Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 13

Ægir - 01.12.1982, Blaðsíða 13
þeim tíma, þegar ástand hennar er slíkt, að hún er ill nothæf til að framleiða góða og seljanlega vöru. Mikinn hluta þess vanda sem við blasir í sjávar- útvegi og öðrum atvinnugreinum, má samt rekja til þróunar efnahagsmála hér innanlands undanfarin mörg ár, hátt verðbólgustig sem að miklum hluta stafar af því verð- og kauptryggingakerfi sem við höfum fjötrað okkur í. Við erum búin að loka okkur inni í vitahring, sem við verðum að komast út úr, ef vel á að fara og ef við eigum að ná valdi og tökum á þessu sjálfskaparvíti, sem stefnir okkur í vaxandi óefni. Taprekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið geigvænlegur. Ráðstafanir þær, sem gerðar voru í ágúst s.l. náðu of skammt. Stöðvun veiðiflotans lýsti örvæntingu manna, sem sáu fram á gjaldþrot með áframhaldandi taprekstri. Stjórn- völd viðurkenna þessa staðreynd og leita leiða til úrbóta. Gengisbreyting er nauðsynlegt bráða- birgðaúrræði á meðan verðtryggð verðbólga geis- ar, en er í sjálfu sér ekki varanlegt úrræði, þegar í kjölfarið fylgja verðtryggðar hækkanir allra kostnaðarliða atvinnurekstursins. Því er oft haldið fram, að verðbólga sé betri en atvinnuleysi, en eru þetta valkostir? Ég held ekki. Ástæðan er einfaldlega sú, að ástand eins og það sem hér hefur ríkt undanfarið, og ef ekki finns bót á, mun óhjákvæmilega leiða til stöðvunar atvinnu- reksturs og þar með til atvinnuleysis. Þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur hafa minnkað á þessu ári og útlit er fyrir að svo haldi áfram á næsta ári a.m.k. Þetta þýðir í raun lakari lífskjör allra þegna þjóðfélagsins. Á þessu ráðum við ekki bót með því að krefjast fleiri en smærri króna í launaumslögin. Ég hefi dregið upp alldökka mynd af ástandinu, en sennilega ekki dekkri en ástæða er til. Blikur eru á lofti á erlendum mörkuðum vegna óhagstæðrar efnahagsþróunar þar. Þeim erfiðleikum munum við eiga þeim mun erfiðar að mæta sem meira ólag ríkir i okkar eigin húsi. Þessi mál verða mjög til umræðu á þessu þingi. Til lausnar vandans verða allir að taka höndum saman, stjórnvöld, atvinnurekendur og launþegar. Ég ber fram þá ósk, að í umfjöllun okkar á þessu þingi, berum við gæfu til að leggja okkar að mörkum til að leita leiða, sem að gagni mega komi í þessu efni. Undirstaðan er traust, gjöful fiskimið og aðrar náttúruauðlindir. Byggingin er hinsvegar ótraust og þarf að styrkja. 41. Fiskiþing er sett. 0- Avarp Steingríms Hermannssonar sj ávarútvegsráðherra Fiskimálastjóri, góðir fulltrúar á Fiskiþingi og gestir. Ég þigg með ánægju boð fiskimálastjóra að ávarpa ykkur. Þetta Fiskiþing kemur saman við töluvert aðrar að- stæður heldur en voru þegar ég ávarpaði ykkur i fyrra. Að vísu hafði þá borið á nokkrum afla- bresti á loðnuveiðum en ekki reynt á það til fulln- ustu, fyrr en nokkru síðar. Ég hygg að á því þingi hafi engan grunað, að aflabresturinn yrði svo mik- ill sem raun ber vitni, engin loðnuveiði á þessu ári, né að þorskafli yrði líklega 80—90 þús. lestum minni heldur en ráð var fyrir gert. Við getum því tekið undir það sem kom fram hjá fiskimálastjóra, að tímar eru alvarlegir, og ekki aðeins fyrir íslensk- an sjávarútveg, heldur einnig fyrir íslenskt þjóðar- bú, því svo nátengt er þetta tvennt, íslenskur sjáv- arútvegur og íslenskt þjóðarbú. Ég þarf ekki að rekja hér þær aðgerðir, sem til var gripið til þess að ekki stöðvuðust veiðar. Ég vil hins vegar nefna, að nú eru framundan ákvarðanir til að tryggja að útgerð haldi áfram. Á sjávarútvegi munum við byggja enn um langan aldur, íslend- ingar. Verður því ekki hjá því komist að tryggja bæði útgerð og fiskvinnslu sæmilegan rekstrar- grundvöll. Viðræður við hagsmunaaðila eru að hefjast þessa dagana. Það er ekki rétt hjá mér að spá allt of miklu um það, sem þar verður ákveðið, eða stjórnvöld grípa síðar til. Hins vegar þlasir sú mynd við, að afli hefur dregist saman og verðmæti sjávarafurða munu að öllum líkindum dragast saman u.þ.b. 16% frá því í fyrra. Það er að vísu rétt að þetta er ekki meiri samdráttur en svo að afli á botnfiskveiðum er svipaður og árin 1978 og 1979. En menn verða hins vegar að gæta þess, að verð- ÆGIR —621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.