Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 37

Ægir - 01.04.1984, Blaðsíða 37
nagli og síðan 1V5 faðmur af silki-vír, því tennur há- nierinnar klippa allt tóg. Þá kom aftur sigurnagli og S|ðan tóg upp í sigurnagla neðan í belgnum. Yfirleitt var legið yfir línunni og hún ekki látin ’8gja lengi. Línan var alltaf tekin með í land. En hverju skyldu þeir hafa beitt? Aðallega var n°tuð síld. Hún var höfð heil. Teknar voru 2 til 3 s‘ldar og pípuhreinsarar þræddir í gegnum augun og P®r síðan festar þannig að þær huldu krókinn. Einnig Var fest um sporð þeirra til að halda þeim saman. Ef ekki fékkst síld þá beittu þeir smáum þorski. Smár rauðrnagi þótti samt besta beitan, en hann fékkst ekki a þessum árstíma. Sumir frystu þá á vorin og notuðu S|ðan sem beitu á haustin og var þeim beitt í heilu lagi. Pegar línan var dregin var hnakkabólið tekið, sett ast, drekinn keyrður laus og síðan tekin um borð á andafli. Sfðan voru bólin tekin hvert af öðru og alltaf Var hægt að sjá ef hámeri var á, því þá fór viðkomandi ból í kaf. Ef hámeri var á, þá var höfð tilbúin ífæra. Um leið °§ trýnið á henni kom upp úr sjólokunum var ífæran Seit upp f hana og niður úr innan við neðri tanngarða, (1g síðan hert vel upp. Hún var síðan skotin með tndabyssu miðja vegu milli augna og trýnis. Ef °tið var á réttan stað, lamaðist hámerin í nokkrar ttttnútur. Sumir stungu hana. Aðrir reyndu að rota 'ana með misjöfnum árangri. Síðan var hún blóðguð a s*ðunni og látið blæða í sjóinn. Ekki þýddi að inn- ytoa hámerina strax, því þá var eins og blæðingin stöðvaðist. Síðan var keðja þrædd með ífærunni og hámerin st a lunninguna með henni, ífæran losuð og höfð til- nin í næstu hámeri ef fleiri voru á. fil að innbyrða hámerina hafði hann tvískorna a ,u í miðju mastri, og hífði hann hámerina vel hálfa nPP úr sjó. t>á var báturinn á lunningu. Síðan setti ^ann bragð utanum hana og hertist það um sporð ennar þegar slakað var, og þannig var hægt að ná ■ enni tinbyrðis. Batt hann síðan sporðana upp á stýr- us °g fram á kappann og víxlaði þeim þannig, og Var það víst furðuleg sigling til að sjá. n lítum nú á háttalag dýrsins við veiðarnar, en það j^.r mjög misjafnt. Þær yngri voru mun sprækari. Jófluðust þær fram og til baka og stundum stukku ®r upp, þannig að þær hreinsuðu sig alveg. Þegar fór jj. óraga af þeim fóru þær með bólið í kaf og voru þá J ar að sprengja sig. Þær eldri voru mun rólegri og le^u synt rólega í hringi með bólið í kafi. Yfirleitt tók gft tíma að eiga við þær. Hegðunin fór líka mikið lr því hvernig þær tóku krókinn. Ef þær gleyptu hann, þá trylltust þær yfirleitt af sársauka og voru fljótar að sprengja sig. Þó hámeri tæki krókinn naumt, þá hélt hann alltaf. Einkennandi var, að ef hann sá hámerina með berum augum, þá tók hún aldrei. Og annað var líka áhuga- vert. Eftir að hámeri hafði verið blóðguð þá synti oft hópur af dýrum undir bátnum hring eftir hring og snéru þá hliðinni upp, en þær snertu ekki dauðu skepnuna og ekki tóku þær agn sem fyrir þær var beitt. En yfir höfuð fannst honum hámerin vera frekar fælin. Þessar hámerar, sem þeir voru að veiða voru upp í 3 metra langar, 120-200 kíló, en einstaka þyngri. Nú skulum við líta á verkun og markað á þessum tíma. Skrápurinn á dýrinu varð að vera óskaddaður svo fullt verð fengist. Hann var víst notaður í hand- töskur kvenna og ýmsa álíka muni, og var sá dílótti sennilega eftirsóttastur. Hámerin var rist frá gotrauf og framúr. Hausinn skorin rétt aftan við augu og rist ofan við tálkn og einnig var kviðarholið skorið af. Með því að skera hana á þennan hátt varð svírinn á hámerinni eins og nautssvíri á að líta. Mjög matlegur. Síðan voru bægsli söguð af við skrokk og einnig blöðkurnar á sporðin- um. Þá var hámerin hengd upp á sporðinum og heil- fryst. Síðan var hún sveipuð pappír og fiskstrigi þar utanum og þannig var hún flutt út í heilu lagi. Sam- bandið sá um þá hlið málsins. Kjötið var notað til manneldis og þótti mjög ljúf- fengt, einna líkast túnfiski, en þó mýkra. Norðmenn segja það einna helst líkjast ungkálfa kjöti bæði að lit og bragði. Amoníaksbragð, sem er í öllum háffisk- um, hverfur algjörlega við létta suðu og má þá gera hvað sem er við kjötið. Þetta þótti mjög ljúffengur matur. Besti markaður á þessum árum var á Ítalíu. Hámeraveiðar hættu hér á landi í kringum 1965. Þá féll verðið á henni. Sennilega vegna offramboðs. En eitt verðum við að skoða. Ef mikið veiddist á einum bletti, þá var eins og hann hreinsaðist upp og fékkst þá lítið á honum haustið eftir. Var eins og dýrin forðuðust þess staði, og áberandi lengur af straum- lítið var á þeim. Vildu sjómenn kenna um dauðum dýrum sem lágu í botni og fældu frá, sennilega vegna gasmyndunar. En nú skulum við skella okkur með í einn hámera- róður. Haustið 1962 stundaði faðir minn þessar veiðar eins og ég hef áður sagt. Ótíð var, en hann var að fá eitt og tvö stykki þegar gaf. Hann hékk því á ÆGIR - 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.