Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 55

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 55
síðuhólf með geil á milli fyrir blóðgunaraðstöðu. Á framangreindum langþiljum eru op til að hleypa í rennur. Fjögur blóðgunarker eru framan við fisk- móttöku og er fiskurinn fluttur með færiböndum frá blóðgunarrennum í kerin. Framan við blóðg- unarkerin eru aðgerðarborð og undir þeim slóg- stokkur fyrir úrgang. Eftir aðgerð flyzt fiskurinn með færibandi að þvottavél frá Skeide og þaðan með færibandi að fiskilúgum. Fyrir karfa er sér- stakt færiband, sem flytur frá fiskmóttöku og inn á færiband sem flytur að þvottavél. Öll færibönd eru vökvaknúin. í skipinu er ísvél frá Finsam af gerð VIP 10 IMS, afköst 10 tonn á sólarhring. ísvélin er framarlega á vinnuþilfari, b.b.-megin, og framan við hana er ís- geymsla. Loft og siður vinnuþilfars eru einangruð með 100 mm glerull og klætt með vatnsþéttum kross- viði. Fiskilest: Lestarými skiptist annars vegar í 255 m3 kælilest (möguleiki á frystingu) og hins vegar 35 m3 frysti- lest fremst. Kælilest er útbúin fyrir geymslu á fiski i kössum, 70 1 kassar. Lestar eru einangraðar með 200 mm glerull og klæddar með 25 mm tréklæðn- ingu með glertrefjahúð. Kæling er með kælileiðsl- um í lofti lesta og eru kæliafköst miðuð við -f- 25° C hitastig í kæli- og frystilest. Eitt lestarop (2100 x 1600 mm) er aftarlega á lest með álhlera á karmi, sem búin er fiskilúgu, en auk þess eru þrjár fiskilúgur á kælilest og ein á frysti- lest. Á efra þilfari, upp af lestarlúgu á neðra þil- fari, er samsvarandi losunarlúga með stálhlera slétt við þilfar. Fyrir affermingu á kassafiski er krani. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lág- þrýstikerfi) frá Kaarbos Mek. Verksted A/S og er um að ræða tvær togvindur, þrjár grandaravindur, tvær bobbingavindur, tvær hífingavindur og akk- erisvindu. Annar vindu- og losunarbúnaður eru tvær rafdrifnar kapstanvindur frá Georg Eides og vökvaknúinn Hiab krani. Framarlega á togþilfari, aftan við hvalbak, eru tvær togvindur (splitvindur) af gerð TUD-11.6- 380-145. Hvor vinda er búin einni tromlu (500 mm0 x 1250 mm0 x 1450 mm), sem tekur um 870 faðma af 3 'A“ vír, og er knúin af einum Norwinch M 380 vökvaþrýstimótor (tveggja hraða) um gír. Togátak vindu á miðja tromlu (825 mm0) er 7.4 t og tilsvarandi dráttarhraði 89 m/mín, miðað við lægra hraðastig. Fremst á togþilfari eru þrjár grandaravindur af gerð SVS5-380-50, tvær með einni tromlu (550 mm0 x 1000 mm0 x 500 mm) en ein með tveimur tromlum, togátak á tóma tromlu 5.3 t og tilsvar- andi dráttarhraði 40 m/mín. Til að draga bobbingalengjuna fram eru tvær bobbingavindur, framan við togvindurnar, af gerð SVS4-110-30, togátak á tóma tromlu 4 t og tilsvar- andi dráttarhraði 57 m/mín. Á hvalbaksþilfari, aftan við brú, eru tvær híf- ingavindur af gerð GV10-140-50, hvor búin einni tromlu (400 mm0 x 700 mm0 x 500 mm), togátak á tóma tromlu 10 t og tilsvarandi dráttarhraði 26 m/mín. Fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu eru tvær raf- knúnar kapstanvindur, s.b,- og b.b.-megin við skutrennu, togátak 2.3 t og tilsvarandi dráttar- hraði 20 m/mín. Á framlengdu hvalbaksþilfari, s.b.-megin, er losunarkrani frá Hiab af gerð 1165. Framarlega á hvalbaksþilfari er akkerisvinda af gerð 1AS-204-24K2 með tveimur keðjuskífum (önnur útkúplanleg) og tveimur koppum. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.: Ratsjár: Tvær Furno FRM 60, 64 sml. Seguláttaviti: H. Iversens. Neptun, spegiláttaviti í þaki. Gyroáttaviti: Anschutz, Standard 4. Sjálfstýring: Anschutz. Vegmælir: Sagem LHS. Örbylgjumiðunarstöð: Taiyo TD-C576. Loran: Tveir Epsco C-Nav-XL, ásamt C-Plot-2 skrifara. Dýptarmælir: Elac, LAZ 72, með 30 KHz botnspegli og DSG-8 botnstækkun. Dýptarmælir: Elac, LAZ 72, með 50 KHz botnspegli. Fisksjá: Elac, LAZ 62, með DSG 2. Fisksjá: Simrad, CF 100, litafisksjá. Talstöð: Dancom RT 102, 400 W SSB. Örbylgjustöð: ITT Marine, STR 25. Örbylgjustöð: ITT Marine, STR 24S (duplex). Örbylgjustöð: ITT Marine, STR 12. Sjóhitamælir: Örtölvutækni. Auk ofangreindra tækja er kallkerfi frá Phonico Framhald á bls. 659. ÆGIR — 663
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.