Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 12
Mynd 2. (Ljósm. lngimundur Magnússon). nú á vissum tímamótum að því er varðar tækni- væðingu og vélbúnað. Nokkur tæknilega mjög fullkomin frystihús, hafa þegar risið eða verið endurbætt. Sum þeirra eru örugglega með því besta sem gerist í heiminum og þessar fyrirmyndir verða öðrum hvatning og nauðsyn til endurbóta og aukinnar tæknivæðingar (3.7). Tölvutæknin er í þann veginn að halda innreið sína í fiskvinnslu og á því sviði hafa risið upp ís- lensk fyrirtæki, sem framleiða stýribúnað og eftir- litskerfi til að bæta nýtingu og fylgjast með fram- leiðslunni (3.7). Viðhorf stjórnvalda og stjórnenda fyrirtækja hafa breyst og er nú af báðum lögð áhersla á að auka möguleika á bættri nýtingu, meðal annars með aukinni lánafyrirgreiðslu til endurbóta og framkvæmda er stuðla að bættri nýtingu og fram- leiðni. Einnig eru nú að ryðja sér til rúms bættar aðferðir til rekstraruppgjörs og rekstrareftirlits vegna tölvuvinnslu við bókhald og rekstur (3.7). Lausfrysting hefur vaxið ört á síðustu misserum en bætt tækni og búnaður á því sviði gefur mögu- leika á aukinni fjölbreytni í útfluttum sjáv- arafurðum og er raunar forsenda þess að framleiða t.d. brauðsteikta fiskskammta fyrir Evrópu- markað (3.7). Að öllu samanlögðu má búast við hraðari tækni- þróun í frystiiðnaði á næstu árum en verið hefur undanfarin áratug. Líklegt er að þetta bendi til hægfara bata á afkomu greinarinnar í heild en kann að hafa í för með sér, að þeir, sem síður hafa efni á þeim tækninýjungum sem nefndar hafa verið, muni neyðast til að hætta rekstri (3.7). Markaðir. Fram á síðustu ár hefur orðið mjög veruleg aukning á sölu frystra afurða (4.4.1). Markaðshlutdeild okkar á bandaríska markaðn- um er nú um fjórðungur. Hvað varðar þorsk er hún rúm 34% en ekki nema um 16% að því er varðar aðrar tegundir. Ætla má að þar sé eitthvað svigrúm til aukningar (4.4.2). Talsverð aukning hefur orðið í útflutningi ti' Vestur-Evrópu. Vænta má aukningar, þótt þessi markaður sé erfiðari en sá bandaríski vegna neysluhefða og litt þróaðs markaðskerfis (4.4.4). Vandi er að álykta um þá markaði sem eru mið- stýrðir, en gera má ráð fyrir einhverri aukningu, takist samningar (4.4.4). Ætla má, að markaðir fyrir saltfisk verði nokk- uð hagstæðir á næstu árum, vegna minnkandi heimsframboðs og samdráttar í afla helstu keppi' nauta. Þó kann að aukast framboð af hálfu Kan- adamanna takist þeim að tileinka sér réttar fram- leiðsluaðferðir (4.4.5). Gera má ráð fyrir svipuðu ástandi a skreiðarmörkuðum. Þó kunna þeir að reynast sveiflukenndir sem áður vegna jafnvægisleysis t efnahags-og stjórnmálum (4.4.6). Mjöl- og lýsismarkaðir verða væntanlega með svipuðu móti og verið hefur (4.4.7). Væntanlega gætir enn um sinn svipaðra erfið- leika og verið hafa i framleiðslu og sölu lagmetis (4.4.9). Þess er að vænta, að samkeppni harðni á frjáls- um mörkuðum fyrir fiskafurðir (4.5.3). Ekki er gerandi ráð fyrir umtalsverðri hækkun raunverðs á fiskafurðum í heild (4.5.4). Félagslegt umhverfi. Líklegt er að draga muni úr því ofurkappi sem lagt hefur verið á fjárfestingu í fiskiðnaði úti a landsbyggðinni. Þó kann að vera að ýmis byggðat' lög og einstaklingar muni enn um hríð beita mikl' um þrýstingi í þessum efnum (5.1). Eins og er, er skortur á vinnuafli í fiskiðnaði oS útvegi úti um land og a.m.k. 300 útlendingar eft> að störfum. Þess er að vænta að smám samal1 muni komast á jafnvægi í framboði og eftirspurn a 588 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.