Ægir - 01.07.1982, Page 14
Aðalsteinn Sigurðsson:
Tilraunaveiðar með dragnót
í Faxaflóa 1981
Vorið 1981 samþykkti Alþingi breytingu á lög-
um um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands þannig
að banni við dragnótaveiðum í Faxaflóa var aflétt.
í samræmi við þessa lagabreytingu veitti sjávarút-
vegsráðuneytið 6 bátum leyfi til skarkolaveiða með
dragnót í flóanum frá miðjum júlí til
nóvemberloka 1981. Leyfishafar urðu að uppfylla
viss skilyrði, svo sem að möskvastærð í poka og
belg nótarinnar yrði ekki undir 155 mm og að bol-
fiskafli færi ekki yfir 15% af heildarafla á viku
hverri. Fimm bátanna voru þeir sömu og árið á
undan (Aðalsteinn Sigurðsson 1980), en við bættist
Reykjaborg RE 25, 29 rúml. bátur.
Skarkolanum varð að landa hjá þremur vinnslu-
stöðvum, sem hafa heppilegar vélar til að flaka
kolann. Þær eru ísbjörninn í Reykjavík, Sjöstjarn-
an í Innri-Njarðvík og Skipaskagi á Akranesi.
Fylgst var með veiðunum eftir því, sem við varð
komið ýmist af eftirlitsmönnum eða starfsmönn-
um Hafrannsóknastofnunarinnar. Þar að auki
fylgdist sjávarútvegsráðuneytið daglega með
löndunum bátanna.
Leyfilegt var að stunda veiðar utan heilu lin-
unnar, sem dregin er um flóann á 1. mynd. Hins
vegar fóru bátarnir aldrei norður fyrir brotnu
línuna.
Mikið af því svæði, sem veiðar voru leyfðar á, er
óhæft til dragnótaveiða vegna þess að botninn er
slæmur (Aðalsteinn Sigurðsson 1980).
Fyrsta tafla gefur yfirlit yfir dragnótaaflann úr
Faxaflóa í júli til nóvember 1981. Þar má sjá
hvernig heildaraflinn frá dragnótavertiðinni
skiptist á milli tegunda og svæða bæði í þyngd og
hundraðshlutum, einnig er meðalafli í róðri
sýndur. í næst síðustu linu töflunnar og á 2. mynd
má sjá, að mestallur aflinn eða 89,3% var
skarkoli. Lúða var 3,6% ýsa 2,0%, þorskur 4,1%
og annar fiskur 0,9%. Það er því augljóst að Þa^r
var um skarkolaveiðar að ræða eins og 0
ætlast, þar sem aðeins 10,7% veiddust af ö r ^
tegundum. Það liggur einnig í augum uppi. a
smál. af ýsu og 50 smál. af þorski hafa lítiljáhfl .
stofna þessara tegunda. Lúðustofninn hefir
verið ofveiddur, en það er ekki frekar dragn0^
kenna en öðrum veiðarfærum. Sýnt hefir ^v0
fram á, að stofninn nær sér ekki nema me ,:
víðtækum friðunaraðgerðum, að þær eru
ekki
framkvæmanlegar (Aðalsteinn Sigurðsson 19'}^
Á 2.—6. töflu er afli hvers mánaðar sun
350 — ÆGIR