Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 24
samkvæmt uppfinningu Sigmunds Jóhannssonar, í 38 af fiskiskipum sínum. Þar er einn búnaður á hverju skipi, nema tvö eru með búnað fyrir tvo gúmmíbjörgunarbáta hvort. í reglunum er hins- vegar gerð krafa um, að allir gúmmíbjörgunarbát ar hvers skips séu með sjósetningarbúnaði. Þegar Siglingamálastofnun ríkisins fór að kvik- mynda þennan sjósetningarbúnað á einu Vest- mannaeyjaskipinu vegna viðbótar í kennslukvik- myndinni, sem sýnd verður hér á eftir, þá komu fram vandkvæði á sjósetningu gúmmíbjörgunar- bátanna, sem ekki hafði orðið vart áður. Átakið, sem þurfti að neyta til að taka í handfangið, reynd- ist meira en svo, að hœgt vceri að sjósetja gúmmi- bátana með þessum búnaði. Þegar þetta varð ljóst, var strax hafist handa við að endurbæta þennan búnað, og hefur því nú verið lokið á öllum Vest- mannaeyjaskipunum, nema einu, fyrir rúmum mánuði síðan. Þetta dæmi sýnir, að varlega verður að fara í breytingar á björgunarbúnaði og þaulrey«e þær lausnir, sem til greina koma, áður en þær eru settar í öll skip. Þar eð nú virðist allt benda til þess, að lausn sé fundin á þessum vanda, er rétt að athuga, hvernig hægt verður að uppfylla kröfur reglnanna, um að slíkur eða álika sjósetningarbúnaður verði settur á alla gúmmíbjörgunarbáta í öllum íslenskum þil- farsfiskiskipum við fyrstu búnaðarskoðun, sem gerð verður eftir 1. mars 1983. Nú hafa 14 eigendur þilfarsfiskiskipa, að Höfn í Hornafirði, pantað þennan sjósetningarbúnað frá framleiðanda í Vestmannaeyjum. Smiðjan í Vestmannaeyjum hefir ennþá ekki fengið fleiri pantanir á þessum búnaði, og hefur ekki fjármagn til að smíða slíkan búnað án pant- ana. Siglingamálastofnunin hefir rætt þetta mál við Vestmannaeyinga til að kanna, hver afkasta- geta smiðjunnar í Vestmannaeyjum gæti mest orð- ið, ef allir starfsmenn smiðjunnar ynnu að þessu verkefni. Endanlegt svar hefir ekki borist ennþá, en allt útlit er fyrir, að þetta gæti verið nálægt þriggja til fjögurra ára verkefni fyrir þá eina. Ef ekki koma fleiri aðilar til, þá er útséð um það, að hægt verði að uppfylla kröfur reglnanna, um að sjósetningarbúnaður verði settur á alla gúmmí- björgunarbáta allra þilfarsfiskiskipa á árinu frá 1. mars 1983 til 1. mars 1984. í reglunum er engin undanþáguheimild frá þessari kröfu, þannig að mikill fjöldi þilfarsfiskiskipa myndi stöðvast á þessu árstímabili, nema framleiðsla sjósetningar- búnaðar yrði hafin víðar en í þessari smiðju í Vest- mannaeyjum. Hinsvegar hefir reynslan þegar sýnt, að mikil vandvirkni í framleiðslu þessa búnaðar, er algert skilyrði. Siglingamálastofnun hefir ekki verið ánægð með festibúnað á reimum, sem halda gúmmíbátahylkj- unum föstum í stólunum. Til að losa hylkin, ef allt annað bregst, þarf að færa til lykkju á krók, sem getur verið mjög torvelt við slæmar aðstæður í sjó- gangi. Þess vegna hefur stofnunin verið að kanna aðra möguleika, og einkanlega hefir komið til tals, að búa gúmmíbjarbátana festingum, með likri læs- ingu, eins og er á flugvélasætaöryggisbeltum, en úr ryðfriu efni og með stærra handfangi. Hér er eitt slíkt belti. Af öðrum nýjum reglum vil ég hér nefna Reglur um vinnuöryggi á fiskiskipum. Síðasttöldu regl- urnar komu út 18. júli 1980. Ekki verður hér timi til að gera þessum reglum nein skil að ráði, en þær hafa verið sérprentaðar í lausblaðakerfi Siglinga- málastofnunar rikisins. Ég vil þó nefna eitt atriði þessara reglna, en það er krafan, um að skuttogar- ar skuli vera búnir vökva- eða rafknúnum skut- rennuloka. Þetta ákvæði var í gildi í eldri reglum fyrir ný skip, en er með þessum reglum látið ná líka til eldri skuttogara. Framkvæmd þessa atriðis hefir valdið nokkrum erfiðleikum í reynd, þegar um eldri skip er að ræða. Að lokum ákvað siglingamálastjóri að veita frest, þeim 37 af 100 skuttogurum, sem enn höfðu ekki slíka skutrennuloka af viðurkenndri 632 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.