Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 39
Mælingar á aðgerðartíma um borð í tveimur togurum sýndu, að þegar blóðgunarkör voru notuð, tók aðgerðin u.þ.b. helmingi lengri tíma en þegar blóðgun og slæging var framkvæmd í einu lagi. Þegar matsniðurstöður á fiski úr skipum með og án blóðgunarkara voru bornar saman kom eftir- farandi í ljós: Tíu togarar með kör fengu 94.6% ± 1.2% aflans dæmdan í 1. flokk, en átta togarar án blóðgunarkara 82.8% ±4.6%. Kristján Kári taldi, að ekki væri tölfræðilegur munur á þessum meðal- tölum, þ.e. að það breyti engu um matsflokkinn hvort blóðgunarkör eru notuð eða ekki. Að minnsta kosti ein íslensk rannsókn (10) bendir til hins gagnstæða. Árið 1973 voru gerðar á vegum Fiskmats ríkisins athuganir á vinnuaðstöðu og hrá- efnismeðferð um borð í togaranum Júlíusi Geir- mundssyni frá ísafirði. Meðal athugana var samanburður á þorski, sem annars vegar var látið blæða í kari i 30 mín. fyrir slægingu, og hins vegar blóðgaður og slægður tafarlaust. Bæði ferskfisk- mat og saltfiskmat gáfu sömu niðurstöðu. Fiskur- inn sem var blóðgaður í kar og slægður síðar, kom mun betur út og var gæðamunurinn því meiri sem fiskurinn var lengur geymdur í ís (10). Vart þarf að tíunda það hve mikilvægt mál er hér á ferðinni. Kristján Kári Jakobsson benti á í grein sinni (1), að ef 10% meira af afla eins skut- togarans hefði farið í 1. flokk (96% í stað 86%) þá hefði áhöfnin getað sparað sér að veiða ca. 500 tonn, en borið það sama úr býtum. III. Blóðgunar- og slægingartilraun um borð í Ásgeiri RE 60 1- Framkvæmd. Fyrri tilraun. Notaður var 50—90 cm þorskur veiddur á Strandagrunni 12. júlí 1981. 1 byrjun tilraunar var allur fiskurinn sprelllifandi. (1) Blóðgað í blóðgunarkar. Eftir blóðgun var fiskinum látið blæða út í 20 mín. í rennandi sjó. Þá var hann slægður og þveginn í fisk- þvottavél af gerðinni Skeides 580. (2) Blóðgað og slœgt samtímis. Skorið var á hálsæðar, rist fyrir og tekið innanúr án þess að fiskinum væri sleppt. Úr slægingunni fór fiskurinn beint í þvottavélina. (3) Seinblóðgað. Þorskurinn var geymdur óísaður í kassa í 6 klst. Þá var gert að hon- um á sama hátt og í lið (2), þ.e. blóðgað og slægt í einu lagi. Að lokinni aðgerð og þvotti var fiskurinn vand- lega ísaður í kassa og geymdur í 7 daga. Seinni tilraun. Þorskurinn var af svipaðri stærð og í fyrri tilrauninni, veiddur á Strandagrunni 14. júlí. Öll tilhögun var sú sama og í fyrri til- rauninni fyrir fyrstu tvo tilraunahópana. Fyrir þriðja hópinn var hins vegar notuð aðgerð sem mun vera nokkuð algeng. Aðgerðin felst í því að skorið er á hálsæðar og rist fyrir um leið. Síðan er látið blæða út áður en tekið er innanúr. Blóðgað var í blóðgunarrennum þar sem sjór sprautaðist á fiskina án þess að hann færi á kaf. í þessari tilraun var fiskurinn geymdur 5 daga í ís áður en mat fór fram. 2. Gæöamat. Þegar í land var komið var fiskurinn settur í móttöku frystihúss ísbjarnarins h.f. Matið var framkvæmt á tvo vegu. í fyrsta lagi gerði Sigurður Njálsson yfirverkstjóri, ósundurliðað mat á 20 fiskum úr hverjum samanburðarhópi. í öðru lagi framkvæmdi Torfi Þorsteinsson, fisktæknir, R.f., sundurliðað mat á fimm fisk- um úr hverjum hópi. Notaðar voru viðmiðunar- reglur Fiskvinnsluskólans. Gefin var einkunn fyrir hvert atriði og síðan var tekið saman hve oft allir fiskar í hópnum fengu ákveðna eink- unn. Á hverjum fiski voru athuguð 5 atriði þannig að 5 fiskar gátu mest fengið 25 atriði dæmd í 1. flokk o.s.frv. Þannig voru öll skoð- unaratriðin metin jafnt. Úr hverjum hópi voru síðan teknir 5 fiskar af handahófi og þeir flakaðir. Flökin voru roðflett og hraðfryst hvert í sínu lagi. Eftir u.þ.b. tveggja vikna geymslu í frysti voru flökin þidd upp í kæli og þau metin af tveim starfsmönnum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þeim Guðbrandi Ásmundssyni og Gróu Ágústsdótt- ur. Matskerfið sem lagt var til grundvallar flakamatinu er sýnt í viðauka I, en sölusamtök frystiiðnaðarins meta flök í samræmi við þessa lýsingu. 3 Niðurstöður. Báðar tilraunir gáfu sömu niðurstöðu, þ.e. að betra sé að blóðga í blóðgunarkar en að blóðga ÆGIR — 615
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.