Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 23
hagsmuna eigum að gæta, er hægt að þoka málum tiltölulega hratt fram. Von min er sú, að þetta átak megi sýna sig að verða til góðs, að því er varðar öryggismál sjómanna, þegar fram líða stundir. Ekki verður skilið við þetta mál hér, án þess að nefna sérstaklega mjög öflugan fjárhagslegan stuðning, sem Fiskimálasjóður veitti til þessa verk- efnis. Án þessa stuðnings hefði þessu máli ekki þokað svo hratt áfram. í framhaldi af stórmerkum uppfinningum Sig- munds Jóhannssonar í Vestmannaeyjum á sjósetn- ingarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta, gerði stofnunin tillögur að íslenskum reglum um losunar- og sjó- setningarbúnað gúmmibjörgunarbáta í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og siglingum. Reglur þessar voru gefnar út af samgönguráðu- neytinu 25. júní 1982. Þessar reglur gera ráð fyrir, að við fyrstu búnaðarskoðun eftir 1. mars 1983, skuli öll þilfarsfiskiskip búin sjósetningarbúnaði fyrir gúmmíbjörgunarbáta, sem hægt er að stjórna frá minnst tveim stöðum, þar með talið frá stjórn- palli skipsins og við gúmmíbátinn. Við fyrstu bún- aðarskoðun eftir 1. sept. 1983, skal auk þess, a.m.k. einn gúmmíbjörgunarbátur í hverju þilfars- fiskiskipi, vera búinn svonefndum sjóstýribúnaði. Á öðrum þilfarsskipum skal hvert skip, sem skoðað er búnaðarskoðun eftir 1. sept. 1983, vera með sjósetningarbúnaði fyrir gúmmíbjörgunar- bátana. Auk þess eru sérákvæði i reglunum, um búnað á borðháum skipum, til að auðvelda mönnum að komast í gúmmíbjörgunarbáta. Þar er miðað við meiri hæð en 5 metra yfir sjávarfleti á kjölréttu létthlöðnu skipi. Slíkur búnaður getur, samkvæmt reglum, verið uppblásin renna eða uppblásið rör, þ.e. slanga, eða annar búnaður, sem háður er viðurkenningu Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir hvert einstakt skip. í riti Siglingamálastofnunar- innar, SIGLINGAMÁL nr. 14, frá april 1982, er lýsing á einum slíkum búnaði. En reglur eru eitt, framkvæmd þeirra er annað. Eins og kunnugt er af fréttum, þá hafa Vest- mannaeyingar þegar komið sjósetningarbúnaði, Siglingamálastofnun ríkisins stóö fyrir tilraunum í febrúar 1980 með gúmmíbjörgunarbáta í stórsjó og ofviðri úti af Veslfjörð- um. Myndirnar t.h. gefa nokkra hugmynd um það veður og sjó- lag sem var við þessar titraunir. Undir brotinu þar sem enginn bátur sést er gúmmíbátur á kafi í löðrinu, en kom heill út úr því og á réttum kili. ÆGIR —631
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.