Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 27

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 27
skoðanir. Þessi skoðunarmaður ferðaðist um landið og var mjög vel tekið. Þegar þrengja var farið að fjárhag stofnunarinnar, voru skyndiskoð- anir oft framkvæmdar af skoðunarmönnum, sem voru á ferð vegna annarra skoðana. Nú, þegar fjárhagur stofnunarinnar er orðinn svo tæpur, að reksturinn er kominn að stöðvun, hefir ekki verið hægt að framkvæma neinar slíkar skyndiskoðanir lengur. Hinsvegar hefir Siglingamálastofnun ríkisins, undanfarið, átt ágætt samstarf við Landhelgis- gæsluna, þannig að þegar varðskipsmenn fara um borð í islensk fiskiskip á hafi úti, þá athuga þeir nokkur atriði um borð, er varða öryggi skipanna og senda Siglingamálastofnun ríkisins skýrslur um þessar skyndiskoðanir. Þetta hefur reynst ágætt og aukið aðhald. Þann 20. september 1982 ritaði siglingamála- stjóri bréf til Landhelgisgæslunnar, þar sem farið er fram á enn frekari aðgerðir. Þar óskar siglingamálastjóri eftir því, að hafi skip látið úr höfn, eftir að haffærisskírteini þess var runnið út, eða komnir eru meira en 10 dagar fram yfir gildistima þess, þá skuli vísa skipi til hafnar, og að Siglingamálastofnun verði strax látin vita af slíkum aðgerðum. Um reglugerð með kröfu um neyðarsenda á flugvélatíðni, 121.5 MHz og 243 MHz, er það að segja, að þegar sú fyrsta þessara reglugerða kom út, var ekki til á markaði neinn neyðarsendir, sem sendi á þeirri orku, sem krafist var á báðum þess- um tíðnum samtímis. Þá var til neyðarsendir, sem sendi á þeirri orku, sem krafist var á 121.5 MHz, sem er neyðartiðni flugvéla, en á minni orku á 243 MHz, sem er neyðartíðni herflugvéla. Siglingamálastofnun ríkisins taldi tilkomu þess- ara senda vera svo mikið öryggisatriði, að rétt væri að setja þessa gerð neyðarsenda strax í gúmmibáta íslenskra skipa, en bíða ekki þar til á markaðinn kæmi annar neyðarsendir, sem sendi á sömu orku á báðum tiðnum. Samgönguráðherra féllst á þessi sjónarmið Siglingamálastofnunar, og slíkir neyðarsendar voru settir í um 500 gúmmíbjörg- unarbáta. Þessir sendar hafa þegar sannað gildi sitt og hafa þegar átt afgerandi þátt í björgun manns- lífa. Þegar annar neyðarsendir kom á markaðinn, sem sendi á báðum tíðnum 121.5 MHz og 243 MHz var hætt að setja hinn neyðarsendinn í fleiri gúmmíbjörgunarbáta. En þegar á reyndi kom í ljós, að framleiðandi þessara nýju senda gat ekki framleitt nógu marga senda nógu fljótt, þannig að ekki hefur enn verið hægt að pakka þessum neyð- arsendum í alla þá gúmmibjargbáta, sem reglunar krefjast. Marga gúmmíbjargbáta verður því nú að pakka án neyðasenda. Nú er verið að prófa þriðju gerð neyðarsenda, sem sendir á 121.5 MHz og 243 MHz með sömu orku á báðum tíðnum. Póstur- og sími hefir þegar lokið prófun þessara senda og getur, fyrir sitt leyti, viðurkennt þá, en Siglingamálastofnun ríkisins er með þessa senda í prófun á hafi úti. Þegar þeim prófunum er lokið, verður meira framboð þessara senda, ef þeir reynast vel við erfiðar aðstæður á hafi úti. Annars verða mjög sennilega allir þessir neyðar- sendar orðnir úreltir innan fárra ára. í ritinu SIGLINGAMÁL, apríl 1982, er skýrt frá gerfihnattakerfinu INMARSAT, en upphaf þess alþjóðafjarskiptakerfis er, að á þingi Alþjóðasigl- ingamálastofnunarinnar IMCO (nú IMO), í London árið 1973, var ákveðið að setja á stofn al- þjóðafjarskiptakerfi fyrir skip með notkun gerfi- hnatta. í þessu neyðarkallkerfi verða notaðar há- tíðni neyðarsendingar allt að 16 MHz. Þetta fjar- skiptakerfi er þegar komið í notkun, og þess verð- ur varla langt að bíða, að íslensk skip fari að nota það. — Þá mun þykja jafn sjálfsagt að hringja til skyldmenna á hafi úti, eins og nú er um símtöl inn- an lands eða milli landa. Góðir þingfulltrúar. Mér er ljóst, að þetta er orðið óhóflega langt mál hjá mér, — miklu lengra en ég ætlaði, en efnið er nær ótæmandi. Þótt ég gjarnan hefði viljað ræða fleiri atriði, þá læt ég hér staðar numið í þetta sinn, og þakka vil ég að lokum þolinmæði ykkar að hlusta. Þá mun ég sýna ykkur kennslukvikmynd Sigl- ingamálastofnunar ríkisins, um notkun gúmmí- björgunarbáta. Hér er um að ræða frumsýningu hennar, eftir að sjósetingarbúnaði gúmmíbjörg- unarbáta hefir verið bætt inn í hana. ÆGIR —635
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.