Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1982, Side 28

Ægir - 01.07.1982, Side 28
Um Norðmenn. ,,Af 3 milljónum tonna, sem norskir fiskimenn afla á hverju ári veiða þeir 60—70% aflans við Nor- egsstrendur, 15—20% við Svalbarða og 2,5% innan efnahagslögsögu annarra landa (þar á meðal íslands) og 2% aflans á úthafinu á alþjóða fiskimiðum. Norskir fiskimenn eru 30.000, þar af starfa 16.000 eingöngu við fiskveiðar, 6.000 hafa það að aðalstarfi, en ekki eina starfí og um 9.000 þeirra vinna við fisk- veiðar sem aukastarf. Norski fiskveiðiflotinn er 24.000 bátar og skip og þar af eru 17.000 opnir trillubátar. Af 3 milljón tonna afla er helmingurinn loðna, en þorskaflinn er 500.000 tonn. Verðgildi aflans upp úr sjó er 3.640 milljarðar franka, en útflutningsverð- mæti (90% afla upp úr sjó) 5.320 milljarðar franka. Með 3,7% af sjávarfangi heimsins eru Norðmenn 6. í röð fiskveiðiþjóða; 75—80% aflans fer til vinnslu á mjöli og lýsi, en afgangurinn til manneldis, aðeins 2,8% aflans er seldur ferskur og ísvarinn. Norðmenn hafa gert samning við Sovétríkin um að þeir megi árið 1982 veiða 340.000 tonn i Barentshafi sem er jafnmikið og árið 1981, þar af mega þeir fiska 40.000 tonn af þorski á grunnslóðum.“ Þessi rúmi kvóti Norðmanna í Barentshafi og tiltölulega lítill afli þeirra hér við land miðað við heildarveiði, vekur spurningu um það hvort rétt sé að veita þeim nokkrar veiðiheimildir í þegar ofnýtta þorsks- og fiskstofna okkar íslendinga, sem byggjum allt okkar á fiskveiðum. „Captaine Pleven kom af Færeyjamiðum me.ð 1300 tonn af þorsk- og kolmunnaflökum eftir 105 daga túr. Þetta lofar góðu.“ Fiskveiðistefna Mið- og Suður-Ameríkuríkja. Ríki þessi, sem nær öll eru með 200 sjómílna land- helgi hafa mikinn hug á að draga úr veiðum innan landhelgi sinnar, en þar eð þessi lönd nýta ekki nema að litlu leyti sjálf landhelgina, hafa þau tekið upp þrjár meginstefnur í fiskveiðistefnu sinni: 1. 2. 3. Sala veiðileyfa og er verðið reiknað út eftir st^r skipanna (Chile, Nicaragua, Kolombía, Rica, Ekvator, E1 Salvador, Guatema Mexikó, Panama og Perú). Krafa um að erlend útgerðarfélög myndi sa steypur með innlendum útgerðarmönnu^ (Argentína og Brasilía, einnig hallast Mexíko þessari stefnu). m Tekið er tillit til pólitískrar afstöðu þeirra, sækja um veiðileyfi (Kúba, Venesúela og eyríkin í Karabíska hafinu). Sum þessara landa eins og t.d. Uruguay tvöfalda gjald fyrir veiðileyfi til verksmiðju- og frystitog Nokkur landanna þar á meðal Perú veita fiskimön um sem landa í höfnum i Perú sérstök fríðindi- , Nokkur frávik eru þó frá þessum höfuðdráttn fiskveiðistefnu þessara landa. „Venesúela hefur t.d. samþykkt leyfi handa a^^ rísku skipi og undirritað samkomulag við Danm sem heimilar Færeyingum að stunda tilraunave innan efnahagslögsögu Venesúela og v0 Venesúelamenn til að veiðar þessar leiði til stofn sameiginlegs útgerðarfyrirtækis“. , v£g „Fiskveiðar þessara landa eru skammt a komnar, þrátt fyrir 200 sjómílna fiskveiðilandh^ sem m.a. var komið á vegna sívaxandi veiði erle ^ fiskiskipa við strendur þeirra, en útlendingar vei . einkum rækju, humar og túnfisk. Árið 1967 var ^ Sovétmanna úti af ströndum Argentínu 670.000 . en þrátt fyrir 200 sjómílna landhelgi var « Argentínumanna árið 1979 innan við 600.000 to Fiskveiðistefna þessi sem hefur dregið mjöS^ veiðum útlendinga á djúpslóðum hefur þótt ^ tt vel í Suður- og Mið-Ameríku og hefur baeði gjaldeyrisstöðu og treyst valtar ríkisstjórnir i se Áður ónýttar auðlindir hafa nú skilað þjó0^^ gjaldeyri og landanir erlendra fiskimanna ', °r^ar- innanlands leitt af sér stofnun innlendra útge^.,^ fyrirtækja og ýtt mjög undir tækniþróun ^ iðnaðarfyrirtækja. Þá hefur dregið mjög ur jn. legum veiðum útlendinga og hættu á ofve' 1 a. stakra fiskstofna eins og átti sér stað undan s ^ um Bandaríkjanna, Kanada, Vestur-Afríh11 , Ástralíu á árunum milli 1960 og 1970, þegar str ^ ríkjunum og alþjóðastofnunum hafði ekki tek' koma á viðunandi friðun ofveiddra stofna. 364 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.