Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 14
Jón Reynir Magnússon: Fiskmjölsfram- leiðslan 1983 Fiskmjölsframleiðslan var rúmum 17.000 tonnum meiri 1983 en á árinu á undan, eða 67.320 tonn á móti rúmum 50.000 tonnum 1982. Þrátt fyrir talsverða aukningu á milli ára telst framleiðslan 1983 lítil og verður að fara aftur til ársins 1971 til að finna álíka ársframleiðslu. Skipting framleiðslunnar er þannig: tonn: Þorskmjöl ..................... 32.774 Karfamjöl ...................... 9.416 Loðnumjöl ..................... 21.482 Síldarmjöl...................... 2.295 Spærlings- og kolmunnamjöl 1.353 Samtals: 67.320 Ef þessar tölur eru bornar saman við sambærilegar tölur fyrir 1982 er samanlögð framleiðsla á öðru mjöli en loðnumjöli nánast sú sama, svo að framleiðslu- aukninguna á milli ára má rekja til loðnumjölsfram- leiðslunnar. Eftir októberleiðangur fiskifræðinga var ákveðið að leyfa veiðar á 375.000 tonnum af loðnu úr hrygn- ingarárgangi 1983-1984, en árgangurinn á undan var alveg friðaður. Loðnuveiðar hófust í byrjun nóvem- ber og veiddust 133.217 tonn fram að áramótum. Útflutningur fiskmjöls á árinu 1983 var aðeins rúm 46.000 tonn eða um 20.000 tonnum minni en 1982 og þarf að leita aftur til ársins 1969 til að finna sambæri- lega tölu. Ástæður fyrir svo litlum útflutningi voru litlar birgðir í ársbyrjun, lítil heildarframleiðsla og sú að loðnuframleiðslan kom inn á síðustu tvo mánuði ársins. Vegna mikillar óvissu um það hvort loðnuveiðar yrðu heimilaðar eða ekki haustið 1983, áttu engar fyrirframsölur á loðnumjöli sér stað. Þetta kom sér mjög illa þar sem verð á mjöli var mjög hátt í október en byrjaði að lækka um það leyti er loðnuveiðar voru heimilaðar. Vegna þessa var erfitt að selja mjölið eins og alltaf er í fallandi markaði. Birgðir urðu því miklar í árslok eða 19.716 tonn, sem er nálægt 30% af árs- framleiðslunni og er það óvenju hátt hlutfall. Skipting útflutnings eftir viðskiptalöndum var þannig: tonn: Bretland ...................... 12.833 Finnland ...................... 11.936 V-Þýskaland .................... 8.219 Frakkland ...................... 3.665 Pólland......................... 2.848 Belgía ......................... 2.762 Danmörk ........................ 2.224 ísrael ........................... 697 Holland .......................... 500 Sviss ............................ 192 Ghana ............................. 76 Portúgal .......................... 60 Samtals: 46.012 Verð á fiskmjöli var $ 7,0-7,15 c.i.f. á eggjahvítu- einingu á hvert tonn í byrjun ársins. Verðið fór hægt niður er leið á árið og var komið í $ 6,45-6,50 í júní- Úr því fór verðið hægt upp á við og var í ágúst um $ 6,90. í byrjun september, þegar sojauppskeran í Banda- ríkjunum var kunngerð, hækkaði verðið snögglega og fór yfir $ 8,00 í október en fór síðan hægt lækkandi og var $ 7,60-7,80 í lok ársins. Það verð, sem hér er nefnt á fyrst og fremst við um mjöl frá N-Evrópu og það verð fylgir ekki alltaf skráða verðinu á Hamborgarmarkaði, sem er að mestu á mjöli frá S-Ameríku. Línuritið, sem hér fylgir og sýnir verðbreytingar á Hamborgarmarkaði sýnir hækkun í lok ársins og er það í ósamræmi við verð á mjöli frá N-Evrópu. Orsökina fyrir þessum sveiflum má fyrst og fremst rekja til verðlags á sojamjöli og fréttir af uppskeru- bresti í Bandaríkjunum urðu til þess að sojaafurð- irnar hækkuðu og fiskmjölsverðið fylgdi á eftir. JafU' framt þessu minnkaði eftirspurn á fiskmjöli til muna vegna þessa háa verðs og kaupendur drógu úr fisk' mjölsnotkun sinni í fóðurblöndurnar. Jafnfram1 þessu fór verð á sojamjölinu lækkandi og Perú fór að framleiða talsvert mjöl að nýju eftir áfallið, sem þelf urðu fyrir af völdum „E1 Nino“. Framleiðsla helstu útflutningslandanna (lön 182-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.