Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 21
Siglingamálastofnun skýrslu um skoðunina, skoð- un vistarvera o.fl. Þá er Siglingamálastofnun ríkisins, samkvæmt lögum, falið að annast framkvæmd alþjóðasam- þykkta um öryggi mannslífa á hafinu, sem ísland er aðili að og gefa út skipsskjöl fyrir íslensk skip samkvæmt þeim. Ennfremur, að annast fram- kvæmd alþjóðahleðslumerkjasamþykkta, sem ís- land er aðili að og ákveða hleðslumerki skipa og gefa út hleðslumerkjaskírteini samkvæmt þeim. Að ákvarða hleðslumerki fyrir fiskiskip eftir nánari reglum, er ráðherra setur. Að fylgjast með rannsókn sjóslysa hjá siglingadómi og sjódómi. Rita umsögn um sjópróf til saksóknara rikisins. Birta niðurstöður rannsókna á sjóslysum árlega eða oftar, þegar sérstök ástæða þykir til, í sam- starfi við rannsóknarnefnd sjóslysa. Þá er Siglingamálastofnun ríkisins falið, sam- kvæmt lögum frá 1970, að annast framkvæmd laga um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu og reglugerða samkvæmt þeim í samræmi við alþjóðasamþykkt um sama efni, sem ísland er aðili að. Vegna mengunarvarna á sjó, hefur Siglinga- málastofnun ríkisins yfir að ráða nokkrum búnaði, sem ávallt er ætlað að vera tiltækur. Er þar um að ræða olíuvarnar- og flotgirðingar og dælubúnað til að ná upp olíu af sjávarfleti o.fl. Þá hefur stofnun- in einnig haldið námskeið til þjálfunar starfs- manna olíufélaga og hafna á landinu, þannig að til sé nokkur hópur manna, sem þekki til nauðsyn- legra aðgerða, ef oliuslys verða. Siðar hafa komið til fleiri alþjóðasamþykktir, er varða mengun sjávar, m.a. um losun efna í hafið og um mengun hafsins frá landi. Um síðasttalda atriðið gildir svonefnd Parísarsamþykkt, Samning- ur um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum, en með lögum frá 18. maí 1981 er siglingamála- stjóra falið að annast eftirlit með framkvæmd þess samnings. Þá er Siglingamálastofnuninni falið að annast framkvæmd laga og reglna um mælingu skipa, svo og mál, er varða alþjóðasamþykkt um mælingu skipa. Ennfremur að annast framkvæmd laga um skráningu skipa. Annast skýrslugerð um íslenskan skipastól. Gefa árlega út skrá yfir íslensk skip, miðað við 1. janúar ár hvert, og aukaskrá, ef þörf krefur. Þar skal og birta skrá yfir einkaleyfisnöfn skipa, skip í smíðum, skip, sem felld hafa verið niður af skipaskrá á árinu, og annan gagnlegan fróðleik um íslenskan skipastól. Þá er Siglingamálastofnun ríkisins falið að ann- ast, af íslands hálfu, samstarf við alþjóðastofnanir varðandi þau mál, sem eru i verkahring stofnunar- innar. Þar er aðallega um að ræða IMCO, nú IMO, sem er Alþjóðasiglingamálastofnun Samein- uðu þjóðanna, með aðalstöðvar i London. Norðurlandasamstarf er einnig töluvert að því er varðar öryggi á sjó o.fl. Má þar nefna samnorræna rannsókn og þróun björgunarbúnaðar skipa, um hávaða og titring í skipum, um samnorrænar regl- ur um smíði, gerð og búnað skemmtibáta, og nú síðast, norðurlandasamstarf á vegum NORD- FORSK um þróun og viðurkenningu á björgunar- búningum til skipa. Nýtt verkefni er köfun, sem falið var Siglinga- málastofnun ríkisins árið 1979 með lögum og regl- um um kafarastörf. Að lokum er svo stofnuninni, með lögunum frá 1970, falið að annast mál, er varða siglingalög og sjómannalög, að því leyti, sem þau varða skrán- ingu skipa, skip og búnað þeirra, siglingaöryggi og önnur mál, sem ráðuneytið kann að fela stofnun- inni, varðandi siglingar og áhafnir skipa. Af þessari upptalningu má ljóst vera, að Sigl- ingamálastofnun ríkisins gegnir mjög mikilvægu hlutverki í íslenskum sjávarútvegi og siglingum, en mikilvægasti kjarni þessara verkefna eru öryggis- mál íslenskra sjófarenda. Að lítt athuguðu máli mætti ætla, að ávallt væri búið vel að þessari stofnun fjárhagslega, þannig að hún geti rækt vel skyldur þær, sem henni er falið samkvæmt gild- andi lögum. Því miður er þessu ekki svo farið. Stofnunin hefur þó, á þessu ári, flutt í nýinnréttað skrifstofuhúsnæði. Þótt ennþá sé það ekki fullfrá- gengið, þá er það þó mikil framför frá því þrönga og úrelta húsnæði, sem stofnunin hafði haft til umráða í nokkra áratugi. Hinsvegar hefur, einkan- lega á síðustu árum, verið svo harkalega skorið niður rekstrarfé og fjárfestingarfé stofnunarinnar til reksturs hennar, að ár frá ári hefur orðið að draga úr starfseminni. Lítið hefur stoðað, að bent er á þau verkefni, sem lög mæla um, að stofnunin framkvæmi. Eftirlits- og skoðunarferðir hefir orðið að takmarka, vegna þess að ekki er til rekstrarfé til að greiða ferðakostnað. í dag er ástandið þannig, að stofnunin er stórskuldug og hefir ekkert handbært fé til rekstrar. Ógreiddir símareikningar hafa safnast saman, og í síðustu ÆGIR —629
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.