Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1982, Page 34

Ægir - 01.07.1982, Page 34
Skólaslit Stýrimannaskólans Skólastarf haustið 1981 hófst með undirbún- ingsnámskeiði 14. september. Á undirbúningsnám- skeiðinu var kennt 8 stundir hvern dag, íslenska, stærðfræði, eðlisfræði, enska og danska og voru 10 nemendur á námskeiðinu. Kennslan stóð í tvær vikur. Inntöku- og upptökupróf í 1., 2. og 3. stig voru haldin 28.—30. september. Inntökupróf úr undirbúningsdeild stóðust 9 nemendur og settur þeir í 1. bekk. Endurtökupróf úr 1. bekk frá vorprófum 1981 tóku 7 nemendur og stóðust 6 nemendur prófið og inntökuskilyrði í 2. bekk. Tveir nemendur tóku inntökupróf í 3. stig og stóðust báðir prófið. Skólinn var settur í 90. skipti 1. október og hófu þá 126 nemendur nám í 9 bekkjardeildum. Á 3. stigi voru 2 bekkjardeildir; á 2. stigi voru 3 bekkir; 1. stigi 3 bekkjardeildir og hraðdeild (1 +2) með 15 nemendum, sem lesa undir 1. stigs próf á haustönn og skipstjórnarpróf 2. stigs á vorönn. Aðgangur í deild þessa er takmarkaður og verða menn að hafa stúdentspróf eða aðra góða undir- búningsmenntun. Undir faglegri umsjá Stýrimannaskólans og í samvinnu við framhaldsskóla á viðkomandi stöð- um, sem sáu um alla kennslu, voru starfræktar skipstjórnardeildir 1. stigs á Dalvík, Höfn í Horna- firði og ísafirði. Próf í siglingafræðifögum og fleiru voru send frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík og prófdómarar við lokapróf skipaðir að tillögu skólastjóra Stýrimannaskólans. Beint og óbeint á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík hófu 150 nemendur nám í stýrimanna- fræðum á s.l. hausti. Varðskipadeild eða skipstjórnardeild 4. stigs hófst strax að loknu jólaleyfi 4. janúar og stund- uðu 11 nemendur nám á 4. stigi, sem var nú með breyttu sniði. Deildin veitir réttindi til skipstjórnar á varðskipum ríkisins; en auk kennslugreina beint með tilliti til Landhelgisgæslunnar eins og fall- byssufræða, alþjóðarmerkja o.fl. var aukin kennsla í stærðfræði og siglingafræði og þá eink- • iV um með tilliti til sjómælinga vegna Sjómælinga lands. Þá var tekin upp kennsla í stórflutning0 eða ,,shipping“ með tilliti til utanríkissigling3 óska skipafélaga og sjómanna. Vegna þeirra neni' enda, sem hafa hug á útgerðartækni við Tækn1 skóla íslands var tekin upp kennsla í íslensku, etn fræði og norðurlandamálum. Breyting þessi mm ist vel fyrir og er nám í deildinni nærri samsvara ^ stúdentsprófi stærðfræðideildar í stærðfræði tungumálum enda tekið jafngilt við inngöngu Tækniskólann. Stefnt er að því að námi 4. stigs skipstjóm3 , deildar sé jafngilt tæknistúdentsprófi og er þetta samræmi við samsvarandi skóla eins og t.d. 4.s Vélskóla íslands. Utan venjulegrar stundaskrár voru haldin n skeið við skólann í sundi, heilsufræði, loftskey tækjum og stjórnun. Auk þess fengu nemendur og 3. stigs að fylgjast með aðgerðum á Slysava stofu Borgarspitalans. Voru nemendur 2 og 3 sa an í 3 daga á síðdegis- og kvöldvöktum og sy hjúkrunarfólk og læknar Slysadeildar nemen og skólanum einstaka lipurð og velvilja. Tveggja daga námskeið, bæði verkleg og b° kennsla í eldvörnum var haldið á vegum Slök liðs Reykjavíkur. , Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði sá um n skeið fyrir 1. stig í meðferð sjávarafurða. » Mikil áhersla var lögð á kennslu í meO < öryggis- og björgunartækja og sá erindreki j, að mestu um þá kennslu og var haldin sers slysavarnarvika. af Hinn 1. desember fékk skólinn afnot ^ Sundhöll Reykjavíkur, allan þann dag og var 1 deild æfð í meðferð gúmmíbjörgunarbáts og u endur látnir synda í fötum að gúmmíbjörgunar um og látnir fara upp í hann. civsæ Við æfingu fluglínutækja aðstoðaði S > . varnardeildin Ingólfur og björgunarbátur S ^ Gísli J. Johnsen við æfingarnar. Sérstök áhe var lögð á að kynna nemendum björgun me stoð þyrlu. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.