mun greinilegri en að sumarlagi- í ljós kemur að unnt er að skipta tímabilinu fra 1846 í nokkur greinileg, misgóð skeið eins og eftir- farandi tafla sýnir: Vetrarhiti í Tímabil Stvkkishólmi 1846-1852 -0.7°C 1853-1892 -2.3°C 1893-1920 -1.7°C 1921-1965 -0.1°C 1966-1971 -2.0° C 1972-1979 -0.9° C Þarna leynir sér ekki, hversu hagstætt tímabil' ið 1921-1965 var, og hversu snögg breyting varð síðan til hins verra 1966-1971, en þau ár voru 1 raun sambærileg við kuldaskeiðið fyrir 1920. 322 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.