Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 22
viku veitti síminn, í síðasta sinn, frest til greiðslu símareikninga, ella verður síma stofnunarinnar lokað endanlega i þessari viku. Nú er unnið kappsamlega að því, í samráði við fjárveitingarnefnd og Fjárlaga- og hagsýslustofn- un að finna lausn á þessum vanda, og er þess fast- lega vænst, að úr rætist. Ég hefi hér að framan gert nokkra grein fyrir heildarverkefnum Siglingamálastofnunar ríkisins, sem flest varða aukið öryggi íslenskra sjófarenda. Ekki þarf að taka það fram í þessum hópi, að besta björgunartœkið er öruggt skip undir stjórn ábyrgs skipstjórnarmanns. Hinsvegar er það jafn sjálfsagt, að björgunarbúnaður hvers skips, sé eins traustur og fullkominn og nokkur kostur er. Ég vil því nefna hér nokkur slík verkefni, sem Siglingamálastofnunin hefur unnið að á undan- förnum árum og önnur, sem nú eru í vinnslu eða í bígerð. Á grundvelli tilrauna með sjóhæfni gúmmí- björgunarbáta, sem Siglingamálastofnunin gekkst fyrir á hafi úti veturna 1980 og 1981, voru, að kröfu stofnunarinnar, gerðar verulegar breytingar og endurbætur á gúmmíbjörgunarbátunum, og á rekakkeri þeirra. Frá þessum tilraunum og niður- stöðum þeirra, hefir verið skýrt nánar í ritinu SIGLINGAMÁL nr. 12 og 13, sem þið munuð flestir hafa fengið, en nokkur eintök eru hér til fyrir þá, sem þess óska. Samtímis þessum tilraunum var unnið að gerð nýrrar kvikmyndar um notkun gúmmíbjörgunar- báta, sem ég mun sýna ykkur hér á eftir. Þessi kvikmynd var gerð sem kennslumynd fyrir íslenska sjómenn, og telur stofnunin, að fræðsla með þessum hætti sé mjög áhrifarík. Má í því sambandi nefna, að tvö ungmenni, sem björguðust úr sjávarháska s.l. sumar, þegar bátur, sem þau voru á fórst, skýrðu frá því, að þessi kvikmynd, sem þau höfðu séð s.l. vetur, þegar hún var sýnd í sjónvarpinu, hefði verið þeim til mikillar leiðbein- ingar. Meðal annars, vegna þess hve stofnunin telur slikar fræðslumyndir mikils virði, boðaði hún til fundar í byrjun mars 1982 hina ýmsu hagsmunaað- ila um öryggismál sjómanna. Hugmynd um dreifingu fræðslumyndaefnis um öryggismál hlaut strax góðar undirtektir hjá öllum hagsmunaaðilum. Var ákveðið að setja á fót sér- staka samstarfsnefnd fimm manna, er hefði með höndum könnun á framboði á kvikmyndaefni og mat á kostnaði við að koma upp slíkri aðstöðu. Er skemmst frá því að segja, að samstarfsnefnd þessi hefur unnið mikið starf og er nú jafnvel fyrirsjáan- legt, að kvikmyndaefni verði tilbúið til notkunar um borð í skipum, svo og annars staðar, þar sem henta þykir, innan 2—3 mánaða. Eftirtaldir aðilar standa að starfsemi nefndar- innar, og hafa fulltrúar þeirra allra átt þátt í því að velja það myndefni, sem nú hefur verið keypt til nota erlendis frá: Eimskipafélag íslands, Farmanna- og Fiskimannasamband íslands, Hafskip h.f., íslensku tryggingarfélögin, Landhelgisgæslan, Landssamband ísl. útvegsmanna, Siglingamálastofnun ríkisins, Sjómannasamband íslands, Sjóslysanefnd, Skipadeild Samb. ísl. samvinnufélaga, Slysavarnafélag íslands, Stýrimannaskólinn í Reykjavík og Vélskóli íslands. Reiknað er með því, að myndefni það, sem um ræðir, verði notað aðallega með eftirtöldum hætti: 1) í beinum tengslum og til stuðnings við al- menna kennslu í sjómannaskólunum, Stýri- mannaskólanum og Vélskólanum. 2) Á sérstökum endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfandi sjómenn við sjómannaskól- ana. 3) í samkomusölum úti um land, á fundum starfsmanna Slysavarnafélags íslands og Siglingamálastofnunar ríkisins, með sjó- mönnum, björgunarsveitum og slysavarna- fólki, en slíkir fundir eru nú haldnir til þess m.a. að leiðbeina og kynna notkun björg- unar- og öryggistækja. 4) Um borð í íslenskum skipum, þar sem boðin yrðu efnin á myndböndum (video-spólum), en notkun þeirra fer nú mjög vaxandi í íslenskum skipum. Að ósk hinna fjölmörgu hagsmunaaðila, hefur siglingamálastjóri fallist á, að vistun og dreifing myndefnis þessa verði í höndum Siglingamála- stofnunar. Þetta er nefnt hér til þess að sýna fram á, að með sameiginlegu átaki okkar allra, sem 630 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.