Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1984, Side 14

Ægir - 01.04.1984, Side 14
Jón Reynir Magnússon: Fiskmjölsfram- leiðslan 1983 Fiskmjölsframleiðslan var rúmum 17.000 tonnum meiri 1983 en á árinu á undan, eða 67.320 tonn á móti rúmum 50.000 tonnum 1982. Þrátt fyrir talsverða aukningu á milli ára telst framleiðslan 1983 lítil og verður að fara aftur til ársins 1971 til að finna álíka ársframleiðslu. Skipting framleiðslunnar er þannig: tonn: Þorskmjöl ..................... 32.774 Karfamjöl ...................... 9.416 Loðnumjöl ..................... 21.482 Síldarmjöl...................... 2.295 Spærlings- og kolmunnamjöl 1.353 Samtals: 67.320 Ef þessar tölur eru bornar saman við sambærilegar tölur fyrir 1982 er samanlögð framleiðsla á öðru mjöli en loðnumjöli nánast sú sama, svo að framleiðslu- aukninguna á milli ára má rekja til loðnumjölsfram- leiðslunnar. Eftir októberleiðangur fiskifræðinga var ákveðið að leyfa veiðar á 375.000 tonnum af loðnu úr hrygn- ingarárgangi 1983-1984, en árgangurinn á undan var alveg friðaður. Loðnuveiðar hófust í byrjun nóvem- ber og veiddust 133.217 tonn fram að áramótum. Útflutningur fiskmjöls á árinu 1983 var aðeins rúm 46.000 tonn eða um 20.000 tonnum minni en 1982 og þarf að leita aftur til ársins 1969 til að finna sambæri- lega tölu. Ástæður fyrir svo litlum útflutningi voru litlar birgðir í ársbyrjun, lítil heildarframleiðsla og sú að loðnuframleiðslan kom inn á síðustu tvo mánuði ársins. Vegna mikillar óvissu um það hvort loðnuveiðar yrðu heimilaðar eða ekki haustið 1983, áttu engar fyrirframsölur á loðnumjöli sér stað. Þetta kom sér mjög illa þar sem verð á mjöli var mjög hátt í október en byrjaði að lækka um það leyti er loðnuveiðar voru heimilaðar. Vegna þessa var erfitt að selja mjölið eins og alltaf er í fallandi markaði. Birgðir urðu því miklar í árslok eða 19.716 tonn, sem er nálægt 30% af árs- framleiðslunni og er það óvenju hátt hlutfall. Skipting útflutnings eftir viðskiptalöndum var þannig: tonn: Bretland ...................... 12.833 Finnland ...................... 11.936 V-Þýskaland .................... 8.219 Frakkland ...................... 3.665 Pólland......................... 2.848 Belgía ......................... 2.762 Danmörk ........................ 2.224 ísrael ........................... 697 Holland .......................... 500 Sviss ............................ 192 Ghana ............................. 76 Portúgal .......................... 60 Samtals: 46.012 Verð á fiskmjöli var $ 7,0-7,15 c.i.f. á eggjahvítu- einingu á hvert tonn í byrjun ársins. Verðið fór hægt niður er leið á árið og var komið í $ 6,45-6,50 í júní- Úr því fór verðið hægt upp á við og var í ágúst um $ 6,90. í byrjun september, þegar sojauppskeran í Banda- ríkjunum var kunngerð, hækkaði verðið snögglega og fór yfir $ 8,00 í október en fór síðan hægt lækkandi og var $ 7,60-7,80 í lok ársins. Það verð, sem hér er nefnt á fyrst og fremst við um mjöl frá N-Evrópu og það verð fylgir ekki alltaf skráða verðinu á Hamborgarmarkaði, sem er að mestu á mjöli frá S-Ameríku. Línuritið, sem hér fylgir og sýnir verðbreytingar á Hamborgarmarkaði sýnir hækkun í lok ársins og er það í ósamræmi við verð á mjöli frá N-Evrópu. Orsökina fyrir þessum sveiflum má fyrst og fremst rekja til verðlags á sojamjöli og fréttir af uppskeru- bresti í Bandaríkjunum urðu til þess að sojaafurð- irnar hækkuðu og fiskmjölsverðið fylgdi á eftir. JafU' framt þessu minnkaði eftirspurn á fiskmjöli til muna vegna þessa háa verðs og kaupendur drógu úr fisk' mjölsnotkun sinni í fóðurblöndurnar. Jafnfram1 þessu fór verð á sojamjölinu lækkandi og Perú fór að framleiða talsvert mjöl að nýju eftir áfallið, sem þelf urðu fyrir af völdum „E1 Nino“. Framleiðsla helstu útflutningslandanna (lön 182-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.