Ægir - 01.11.1981, Blaðsíða 36
ingaskip með mikinn fisk frá útgerðinni fórst á leið
út. Tekjuafgangur varð þó svo sem að ofan segir,
og ísafold gat þess, að Coot hefði borið sig bezt
togaranna það ár (Heimir), en þá voru þeir
komnir, Jón forseti, Marzinn og Snorri Sturluson.
Ef hásetatalan 1907 er rétt í Landhagsskýrslunni,
getur skýringin ekki verið önnur en sú að þeir hafi
ekki saltað um borð eða mjög lítið.
1908 er mér heldur ekki kunnugt um arðgreiðslur,
en af aflabrögðunum að dæma hefur orðið tekju-
afgangur það ár.
Coot varð svo til um haustið á Keilisnesi og fisk-
veiðahlutafélag Faxaflóa þá leyst upp og Indriði
segir: „...félagsmenn fengu nær allt hlutaféð, sem
þeir höfðu lagt fram í upphafi.“ Coot var að draga
Kópanesið, eina af skútum P. Th., frá Reykjavík
til Hafnarfjarðar en skútan sleit sig lausa í mynni
Hafnarfjarðar, dráttartaugin lenti þá í skrúfunni á
Coot og bæði skipin rak uppí Keilisnesið og Coot
bar þar járnið, og Kópanesið varð víst að algeru
strandi líka.
Þá er lokið að segja frá því sem vitað er um
útgerð Coots, þessa fyrsta togara okkar. Þó er lengi
von á að eitthvað vakni upp um samskipti Einars
Þorgilssonar og Fiskveiðahlutafélags Faxaflóa. Eg
vona, að Heimir Þorleifsson haldi áfram með
togarasögu sína. Hann er að vinna þarft verk, og
má vel við una, hvernig hann hefur sloppið frá
þessu fyrsta bindi, svo umdeilanleg, sem íslenzk
togarasaga hlýtur að verða með allar helztu heim-
ildirnar í himnaríki eða sem líklegra er í einhverju
útgerðarplássi fyrir handan. í Heimis sporum
myndi ég heldur fara á miðilsfund, en skrifa sög-
una einvörðungu eftir gerningum á söfnum, og
vonandi víkur hann af þeirri braut.
■■■■■•■ ■ •: ...
Sp l \ '■ \ \ I r'. < !■#
$
' V £
Snorri Sturluson.
612 — ÆGIR