Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 24
Kristján Ragnarsson: Úrdráttur úr framsöguerindi Kristján Ragnarsson taldi ekki líklegt að skýrslan um þróun sjávarútvegs myndi vekja eins mikla umræðu og bláa skýrslan frá 1976. Sú skýrsla kom út stuttu á eftir „svörtu skýrslu“ Hafrannsóknastofnunar og gaf henni aukna áherslu. Kvaðst Kristján hafa verið í hópi þeirra sem hefðu tekið mikið mark á bláu skýrslunni og L.Í.Ú. verið fylgjandi því að fara að öllu með gát. Varðandi þessa skýrslu mætti benda á að starfs- hópurinn einkenndist af sérfræðingum og í honum fáir með tengsl við sjávarútveginn. Sennilega væri þó við talsmenn sjávarútvegsins sjálfa að sakast sem ekki hefðu gefið sér tíma til að taka þátt í slíku starfi. Fullyrðingu hópsins að afrakstursgeta þorsk- stofnsins sé nú sennilega undir 500 þúsund tonnum vantar alla einbeitni. Hópurinn gerir ekki full- Mynd 11. Sterturinn óklár. 600 — ÆGIR nægjandi grein fyrir þessari staðhæfingu. Sér virtist einnig að nefndarmenn hafi færst undan því að skýra hvað hafi gerst síðan í bláu skýrslunni var ráðlagt að hámarksafli yrði 230 þúsund tonn. Siðan fór aflinn langt fram yfir það. Hér væri á ferðinni veruleg skekkja sem þarfnaðist skýringar. Ekki hefði O-grúppu athugunin reynst sem skyldi. Það hefði mátt segja sér að nýliðun yrði betri. Alvarlegt væri að vita að þyngdartölur eftir aldri væru of lágar og slæmt að vita að Hafrannsókna- stofnun hefði ekki vitað betur og ábendingar um þetta komið utan frá. Spurði Kristján hvernig á þvi stæði að notuð væru gömul hámarksnýtingarmörk þorsks eftir að smáfiskadrápinu væri hætt, erlend- ir aðilar farnir af íslandsmiðum og hrygningar- stofninn kominn í 1100 þúsund tonn. Gamla við- miðunin var 500 þúsund tonn og nýtingin gaf þa meiri afla en gömlu mörkin gerðu ráð fyrir. Með 1100 þúsund tonna hrygningarstofni ættu tæki- færin að vera miklu meiri til að auka afrakstur. Varðandi aðrar aflatölur mætti minnast á loðn- una. L.Í.Ú. hefur farið eftir tilmælum Hafrann- sóknastofnunar um veiðar á loðnu. Fengið var álit sérfræðings, er starfar hjá alþjóðastofnun, um aðferðir þær sem Hafrannsóknastofnun beitti við stofnstærðarmælingar og reyndust þær vera í góðu áliti hjá honum. Æskilegt væri að halda þessu sam- starfi L.Í.Ú. og Hafrannsóknastofnunar áfram. í skýrslunni væri vitnað til möguleika á að auka kolmunnaveiðar. Ekki kvaðst hann sjá að þetta væri raunhæft, kolmunnaveiðarnar hefðu brugðist og nægði aflaverðmætið ekki fyrir útgerðarkostn- aði. Kristján taldi æskilegt að notast við reiknilíkön við gerð aflaspáa og afkomu veiða. L.Í.Ú. hefur hinsvegar ekki fengið að fylgjast nógu vel með líkanasmíðinni. Likanið sem notast er við í skýrsl- unni er ósannfærandi og líkast til dregið upp ur skúffu þegar ekki tókst að ljúka við fullkomnara líkan. Hvergi stendur hvaða rök eru til grundvallar niðurstöðunum. Niðurstöðurnar sýna að flotinn er allt of stór og talið hagkvæmast að leggja 51^° flotans. Þessar niðurstöður eru i hróplegn andstöðu við mat manna á raunveruleikanum. Skýrslan gerir ennfremur of lítið úr því sem verið er að gera í sjávarútvegi í dag. Skrapdagar eru nú orðnir 150. Það er verið að leggja skatta a aðra útgerð til að stuðla að veiði vannýttra stofna- Sjóðir eins og aldurslagasjóður og úreldingarsjóð- ur hefðu verið stofnaðir til að hjálpa sjávarútveg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.