Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 26
Taflal. Próun hringormasýkingar þorsks á íslandsmiðum %-sýking Meðalfj. hringorma Tími Selorms- Anisakis- íþorski (selorms- og Heimildir sýnatöku lirfur lirfur Anisakis-lirfur) Kahl 1939** 1937-38 9,4 8,6 - Cutting& Burgess 1960*** ... 1957-58 31,2 1,5 Platt 1975 1973 55 76 4,8 Jónbjörn Pálsson 1975 a 1973 72,1 48,3 7,1 (6,1 + 1,0)**** Erlingur Hauksson 1984 a 1980-81 70,6 39,5 9,6(8,6+1,0)**** * Tölur Kahl, Cuttings og Burgess eru úr Platt (1975, tafla 5). ** Birtir ekki upplýsingar um fjölda hringorma. * * * Aðgreindu ekki selorms- og Anisakis-Ynfur. **** Fremri talan er meðalfjöldi selormslirfa, en sú aftari meðalfjöldi Anasakis- lirfa. sýkingu þorsks á Islandsmiðum eru bornar saman, kemur í ljós að hringormur í þorski hefur farið vax- andi á síðustu 45 árum. (Tafla 1). Fjöldi hringorma í kg þorskflaka, sem unnin er í frystingu hefur einnig aukist verulega á síðustu 25 árum (Halldór Bernódus- son 1983). Sýking sjávarspendýra af P. decipiens hefur verið könnuð á nokkrum svæðum í Norður-Atlantshafi. Við austurströnd Kanada, reyndust vera að meðaltali 20 selormar í maga landsela og 100 í maga útsela, er þetta var kannað á árunum 1948-1956. Einn kyn- þroska selormur fannst í maga einnar hnísu, en alls voru athuguð 150 dýr. Hnísa er því ekki talin mikil- vægur lokahýsill fyrir selorminn (Scott & Fisher 1958 a og b). Við síðari könnun, sem fór fram við Nova Scotia 1975-1978, voru að meðaltali 62 selormar í meltingarvegi landsela og 577 í meltingarvegi útsela. Reyndust selirnir sýktastir síðla sumars og fullorðin dýr voru mun sýktari en kópar og ókynþroska selir (McClelland 1980 c). Við Bretlandseyjar kannaði P.C. Young (1972) hringormasýkingu sjávarspendýra. Aðeins selir voru sýktir af P. decipiens svo nokkru næmi. í einum búrhval fannst 1 kynþroska selormur. Alls voru 20 hvalir athugaðir. Útselir voru sýktari en landselir; 2- 179 selormar/dýr á móti 0,8-1,0 selormi/dýr, að með- altali. Við Noregsstrendur (vestan við eyjuna Vega) hefur hringormasýking útsela verið könnuð. Reynd- ust að meðaltali 2005 ormar í maga selanna. 94% þeirra reyndust vera P. decipiens kynþroska ormar og lirfur (Benjaminsen et. al. 1977). Hér við ströndina höfðu nokkrir selir verið kann- aðir með tilliti til hringormasýkingar, áður en hring- ormanefnd tók til starfa. P. decipiens reyndist al- gengasti hringormurinn í meltingarvegi sela hér- Útselir voru sýktari en landselir; 188 kynþroska P- decipiens í maga hvers útsels á móti 30 í landselsmaga að meðaltali. Fæðuval selanna virtist hafa mikil áhrif á hringormasýkingu þeirra. Þeir selir sem höfðu étið þorsk voru mun sýktari af P. decipiens en þeir sem höfðu aðra fæðu í maganum. (Jónbjörn Pálsson 1977). Bráðabirgðaniðurstöður könnunar höfunda a hringormasýkingu sela hér við land 1979-1982, benda til þess að það séu um 150 selormar í landsel, en um og yfir 600 í útsel. Samband selormasýkingar fiska og sela Við strendur Kanada leiddu rannsóknir þegar í ljoS (um 1960), að samhengi var á milli fjölda og út- breiðslu sela og hringormasýkingar i fiski. Virtust ferðir sela til og frá strandsvæðum hafa áhrif á sýkingu fiska á svæðunum. Auk þess kom í ljós að útselir voru aðaldreifendur selormsins, en landselir skiptu minna máli í þessu tilliti. Göngur vöðusela upp að ströndinn1 virtust einnig hafa áhrif til aukningar á selormasýk' ingu fiska. (Scott & Fisher 1958 b; Scott & Blac^ 1960; Mansfield 1966; Wiles 1968). Samskonar samhengi kom í ljós við athuganir a hringormasýkingu fiska og selafjölda við Brut( landseyjar (Rae 1972). P.C. Young (1972) gerðl 194-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.