Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Síða 12

Ægir - 01.11.1984, Síða 12
lélega ástands þorskstofnsins vildu menn reyna þessa leiðtil að ná betri stjórntökum og meiri hagkvæmni í veiðum, meðferð afla og vinnslu. Á næstu dögum munu þeir, sem um þessa kerfis- breytingu báðu, segja frá reynslu sinni af kvótanum, kostum hans og göllum. Eitt eru flestir sammála um, að framkvæmdin hefur gengið von- um framar og allir vonum við að hið lélega ástand þorskstofns- ins og fleiri tegunda, breytist og batni svo hægt verði að létta þeim hömlum sem þetta kerfi leggur á menn svo þeir geti á eðlilegan hátt tekið þátt í þessum atvinnu- vegi til vinnings. Afkoma sjávarútvegs, veiða og vinnslu, hefur verið viðfangsefni Fiskiþinga um langa tíð. í álykt- unum þeim sem Fiskiþing hafa látið frá sér fara í þessum efnum, hefur hvað mest verið fjallað um verðbólguna og þann vanda sem stöðug eða vaxandi verðbólga hefur í för með sér. Seinlega hefur gengið að vekja athygli stjórn- enda þjóðarinnar á þeim vanda og skaða sem vaxandi verðbólga hefur á vöxt og viðgang atvinnu- veganna. Meðan markaðir voru hag- stæðir, verðlag hækkandi og batnandi hagur viðskiptaþjóða gat tekið hærra vöruverði, var vandinn að nokkru falinn, þar sem hann-var fluttur út á markað- ina. Hagstæð verðþróun sefaði vandann í vitund ráðamanna. Þegar stöðvun varð á vexti þjóð- artekna aðal markaðslandanna, sátum við uppi með vandann sem skýrari staðreynd en áður. Vöxtur verðbólguhraðans var orðinn sá að einskis mátti láta ófreistað til að hægja á honum. Það var afrek er þjóðinni tókst að færa verðbólguhraðann úr 130 stigum í 15-18 stig á rúmu ári. Ekki verður framhjá því gengið að þetta hafði í för með sér ýmsa röskun sem ekki verður hér um rætt eða hvernig við hefur verið brugðist, en stöðugleiki íverðlagi er frumforsenda þess að við getum rekið útflutningsverslun með eðlilegum hætti og byggt upp atvinnuvegina á þann veg að viðunandi geti talist. Áætlanir þær sem Þjóðhags- stofnun hefir látið frá sér fara, benda til þess að um 2% tap séá fiskvinnslu miðað við það sem beinn framleiðslukostnaður hefif í för með sér. Þegar sú tala er fengin, er ekki tekinn með $a aukni vaxtakostnaður sem tap- rekstur undangengis tíma hefur i för með sér. Hér er um verulegar upphæðir að ræða, sem óhjá- kvæmilega eru kostnaðarauki og ber að meta til verðs þegar afkoma atvinnuvegarins er metin. Hallarekstur og aukin birgðasöfnun, vegna söluerfið- leika, hefir haft í för með sér stór- aukna greiðsluerf iðleika fyr'r' tækja. Þá hefur og aukið á erfið- leikana að vegna stöðu á besta markaði frystra afurða hafa vinnslufyrirtækin orðið að minnkaframleiðslu þeirra pakkn- inga sem mest hafa gefið af sérog færa til annarra, sem minna hafa gefið. Þegar litið er á tölur Þjóð- hagsstofnunar finnst mér rétt að geta þess, að hún metur end- ingartíma fasteigna til 50 ára og véla og tækja til 8 ára. Að flestra áliti er hér um of langan end- ingartíma að ræða, því sé nefnd áætlun að þessu leyti vanreiknuð- Ég ætla ekki að leggja mat á þa

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.