Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 58

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 58
(140 KVA), 3 x230 V, 50 Hz. Við b.b.-vélinaer vara- dæla fyrir vindur skipsins af gerðinni Allweiler SNH 940. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord, gerð I-155-2ESG, hámarks snúningavægi 2400 kpm. í skipinu er ein Alfa Laval skilvinda af gerð MAB 103B 24, fyrir gasolíu. í skipinu er ein rafdrifin ræsi- loftþjappa frá J P Sauer & Sohn af gerð WP 18L-100, afköst 18 m3/klst við 30 kp/cm2 þrýsting. Fyrir véla- rúm og loftnotkun véla er einn rafdrifinn blásari frá Nyborg, afköst 11000 m3/klst. Rafkerfi skipsins er 220 V riðstraumur fyrir alla notendur. Rafala er ekki mögulegt að samkeyra. í skipinu er 380 V landtenging. Tankmælikerfi er frá Peilo Teknikk, áflestur í vélarreisn. íbúðir eru hitaðar upp með rafmagnsofnum. Fyrir neyzluvatn er 3001 hitakútur með 5 KW rafelementi. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásara, fyrir innblástur er einn blásari 2100 m3/klst. Fyrir hrein- lætiskerfi eru tvö vatnsþrýstikerfi, annað frá Jarlsö Fabrikker (sjókerfi) með 1001 geymi og hitt frá Bryne Mek. Verksted (ferskvatnskerfi) með 1501 geymi. Fyrir lágþrýstivindubúnað skipsins er vökvaþrýsti- kerfi með þremur áðurnefndum dælum, drifnar af aðalvél um deiligír, og einni varadælu á annarri hjálparvél. Auk þess eru tvær rafdrifnar Norwinch SH 4A vökvadælusamstæður. Fyrir krana er sjálfstætt rafknúið vökvaþrýstikerfi og sömuleiðis fyrir kapal- vindu. Fyrirfiskilúgu,skutrennuhliðo.fl. ersjálfstætt rafknúið vökvaþrýstikerfi, tvær 90 1/mín dælur knúnar af 29 KW rafmótorum. Stýrisvél er búin einni rafdrifinni vökvaþrýstidælu. Fyrir lestarkælingu er ein rafdrifin kæliþjappa, kælimiðill Freon 12. Fyrir matvælageymslu er sjálf- stætt kælikerfi, Bitzer II L kæliþjappa, kælimiðill Freon 22. íbúðir: Undir neðra þilfari, í framskipi, eru fimm 2ja manna klefar. Á neðra þilfari, s.b.-megin, eru fremst þrír 2ja manna klefar, matvælageymsla, og aftast snyrting með tveimur salernisklefum og sturtuklefa. Fremst b.b.-megin er einn 2ja manna klefi, þá borð- salur, eldhús ásamt kæli og frysti fyrir matvæli og setustofa aftast. Aftast í íbúðarými, fyrir miðju, er vélarreisn. Sjóklæðageymsla, s.b.-megin, tengir íbúðarými við vinnuþilfar. í þilfarshúsi á efra þilfari er skipstjóraklefi, klefi 1 vélstjóra, salernisklefi og sturtuklefi. Útveggir og loft í íbúðum er einangrað með glerull og klætt með plasthúðuðum spónaplötum. Vinnuþilfar: Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu og veitir aðgang að fjórskiptri fiskmóttöku, aftast a vinnuþilfari. Skutrennu er lokað með hliði sem fellt er niður í skutrennu. Framan við fiskmóttöku eru þrju tvískipt blóðgunarker með hallandi botni. Par framan við eru þrjú aðgerðarborð og undir þeim slógstokkur. þversum yfir skip, fyrir úrgang. Eftir aðgerð flytzt fiskurinn með færibandi, þverskips, að forþvottakeri og síðan að þvottavél frá Skeide, og þaðan með færi- bandi að lestarlúgu. Fyrir karfa er sérstakt færiband sem flytur frá fiskmóttöku, milli blóðgunarkera, að þverskipsfæribandi. Öll færibönd eru rafknúin. Loft og síður vinnuþilfars er einangrað með glerull og klætt með vatnsþéttum krossviði. Fremri hluti vinnuþilfars er búinn fyrir geymslu a fiski í kössum. Rýmið er einangrað með glerull og viðarklædd, og er búið kælingu. Fiskilest: Fiskilest er um 300 m3 að stærð og er útbúin fyrir geymslu á fiski í kössum, 901 kassar. Lestin er einang- ruð fyrir -h28°C hitastig miðað við +30°C útihita. Lestin er einangruð með glerull og klædd með 3/4" viðarklæðningu með trefjaplasthúð (polyester). Kæl- ing er í lest með kælileiðslum í lofti lestar. í lest er færiband til flutnings á fiski. Tvö lestarop eru á lest með álhlerum á körmum sem búnir eru fiskilúgum. Á efra þilfari, upp af lestar- lúgum á neðra þilfari, eru samsvarandi losunarlúgut með stálhlerum á körmum. Fyrir affermingu á kassa- fiski er krani. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþrýsti- kerfi) frá Kaarbps Mek. Verksted A/S (Norwinch) og er um að ræða tvær togvindur, eina akkeris- og grand- aravindu, eina hífingavindu, flotvörpuvindu og tvær kapstanvindur. Auk þess er vökvaknúin hjálparvinda og kapalvinda frá Brattvaag og losunarkrani fra Atlas. Framantil á togþilfari, aftan við hvalbak, eru tv$r togvindur af gerð TUD-11.6-380-145. Hvor vinda er búin einni tromlu (500 m0 x 1250 mm" x 1450 mw)’ sem tekur um 900 faðma af 3 1/4“ vír, og er knúin af einum Norwinch M 380 vökvaþrýstimótor um g,r 226-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.