Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 15
hátt og gert var 1975 og 1976. Fyrst verði um breyt- ingar fjallað af fulltrúum hagsmunaaðila, en síðan af fulltrúum þingflokka. Ég veit, að þið eruð sammál því að um slíkar breytingar þarf að nást sem allra breiðust samstaða. Þetta er ópólitískt mál, ef ég má orða það svo, en hins vegar ákaflega mikið hagsmunamál, og mjög breytilegt að því leyti, fyrir hinar ýmsu byggðir í kringum landið. Því er nauðsynlegt að um slíkar breytingar verði ítarlega fjallað og ekki rasað um ráð fram. í þessu sambandi er m.a. um það rætt, hvort af- létta eigi að verulegu leyti þeim bönnum, sem nú eru ákveðin með lögum, en ákveða slíkt fremur með reglugerðum og e.t.v. ekki síst skyndilokun- um. Hér er að sjálfsögðu um mjög mikla breytingu að ræða og sem vandlega þarf að fjalla um, bæði með tilliti til hagsmuna einstakra veiða og ein- stakra landshluta. Að sjálfsögðu þarf jafnframt að vera tryggt að slíkar breytingar valdi ekki ofveiði og hættu fyrir viðgang fiskstofnanna. Menn verða vitanlega að hafa í huga að grundvöllur fiskveiði- laganna er verndun fiskstofnanna. Markmiðið er að fiskstofnarnir séu sterkir og veiti hámarksafköst. Ég geri ekki ráð fyrir að breytingar á fiskveiði- lögum verði lagðar fram á þessu þingi. Ég geri ráð fyrir, að um þær verði fjallað áfram i vetur og þær undirbúnar þannig að leggja megi fram frumvarp um nýja fiskveiðilöggjöf í upphafi Alþingis 83—84. Hins vegar kann að vera að einstakir þætt- ir í fiskveiðilögum í dag þarfnist breytinga og er ég reiðubúinn til þess að leggja fram slíkar tillögur, ef um þær breytingar er víðtækt samkomulag. Gæðamálin eru eitt allra stærsta málið, sem um þarf að fjalla. Við íslendingar höfum lengi stært okkur af því að framleiða og selja bestu vöru, og sannarlega hefur íslensk framleiðsla fengið mjög góða dóma erlendis. Því miður hygg ég að því verði ekki neitað að á þessu hafa orðið verulegir brestir upp á síðkastið. Ég þarf ekki að nefna þau skakkaföll, sem fram- leiðendur hafa orðið fyrir, t.d. með saltfisk og skreið, og ég veit að ykkur er kunnugt um að orðið hefur að kasta mjög miklu magni af fullunnum frystum vörum. Sem betur fer fóru þær ekki úr landi. Um þessi mál hefur að vísu verið fjallað nokkuð lengi, en sitt sýnist hverjum. Um breytingar á framleiðslueftirliti lágu tillögur fyrir þegar 1980. Ég taldi nauðsynlegt að athuga þessi mál nánar. Ekki má rasa um ráð fram, þótt nauðsynlegt sé að gripa í taumana sem allra fyrst. Ég skipaði því fljótlega sérstaka nefnd, sem hlaut nafnið Fisk- matsráð og fól henni að halda áfram úttekt á gæðamálum. Þessi nefnd hefur skilað mér áliti. Hún hefur unnið þannig, að sérstakir ráðgjafar hafa verið tilkvaddir til að fara um landið. Þetta eru menn óháðir framleiðslueftirliti og framleið- endum. Þeir hafa skilað allítarlegri skýrslu, og því miður, í fáum orðum sagt, kemur í ljós, að þeirra mati, mjög mikil brotalöm á ferskfiskeftirliti og mati. Ég er þeirrar skoðunar að á þessu máli þurfi að taka allt frá veiðum og til loka framleiðslu. Ég vil alls ekki útiloka að fela megi framleiðendum víðtækara eftirlit, heldur en þeir hafa nú á sumum sviðum. Satt best að segja, tel ég líklegt að sú verði niðurstaðan. Ég tel þó ekki siður mikilvægt að miklu betur verði samræmt heldur en nú er mat, bæði á ferskum fiski og afurðum um land allt. Mér virðist skortur vera á samræmi í störfum hjá mats- mönnum. Ég er alls ekki viss um að mjög víðamiklar laga- breytingar séu nauðsynlegar, þó að þær verði ein- hverjar. Um þær erum við að fjalla nú í sjávarút- vegsráðuneytinu. Sömuleiðis er ljóst að reglugerðir eru að mörgu leyti góðar. Það er t.d. skýrt tekið fram um 1. flokks bolfisk, að i þann flokk má ekki fara dauðblóðgaður fiskur, svo eitthvað sé nefnt. En hve víða um landið er dauðblóðgaður fiskur metinn í 1. flokk engu að síður? Ég er því þeirrar skoðunar að það sé fremur framkvæmd matsins, heldur en lagaramminn og reglugerðir sem þurfa breytinga við. í raun og veru hygg ég að aldrei komist gott lag á þetta, nema í fyrsta lagi sé tryggt, að allir, bæði á sjó og i landi, geri sér grein fyrir því hvað er fyrsta flokks vara og hvað er nauðsyn- legt til að tryggja 1. flokks framleiðslu. Og í öðru lagi að þeir, sem bregðast, geti átt von á refsingu. Það er oft svo, því miður, að seint verður úr bætt ef ekki er von á einhvers konar hegningu við brot- um. Sjávarútvegsráðuneytið er því með í undirbún- ingi kynningu á þessu sviði. Mun í. sambandi við þær breytingar, sem ráðgerðar eru framundan, fenginn sérstakur maður, sem hefur fengist við fjölmiðlun, til þess að fara með það mál. Verður málið kynnt bæði í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Jafnframt hefur ríkisstjórnin þegar samþykkt að þær breytingar verði gerðar á lögum, sem nauð- synlegar kunna að vera í þessu skyni, að svipta megi ÆGIR — 623
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.