Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 19

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 19
Niðurlag Af því sem hér hefur verið rætt má ráða að Veðurfar getur sveiflast milli nokkuð víðra marka á tútölulega stuttum tímabilum. Slíkar breytingar Nerða hins vegar ekki sagðar fyrir með neinni t’issu á grundvelli núverandi þekkingar. Einn ovissuþáttur hefur svo bæst við þá sem fyrir voru, Par sem eru hugsanleg áhrif manna á veðurfar, og *>tur það t.d. að vekja athygli að áhrif koldí- 0Xlðs á hitafar yrðu einmitt mest á norðlægum s óðum, í grennd við okkur. Það er umhugsunarefni fyrir íslendinga að á því tirnabili sem tækniþróun hefur verið hvað örust á 0 'um sviðum þjóðlífs hefur að mestu ríkt hér °venjulegt hlýviðrisskeið. Ekki er raunsætt að re'kna með að svo verði til frambúðar, enda þegar 0r >n nokkur breyting á. , n þótt ekki sé vitað hvað framundan er, veitir Pe king á veðurfari landsins upplýsingar um, innan ,Vaða marka veðrátta sveiflast og geta menn þá er'ð viðbúnir því að takast á við hana eins og Un verður óblíðust. Rannsóknir á samhengi e Urs, annarra umhverfisþátta og auðlinda til ands og sjávar skapa svo grundvöll fyrir skipu- ega nýtingu gróðurs, fiskstofna og orku. Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur: Hafis nær og fjær Inngangur Landsins forni fjandi, hafísinn, hefur til skamms tíma mátt sín betur í þús- und ára glímu íslendinga við frosthörku þessa of- jarls úr ríki náttúrunnar. Þarf ekki lengi að leita í bók Elannesar biskups Finnssonar, Mannfækkun af hallærum (Almenna bókafélagið, 1970), til þess að finna dæmi um áhrif hafíss á mannlíf á íslandi. Til dæmis: „Árið 1261 var hafís umhverfis allt ísland, var þá mikill vetur og felldu menn mjög fé sitt“. Og annað dæmi: „Eigi leið lengi áður en mannfall af dýrtið kom að nýu, þvi 1319 vóru hafísar fyrir Austfjörðum og Síðunni, en 1320-vorið kallað ísa-vor, og 1321 óáran mikið, svo bæði þau ár dóu menn víða úr sulti“. Og enn: „1605 var harður vetur og hafís kringum allt land að Grindavík. Hvað aumt þá hafi verið ástand manna á meðal, er auðséð af bónarbréfum fslendinga til Kristjáns konungs fjórða 1602 og 1604“. „1683 lá hafís með öllu Norðurlandinu lángt fram á sumar, svo hvörgi sást útfyrir hann af hæstu íjöllum, og eptir sumarmál rak hann að austan suður með öllu landi allt í Grindavík, hindraði hann þar róðra“. „Hafís kom fyrir Norður- og Austurland þ. 16. Martii 1782 og lá lángt fram á sumar; varð hann að venju orsök til margfaldrar óáranar. Uxu þá enn við þetta skuldir manna til kauphöndlunarinnar. Á harðlendi varð mesti grasbrestur og í Þing- eyar-þíngi gras svo lítt sprottið, að á 8 bæum á Lánganesi urðu ekki hærð tún. Hafísar hindruðu kaupskipið frá að hafna sig; og nokkrir menn gengu frá heimilum sínum“. Síðustu 200 árin hefur hafísinn haldið hætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.