Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Síða 12

Ægir - 01.11.1981, Síða 12
Mynd 2. (Ljósm. lngimundur Magnússon). nú á vissum tímamótum að því er varðar tækni- væðingu og vélbúnað. Nokkur tæknilega mjög fullkomin frystihús, hafa þegar risið eða verið endurbætt. Sum þeirra eru örugglega með því besta sem gerist í heiminum og þessar fyrirmyndir verða öðrum hvatning og nauðsyn til endurbóta og aukinnar tæknivæðingar (3.7). Tölvutæknin er í þann veginn að halda innreið sína í fiskvinnslu og á því sviði hafa risið upp ís- lensk fyrirtæki, sem framleiða stýribúnað og eftir- litskerfi til að bæta nýtingu og fylgjast með fram- leiðslunni (3.7). Viðhorf stjórnvalda og stjórnenda fyrirtækja hafa breyst og er nú af báðum lögð áhersla á að auka möguleika á bættri nýtingu, meðal annars með aukinni lánafyrirgreiðslu til endurbóta og framkvæmda er stuðla að bættri nýtingu og fram- leiðni. Einnig eru nú að ryðja sér til rúms bættar aðferðir til rekstraruppgjörs og rekstrareftirlits vegna tölvuvinnslu við bókhald og rekstur (3.7). Lausfrysting hefur vaxið ört á síðustu misserum en bætt tækni og búnaður á því sviði gefur mögu- leika á aukinni fjölbreytni í útfluttum sjáv- arafurðum og er raunar forsenda þess að framleiða t.d. brauðsteikta fiskskammta fyrir Evrópu- markað (3.7). Að öllu samanlögðu má búast við hraðari tækni- þróun í frystiiðnaði á næstu árum en verið hefur undanfarin áratug. Líklegt er að þetta bendi til hægfara bata á afkomu greinarinnar í heild en kann að hafa í för með sér, að þeir, sem síður hafa efni á þeim tækninýjungum sem nefndar hafa verið, muni neyðast til að hætta rekstri (3.7). Markaðir. Fram á síðustu ár hefur orðið mjög veruleg aukning á sölu frystra afurða (4.4.1). Markaðshlutdeild okkar á bandaríska markaðn- um er nú um fjórðungur. Hvað varðar þorsk er hún rúm 34% en ekki nema um 16% að því er varðar aðrar tegundir. Ætla má að þar sé eitthvað svigrúm til aukningar (4.4.2). Talsverð aukning hefur orðið í útflutningi ti' Vestur-Evrópu. Vænta má aukningar, þótt þessi markaður sé erfiðari en sá bandaríski vegna neysluhefða og litt þróaðs markaðskerfis (4.4.4). Vandi er að álykta um þá markaði sem eru mið- stýrðir, en gera má ráð fyrir einhverri aukningu, takist samningar (4.4.4). Ætla má, að markaðir fyrir saltfisk verði nokk- uð hagstæðir á næstu árum, vegna minnkandi heimsframboðs og samdráttar í afla helstu keppi' nauta. Þó kann að aukast framboð af hálfu Kan- adamanna takist þeim að tileinka sér réttar fram- leiðsluaðferðir (4.4.5). Gera má ráð fyrir svipuðu ástandi a skreiðarmörkuðum. Þó kunna þeir að reynast sveiflukenndir sem áður vegna jafnvægisleysis t efnahags-og stjórnmálum (4.4.6). Mjöl- og lýsismarkaðir verða væntanlega með svipuðu móti og verið hefur (4.4.7). Væntanlega gætir enn um sinn svipaðra erfið- leika og verið hafa i framleiðslu og sölu lagmetis (4.4.9). Þess er að vænta, að samkeppni harðni á frjáls- um mörkuðum fyrir fiskafurðir (4.5.3). Ekki er gerandi ráð fyrir umtalsverðri hækkun raunverðs á fiskafurðum í heild (4.5.4). Félagslegt umhverfi. Líklegt er að draga muni úr því ofurkappi sem lagt hefur verið á fjárfestingu í fiskiðnaði úti a landsbyggðinni. Þó kann að vera að ýmis byggðat' lög og einstaklingar muni enn um hríð beita mikl' um þrýstingi í þessum efnum (5.1). Eins og er, er skortur á vinnuafli í fiskiðnaði oS útvegi úti um land og a.m.k. 300 útlendingar eft> að störfum. Þess er að vænta að smám samal1 muni komast á jafnvægi í framboði og eftirspurn a 588 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.