Ægir - 01.12.1982, Side 55
síðuhólf með geil á milli fyrir blóðgunaraðstöðu.
Á framangreindum langþiljum eru op til að hleypa
í rennur. Fjögur blóðgunarker eru framan við fisk-
móttöku og er fiskurinn fluttur með færiböndum
frá blóðgunarrennum í kerin. Framan við blóðg-
unarkerin eru aðgerðarborð og undir þeim slóg-
stokkur fyrir úrgang. Eftir aðgerð flyzt fiskurinn
með færibandi að þvottavél frá Skeide og þaðan
með færibandi að fiskilúgum. Fyrir karfa er sér-
stakt færiband, sem flytur frá fiskmóttöku og inn
á færiband sem flytur að þvottavél. Öll færibönd
eru vökvaknúin.
í skipinu er ísvél frá Finsam af gerð VIP 10 IMS,
afköst 10 tonn á sólarhring. ísvélin er framarlega á
vinnuþilfari, b.b.-megin, og framan við hana er ís-
geymsla.
Loft og siður vinnuþilfars eru einangruð með
100 mm glerull og klætt með vatnsþéttum kross-
viði.
Fiskilest:
Lestarými skiptist annars vegar í 255 m3 kælilest
(möguleiki á frystingu) og hins vegar 35 m3 frysti-
lest fremst. Kælilest er útbúin fyrir geymslu á fiski
i kössum, 70 1 kassar. Lestar eru einangraðar með
200 mm glerull og klæddar með 25 mm tréklæðn-
ingu með glertrefjahúð. Kæling er með kælileiðsl-
um í lofti lesta og eru kæliafköst miðuð við
-f- 25° C hitastig í kæli- og frystilest.
Eitt lestarop (2100 x 1600 mm) er aftarlega á lest
með álhlera á karmi, sem búin er fiskilúgu, en auk
þess eru þrjár fiskilúgur á kælilest og ein á frysti-
lest. Á efra þilfari, upp af lestarlúgu á neðra þil-
fari, er samsvarandi losunarlúga með stálhlera slétt
við þilfar. Fyrir affermingu á kassafiski er krani.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lág-
þrýstikerfi) frá Kaarbos Mek. Verksted A/S og er
um að ræða tvær togvindur, þrjár grandaravindur,
tvær bobbingavindur, tvær hífingavindur og akk-
erisvindu. Annar vindu- og losunarbúnaður eru
tvær rafdrifnar kapstanvindur frá Georg Eides og
vökvaknúinn Hiab krani.
Framarlega á togþilfari, aftan við hvalbak, eru
tvær togvindur (splitvindur) af gerð TUD-11.6-
380-145. Hvor vinda er búin einni tromlu (500
mm0 x 1250 mm0 x 1450 mm), sem tekur um 870
faðma af 3 'A“ vír, og er knúin af einum Norwinch
M 380 vökvaþrýstimótor (tveggja hraða) um gír.
Togátak vindu á miðja tromlu (825 mm0) er 7.4 t
og tilsvarandi dráttarhraði 89 m/mín, miðað við
lægra hraðastig.
Fremst á togþilfari eru þrjár grandaravindur af
gerð SVS5-380-50, tvær með einni tromlu (550
mm0 x 1000 mm0 x 500 mm) en ein með tveimur
tromlum, togátak á tóma tromlu 5.3 t og tilsvar-
andi dráttarhraði 40 m/mín.
Til að draga bobbingalengjuna fram eru tvær
bobbingavindur, framan við togvindurnar, af gerð
SVS4-110-30, togátak á tóma tromlu 4 t og tilsvar-
andi dráttarhraði 57 m/mín.
Á hvalbaksþilfari, aftan við brú, eru tvær híf-
ingavindur af gerð GV10-140-50, hvor búin einni
tromlu (400 mm0 x 700 mm0 x 500 mm), togátak á
tóma tromlu 10 t og tilsvarandi dráttarhraði 26
m/mín.
Fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu eru tvær raf-
knúnar kapstanvindur, s.b,- og b.b.-megin við
skutrennu, togátak 2.3 t og tilsvarandi dráttar-
hraði 20 m/mín.
Á framlengdu hvalbaksþilfari, s.b.-megin, er
losunarkrani frá Hiab af gerð 1165.
Framarlega á hvalbaksþilfari er akkerisvinda af
gerð 1AS-204-24K2 með tveimur keðjuskífum
(önnur útkúplanleg) og tveimur koppum.
Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.:
Ratsjár: Tvær Furno FRM 60, 64 sml.
Seguláttaviti: H. Iversens. Neptun, spegiláttaviti
í þaki.
Gyroáttaviti: Anschutz, Standard 4.
Sjálfstýring: Anschutz.
Vegmælir: Sagem LHS.
Örbylgjumiðunarstöð: Taiyo TD-C576.
Loran: Tveir Epsco C-Nav-XL, ásamt C-Plot-2
skrifara.
Dýptarmælir: Elac, LAZ 72, með 30 KHz
botnspegli og DSG-8 botnstækkun.
Dýptarmælir: Elac, LAZ 72, með 50 KHz
botnspegli.
Fisksjá: Elac, LAZ 62, með DSG 2.
Fisksjá: Simrad, CF 100, litafisksjá.
Talstöð: Dancom RT 102, 400 W SSB.
Örbylgjustöð: ITT Marine, STR 25.
Örbylgjustöð: ITT Marine, STR 24S (duplex).
Örbylgjustöð: ITT Marine, STR 12.
Sjóhitamælir: Örtölvutækni.
Auk ofangreindra tækja er kallkerfi frá Phonico
Framhald á bls. 659.
ÆGIR — 663