Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 13
Aflaforsendur 1984 og ákvörðun um kvóta á bolfisk- Veiðiskip og fiskveiðistefnu ársins 1984. Þegar líða tók á árið 1983 varð ljóst að samdráttur 1 þorskafla yrði meiri á árinu en svartsýnustu menn höfðu spáð. Ennfremur kom fram á aðalfundi L.Í.Ú. er haldinn var í. byrjun nóvember, það álit fiskifræð- 'nga að takmarka þyrfti þorskaflann við 200 þúsund lestir á árinu 1984 til þess að stofninn næði að stækka a ný. Þetta var dökk mynd og uggvænlegri en nokkurn hafði órað fyrir. Það er breitt bil milli þess þorskafla sem veiddist á árinu 1981 sem var 460 þúsund tonn og þeirra 200 þu Und tonna sem fiskifræðingar lögðu til í skýrslu sinni. Miklar umræður urðu á aðalfundi L.Í.Ú. um Vernig haga bæri veiðunum á árinu 1984 og hvernig ^sta ætti þeim gífurlega aflasamdrætti sem fram- Ur>dan væri. Eitt er víst að flestir voru sammála um að skrapdagakerfið hefði gengið sér til húðar enda ekki ^takmarkað hægt að beina sókn flota okkar í aðrar Þsktegundir. Þiiðurstaða þessarar umræðu varð sú að samþykkt Var að kanna hvort ekki væri unnt að setja kvóta á a'lan botnfisk á árinu 1984. A fiskiþingi sem haldið var skömmu síðar var einnig samþykkt að setja kvóta á allan bolfisk á árinu 84 og miða kvóta hvers skips við afla s.l. þriggja ara, og var samþykkt Fiskiþings staðfest af 9 manna kvi °tanefnd sem kosin var á aðalfundi LÍÚ 1983. í árslok 1983 lágu fyrir eftirfarandi staðreyndir: Bolfiskafli á íslandsmiðum hafði verið á árinu 599 þúsund tonn og þar af þorskur 294 þúsund tonn og hafði þorskur ekki verið minni áður, ef undanskilin eru árin 1947 og 1948. Ennfremur lá fyrir endanleg ákvörðun um aflamark fyrir bolfisk á árinu 1984, það er 524 þúsund tonn og þar af 220 þúsund tonn af þorski. Horfur um afkomu útgerðarinnar á árinu 1984 voru því dökkar í upphafi ársins og ljóst að grípa þyrfti til viðamikilla aðgerða á árinu til þess að gera þennan aflasamdrátt léttbærari en ella. I þessari grein hef ég ekki fjallað ítarlega um afkomu einstakra greina útgerðarinnar heldur reynt að rekja í stórum dráttum hvernig jafnt og þétt hefur hallað undan fæti varðandi afkomu útgerðarinnar á s.l. árum. Sú dökka mynd af afkomu útgerðarinnar á síðast- liðnum árum ber þess tæpast vott að eðlilegur og sjálf- sagður skilningur sé á því að útgerð þurfi að bera sig á íslandi. Þegar vel aflast þá er afraksturinn hirtur þannig að lítið eða ekkert er skilið eftir í fyrirtækjunum og þegar á bjátar, þá eru fyrirtækin látin mæta því með því að éta upp sitt takmarkaða eigið fé og safna skuldum sem koma til með að fjötra þau niður í kom- andi framtíð. ÆGIR-181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.