Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 54

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 54
LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð Nr. 144 um breyting á reglugerð nr. 44 8. febrúar 1984, um stiórn botnfiskveiða 1984 1. gr. Við 9. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: . Samráðsnefnd sbr. 2. mgr. 16. gr. er heimilt að víkja frá ofangreindum ákvæðum um mörkun veiðisvæða telji nefndin það nauðsynlegt vegna sérstöðu veiðiskips. 2. gr. Eftir 1. mgr. 11. gr. komi ný málsgrein er orðist svo: Ný skip og skip, sem orðið hafa á eigendaskipti á árinu 1983 skulu fá reiknað aflamark í samræmi við veiðar þeirra, sbr. 6.-10. gr., þann tíma, sem þau hafa verið í eigu nýrra aðila, enda hafi þessir aðilar gert skipin út í 5 mánuði eða lengur á árinu 1983. Útgerðum þessara skipa skal síðan gef- inn kostur á að velja um það aflamark eða meðalaflamark samkvæmt 1. mgr. 11. gr. 3. gr. Eftir 1. mgr. 12. gr. komi þrjárnýjarmálsgreinarerorðist svo: Útgerðir skipa, sem flokkuð eru samkvæmt 2. og 3. tl. a liðar 6. gr. skal þó ekki gefinn kostur á vali samkvæmt 1. mgr. enda þótt skipstjóraskipti hafi orðið á skipinu á árinu 1983. Heimilt er að gefa útgerð, sem úrelt hefur skip á árunum 1982 eða 1983, kost á að velja aflamark sbr. 6.-10. gr., sem úrelt skip hefði fengið, fyrir skip, sem útgerð hefur hafið rekstur á eftir úreldingu fyrra skips en þó fyrir 1. janúar 1984. Sama gildir um útgerð, sem hefur hafið rekstur á skipi á árinu 1983, enda þótt fyrra skip þeirrar útgerðar sé nú í eign og rekstri annarra aðila. Ofangreind heimild til viðmið- unar við aflamark skipa er bundin því skilyrði, að hin nýju skip séu afkastameiri eða sambærileg við fyrri skip sömu útgerðar að dómi samráðsnefndar sbr. 2. mgr. 16. gr. Hafi skipstjóraskipti á árinu 1983 orðið með þeim hætti, að skipstjóri, sem fram að skiptum hafði stýrt sama skipi samfellt á viðmiðunartímabilinu sbr. 6. gr., tekur við öðru sambærilegu skipi í 3. stærðarflokki eða stærra sbr. 9. gr. og meirhluti áhafnar flyst með honum, skal heimilt, auk vals sbr. 1. mgr., að gefa kost á því að aflamark á skipinu, sem skipstjóri tekur við, miðist við aflareynslu áhafnarinnar á fyrra skipinu. 4. gr. Við 13. gr. bætist nýr liður svohljóðandi: 4. Heimilt er að sameina tímabilin 1. maí til 31. ágúst og 1. september til 31. desember, sbr. 1. mgr. 11. gr., í eitt tímabil, þannig að nota má úthaldsdaga beggja tímabila samfellt hvenær sem er frá 1. maí til 31. desember 1984. 5. gr. Við 1. mgr. 17. gr. bætist eftirfarandi: Eftirfarandi fisktegundir teljast ekki hluti af aflamarki skips: Steinbítur, veiddur á línu frá 1. janúar til 30. apríl 1984, grálúða veidd á línu frá 1. júní þar til öðruvísi verður ákveðið, þó ekki lengur en til 31. ágúst 1984 og skarkoh veiddur í dragnót frá 1. júní til 31. desember 1984. 6. gr. Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 1- mgr. 18. gr. laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiði- landhelgi íslands, sbr. 4. gr. laga nr. 82 28. desember 1984- Með mál út af brotum skal farið áð hætti opinberra mála. 7. gr. 6 Ql Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands, sbr. lóg nr. 82 28. desember 1983, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli- Sjávarútvegsráðuneytið, 16. mars 1984. Halldór Ásgrímsson. Jón L. Arnalds. Reglugerð ^ 773 um sérstök línu- og netasvæði út af Suð- vesturlandi og Faxaflóa Á tímabiiinu frá og með 5. apríl til og með 15. maí eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á svæð1; sem að sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísand1 270° frá Stafnesvita í punkt 63°58’3 N, 23°40’5 V og þaðan 1 eftirgreinda punkta: a) 64°04’9 N, 23°45’0 V. b) 64°04’9 N, 23°42’0 V. c) 64°20’0 N, 23°42’0 V og þaðan í 90° réttvísandi. r 2-gr' -10«4 A tímabilinu frá og með 5. apríl til og með 15. mai eru allar veiðar með botn- og flotvörpu bannaðar á svsð1’ sem markast af línum, sem dregnar eru á milli eftirgreindr3 punkta: a) 63°10’0 N, 22°00’0 V. b) 63°25’3 N, 22°00’0 V. c) 63°33’7 N, 23°03’0 V. 222-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.