Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 11
Setningarræða Más Elíssonar fiskimálastjóra Ég býð þingfulltrúa og gesti velkomna til Fiski- þings, sem nú er að hefja störf, hins 41. í röðinni. Sérstaklega býð ég vel- kominn til þingsins, sjáv- arútvegsráðherra Stein- grím Hermannsson, sem flytja mun ræðu að þing- setningu lokinni. Ég sakna nokkurra þingfulltrúa, sem vegna anna eða lasleika áttu ekki heimangengt. Sendi ég þeim kveðjur okkar um leið og ég býð þá vel- komna, sem sitja þingið í þeirra stað. Ég vil minnast hér félaga okkar Nielsar Ingvars- sonar, fyrrum forseta þingsins, sem lézt í Reykja- vík hinn 5. marz s.l. Niels fylgdi öldinni og hefði orðið 82 ára hinn 21. sept. s.l. Hann fæddist í Nes- kaupstað, sonur Ingvars Pálmasonar, alþm. og Margrétar Finnsdóttur. Er sú ætt alkunn. Niels átti heima í Neskaupstað lengst af ævi sinnar og starf- aði þar að margvíslegum málum, þótt hæst beri að minum dómi afskipti hans af sjávarútvegsmálum. Norðfirðingar hafa löngum sótt sjóinn fast og hefur útgerð og fiskvinnsla jafnan staðið þar með miklum blóma. Á sjávarútvegi hefur og byggzt vel- ferð og velmegun byggðarlagsins. Niels hóf að sækja sjó ungur að árum og var formaður á vélbáti um nokkurra ára skeið. Hann var framkvæmda- stjóri Lifrarbræðslufélags Norðfirðinga um 30 ára skeið og um árabil framkv.stjóri SÚN og íshús- félags Norðfirðinga. Hann var yfirfiskmatsmaður á Austfjörðum frá 1954 að telja þangað til hann dró sig í hlé aldurs vegna og veikinda. Flest síðust ár ævinnar var hann starfsmaður Fiskifélagsins og sinnti einkum bóka- og skjalavörzlu, auk annarra tilfallandi starfa. Ekki rek ég hér afskipti hans og störf að félags- málum, sem voru þó mikil, utan þess sem snertir Fiskifélagið. Niels var kjörinn á Fiskiþing á árinu 1930 og var því fulltrúi Austfirðinga þar í hart nær 40 ár. Þaraf þingforseti um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Sambands fiskideilda í Aust- firðingafjórðungi, lengst af formaður þess. Niels var ágætur ræðumaður og ritfær vel. Birtust eftir hann margar greinar í blöðum og tímaritum þar á meðal í Ægi, tímariti Fiskifélagsins. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því að síðasta Fiskiþing var háð í nóvember 1981, hefur verið meira um slysfarir við sjósókn og siglingar en oft áður. Alls létust sex íslenskir sjómenn við skyldu- störf sín og margir slösuðust. Þá fórust tveir ís- lenskir björgunarmenn og tveir belgískir sjómenn, er togarinn Pelagus strandaði við Vestmannaeyjar. Bið ég viðstadda að rísa úr sætum sínum í virð- ingarskyni við hina látnu. Ég vil ekki láta hjá líða að minnast á giftusamleg björgunarafrek breskra og danskra björgunar- manna, er flutningarskipið Suðurland fórst við Færeyjar í ofsaveðri í marz s.l. er áhöfn skipsins var bjargað við hin erfiðustu skilyrði. Það hefur lengi verið vitað og er staðfest í skýrsl- um, að vinnuslys eru tíðari á skipaflotanum en hjá öðrum atvinnugreinum. Þótt mikið hafi áunnizt með bættum öryggisútbúnaði um borð í skipum, og sífellt sé unnið að úrbótum, þarf þó engan að undra, að öryggismál sjófarenda hafa jafnan verið ofarlega á baugi á fjórðungsþingum fiskideilda og á Fiskiþingi. Verður svo einnig að þessu sinni og mun siglingamálasjóri flytja erindi á þinginu um öryggismál. Útlitið í atvinnumálum er almennt dökkt um þessar mundir. Að hluta má rekja þetta ástand til ytri skilyrða, sem við ráðum ekki við. Almennur samdráttur í framleiðslu og alþjóðlegum viðskipt- um, aukið atvinnuleysi og minni eftirspurn eftir neysluvörum. Hér veldur mestu um hin óhagstæða þróun í atvinnu- og framleiðslumálum hins iðn- vædda heims, sem um leið varpar skugga sínum á aðra heimshluta. í kjölfar þessa kreppuástands fylgir vaxandi til- hneiging hjá mörgum þjóðum að gera ráðstafanir til að vernda eigin atvinnurekstur með ýmsu móti — auknum innflutningshöftum, beinum og óbein- um — auknum opinberum fjárhagslegum stuðn- ingi við atvinnureksturs o.fl. mætti telja. Þessara tilhneiginga gætir þrátt fyrir það, að sagan hefur kennt okkur, að slíkar verndarráðstafanir hafa ÆGIR —619
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.