Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 14
mæti sjávarafurða jókst á árunum 1979 og 1980 um 27 af hundraði. Við verðum einnig að minnast þess, að öll þessi auknu verðmæti, þau hafa runnið út í þjóðarbúið. Ekkert hefur orðið eftir hjá út- gerðinni eða fiskvinnslunni. Staðreyndin er sú, að við höfum nýtt þetta í það, sem við köllum betri lífskjör, betri afkomu. Þess vegna er 16 af hundr- aði samdráttur í verðmæti sjávarafurða gífurleg blóðtaka og hlýtur fyrst að koma fram hjá þeim sem í framlinunni standa. Ég nefni þetta vegna þess, að mér finnst stund- um lítið gert úr þessum samdrætti. Menn afskrifa hann gjarnan með því að þetta sé engu minni afli en var á árunum 1978 og 1979. í raun og veru hefur þessi samdráttur verið tölu- vert meiri á hvert einstakt skip. í upphafi ársins var áætlað að afkoma minni togaranna, eftir fisk- verðsákvörðun, yrði um 2% í plús. Samkvæmt út- tekt, sem gerð var um mitt árið, hafði afkoman versnað mjög og var þá talin um 20 af hundraði í mínus. Þetta er meiri samdráttur en kemur fram í minna heildarverðmæti sjávarafurða, enda eru skipin orðin fleiri, og því minni afli á hvert skip. Auk þess hefur aflasamsetning verið óhagstæð og á stóran þátt í lélegri afkomu. Eftir þær aðgerðir, sem gripið var til í tengslum við gengisfellinguna, til að koma í veg fyrir stöðv- un útgerðar, áætlar Þjóðhagsstofnun að afkoma minni togara sé um það bil 3 af hundraði í mínus. í þessu sambandi er einnig nauðsynlegt að hafa í huga að hér er um meðaltalsútreikninga að ræða, eins og allir þekkja. í raun og veru er hluti skipa í flotanum með stórum lakari afkomu, en kemur fram í slíkri meðaltalstölu. Sérstaklega á ég þar við nýju skipin, sem eru ákaflega dýr og eru með fjár- magnskostnað, sem er langt umfram það sem ger- ist að meðaltali í flotanum. Að mati Þjóðhags- stofnunar vegur þessi umframkostnaður fjár- magnsins um það bil 4 af hundraði og er þá af- koma annarra minni togara í kringum núllið, ef tekið er tillit til þess. Fiskvinnslan er talin vera með sæmilega af- komu, líklega u.þ.b. 4—5% í plús í frystingu. Framundan er hins vegar fiskverðshækkun og einnig aðgerðir til þess að tryggja viðunandi af- komu útgerðar og fiskvinnslu. Ég vil því leggja á það ríka áherslu, að við núverandi aðstæður er nauðsynlegt að nokkurt borð sé fyrir báru hjá fisk- vinnslunni. Ég sagði áðan að athuganir á því, hvernig tryggður verður grundvöllur útgerðar og fiskvinnslu eru hafnar. Ég sagði einnig að ekki er tímabært að ræða hvernig það verður gert. í raun og veru er þó ekki nema um tvær leiðir að ræða. Önnur er sú, að halda áfram þeirri niður- greiðslu, sem ákveðin var á olíu sem nemur nú 22 af hundraði og að öllum líkindum þyrfti að auka, a.m.k. ef fella á niður olíugjöld, eins og um hefur verið rætt um næstu áramót. Hin leiðin er sú, að stokka upp spilin frá grunni og lagfæra það óhagstæða hlutfall, sem er á milli framleiðslukostnaðar hér á landi og erlendis. Hvort sem verður ofan á um þessi áramót, er það sannfæring min, að ekki verði komist hjá því fyrr eða síðar. Staðreyndin er sú, að orðinn er mikill munur á fiskverði hér á landi og erlendis, og þótt við getum stundað fiskveiðar og gerum það að sumu leyti af meiri hagkvæmni, m.a. vegna meiri afla, heldur en flestar aðrar þjóðir, hygg ég þó að fullyrða megi að sá munur, sem er í dag á fiskverði hér og erlendis, verði ekki borinn til lengdar. Vel getur verið að um næstu áramót verði enn að tjalda til einnar nætur, ef ég má orða það svo, þ.e.a.s. halda áfram ein- hverri millifærslu, en ég legg áherslu á, að tví- mælalaust er nauðsynlegt í náinni framtíð að endurskoða grundvöll okkar sjávarútvegs og þjóðarbús. Fiskveiðistefnan svonefnda er nú til meðferðar, og er þá venjulega átt við stefnuna í sambandi við þorskveiðar. Ég geri ekki ráð fyrir neinum róttæk- um breytingum á þeirri stefnu. Ég hef átt einn fund með fulltrúum hagsmunaaðila um þetta mál og ég hef ekki heyrt tillögur um slikt. Ég mun þó hlusta vandlega á þær hugmyndir sem koma frá Fiski- þingi og öðrum þeim þingum hagsmunasamtaka, sem haldin verða nú á næstu vikum. Ég mun sér- staklega í sambandi við fiskveiðistefnuna skoða allt sem getur orðið til þess að auka gæði, bæði afla og framleiðslu. Mun ég koma að því síðar. í þessu sambandi er jafnframt nauðsynlegt að hafa i huga að fiskveiðilögin eru nú til endurskoð- unar. Ég skipaði nefnd hagsmunaaðila til þess að hefja þá vinnu í upphafi þessa árs. Nefndin hefur sent frá sér drög, sem gera ráð fyrir róttækum breytingum. Þessar hugmyndir verða til umfjöll- unar hér á þinginu og hjá hagsmunaaðilum í haust og munu síðar verða lagðar til grundvallar tillögu, sem ég geri ráð fyrir að leggja fyrir fulltrúa þing- flokkanna. Ég hef gert ráð fyrir því, að með þessi mjög svo viðkvæmu mál verði farið á svipaðan 622 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.