Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 10
SJÁVARÚTVEGURINN + SJÁVARÚTVEGURINN + SJÁVARÚTVEGU útgerðar Árin 1982 og 1983 eru verstu ár varðandi afkomu útgerðar á íslandi frá því farið var að gera heildar- yfirlit yfir afkomu flotans. Endanlegt uppgjör vegna ársins 1982 liggur fyrir og er niðurstaðan eftirfarandi fyrir bolfiskveiðiflotann: Tap í hlutfalli við tekjur Bátaránloðnu ......................... -21,1% Minni skuttogarar ................ -21,5% Stærri skuttogarar ............... -21,0% Samtals........................... -21,3% Það athyglisverða við framangreindar tölur er, að þær sýna rekstrarniðurstöðu eins mesta aflaárs, sem íslendingar hafa upplifað hvað bolfisk snertir. Að vt'su dróst þorskaflinn saman úr 460 þúsund tonnum árið 1981 í 382 þúsund tonn 1982 en var samt annar mesti þorskafli, sem íslendingar hafa fengið frá upp- hafi. Ástæðan fyrir þessari lélegu afkomu árið 1982 má m.a. rekja til þess að við ákvörðun á rekstarskil- yrðum ársins, sem tekin var í upphafi árs, þá var miðað við aflamagn ársins 1981 og tekjurflotans áætl- aðar út frá því. Þessi aðferð hafði verið notuð um árabil og bein- línis ekki komið að sök þar sem lengi vel hafði ársafl- inn aukist ár frá ári. Hins vegar höfðu fulltrúar L. í. Ú. í Verðlagsráði jafnan lagst gegn henni og lagt á það ríka áherslu að í stað afla nýliðins árs yrði tekið með- altal t.d. þriggja síðastliðinna ára til þess að draga úr óeðlilegum sveiflum í afkomu flotans og ítrekað bent á þá staðreynd að á þann hátt væri grundvöllur til þess að unnt væri að safna fé í fyrirtækjunum ef afli færi fram úr meðaltali, til þess að unnt væri að mæta áföllum vegna aflabrests þegar hann kæmi. Strax í upphafi árs 1982 kom í ljós að varnaöarorö L.Í.Ú. áttu við full rök að styðjast, því samdráttur1 afla kom strax fram. Ekki skal rakið hér frekaf hvernig ástand var á því ári, niðurstaðan varð sú sern hér er frá greint að framan, meiri taprekstur en nokkru sinni áður. Þegar rekstrarskilyrði útgerðarinnar fyrir árið 1983 voru ákveðin um áramótin 1982 og 1983 var em' notuð sú aðferð að miða tekjuhlið útgerðarinnar við afla ársins sem var að líða. Þetta var gert þrátt fyrir að sífellt dró úr þorskafla síðari hluta ársins 1982 og fu" ástæða til að ætla að framhald yrði á þeirri þróun og þorskaflinn á árinu 1983 yrði enn minni en 1982. Miðað við aflaforsendur 1982 og framreikning a afkomu útgerðarinnar frá 1981 (reikningar fyrir 1982 lágu ekki fyrir þá) var staða útgerðarinnar álitin eftif' farandi í árslok 1982. Tap aftekjum Bátar án loðnuveiða .................... -14,1% Minni skuttogarar ...................... -13,8% Stærri skuttogarar ..................... -21,3% Samtals................................. -14,7% (Ath. hér er um töiur Þjóðhagsstofnunar að ræða, augljést er að staðan var mun lakari þegar litið er til uppgjörs ársii,s frá sömu stofnun sem sýnir21% jafnaðartap.) Á þessum grunni og miðað við 690 þúsund tonru' bolfiskafla var fiskverð hækkað um áramótin tim 14%. Ennfremur lágur fyrir fyrirheit frá ríkisstjórn- inni um eftirtalin atriði: 1. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir samþykkt laga um eftirfarandi atriði: a) Olíugjald verði framlengt óbreytt árið 1983 (7%)' - ði b) Olíusjóð fiskiskipa til niðurgreiðslu á olíuver til fiskiskipa, sem fjármagnaður verði með 4 0 útflutningsgjaldi af sjávarafurðaframleiðsl11 ársins. 2. Olíuniðurgreiðsla til fiskiskipa verði 35% af ol,u verði á árinu 1983. 3. Ríkisstjórnin mun tryggja niðurfellingu á stimp1 gjöldum og lántökugjöldum af skuldbreytingal311, um útgerðar og endurgreiðslu slysatrygging3 Ágúst Einarsson: Alkoma 1983 178-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.