Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 20
Þótt útlitið varðandi ýsustofn- inn virðist þannig ekki eins dökkt og aflaminnkun gæti gefið til kynna, standast spár frá í fyrra um þróun afla og stofnstærðar ekki óbreyttar lengur vegna áður- nefnds ofmats á yngri árgöngum. Nú er talið að hrygningarstofn og heildarstofn hafi verið ofmetnir sem svarar til tölu á bilinu 15— 20%. Ástæður þessa ofmats eru eftir- farandi: Árgangurinn frá 1980 var ofmetinn í fyrra og talinn vera töluvert yfir meðalárgang að stærð. Þá var um nokkurt ofmat á árganginum frá 1979 að ræða en það kemur meira á óvart þar sem sá fiskur kom inn í veiðina í fyrra sem fjögurra ára og þar með talið að um stærð hans lægi nokkuð haldbær vitneskja. 1.2. Árgangaskipan Árgangurinn frá 1975 (9 ára) sem var nokkuð undir meðallagi er nú því sem næst úr sögunni, en hlutur hans var 2% í afla. Stóri árgangurinn frá 1976 (8 ára) var sem áður sagði um 35% af afla. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hann fari mjög þverrandi og verði um 15% í afla hvað þunga varðar en innan við 10% í fjölda. Árgangurinn frá 1977 (7 ára) er nú talinn nokkuð yfir meðalár- gang og hefur mat á honum heldur færst niður þar sem hann skilaði sér inn í veiðina í nokkuð minna mæli í ár heldur en 76 árgangurinn, en ífyrra voru þessir árgangar nær jafnir að fjölda í veiði. Árgangurinn t'rá 1978 (6 ára) var 24% í veiði og er talinn vera nokkuð undir meðalárgangi. Hlutur fimm ára fisks frá 1979 virðist ekki meira en 6% í veiði. Það hlutfall bendir til smæsta ár- gangs sem sést hefur í veiðinni um áratuga skeið. Þar sem þetta hlutfall hans í afla bendir til árgangsstærðar sem er svo langt fyrir neðan allt sem áður hefur þekkst, hefur við framreikninga verið gert ráð fyrir að hann eigi enn eftir að skila sér og hlutur hans í veiði næsta árs verið sett 13%. Þrátt fyrir slíka bjartsýni er árgangurinn samt metinn mjög lítill. Stærðarmat á 1980 árgang- inum (4 ára) er nú meðalárgangur og er um leið það bjartasta sem er í sjónmáli af árgöngum ýsustofns- ins þótt vonir um hann hafi brugðist að töluverðu leyti sem áður sagði. Skal þá vikið að væntanlegum nýliðum sem enn eruekki komnir inn í veiði. Samkvæmt athugun- um, óháðar veiðum, er 1981 árgangurinn (3 ára) talinn frekar lélegur og árgangurinn frá 1982 (2 ára) mjög lélegur. Seiðaathug- anir benda til þess að árgangarnir frá 1983 og 1984 séu skárri, þó sérstaklega árgangurinn frá í ár. 1.3. Tillögur um afíahámark 1985 Reiknuð hafa verið útáhrif mis- munandi ársafla á ýsustofninn í nánustu framtíð. Þessir fram- reikningar eru byggðir á þeim forsendum um árgangastærðir og nýliðun sem nefndir hafa verið að framan og meðalnýliðun eftir þetta ár og hefur V.P. greiningin verið notuð við útreikningana. (Tafla 1.) Þegar áhrif mismunandi afla á ýsustofninum eins og hann er nú talinn en tekin með í reikninginn, kemur í Ijós, að hrygningarstofn- inn minnkaróhjákvæmilega tölu- vert á næstu árum, jafnvel þótt farið sé niður í mjög lítinn afla, en það er í samræmi við fyrri spár. Með óbreyttri sókn á næsta ári er áætlað að hinn veiðanlegi stofn eins og hann er metinn nú muni gefa af sér 45 þús. tonn. Hafrannsóknastofnunin leggur því til að ýsuafli á næsta ári verði 45 þús. tonn. Tafla 7. Áætlun um stærð heildarstofns ýsu 1985-1987 við mismunandi ársafla (þús. tonna). Ár ársafli ársafli ársafli 50 45 40 1985 .... 225 225 225 1986 .... 225 230 235 1987 .... 230 240 250 Áætlun um stærð hrygingarstofns ýsu 1985-1987 við mismunandi ársafla (þús. tonna). 1985 .. 180 180 180 1986 . . 140 145 150 1987 . . 130 140 150 I. Þorskur l.l. Ástand stofnsins Það er alkunná að eftir góðærið í þorskveiðunum árin 1980 og 1981 hefur afli og stofn farið hraðminnkandi og var afli á síð- astliðnu ári tæp 300 þús. tonn og þarf að far allt aftur til áranna 1947 og 1948 til að finna svo lágar aflatölur á þorski (1. mynd)- Mat Hafrannsóknastofnunar- innar síðastliðíð haust sem bygg1 var á niðurstöðum V.P. grein- ingar og samanburði á niður- stöðum úr stofnmælingarleið- öngrum með botnvörpu í septem- ber 1982 og 1983 gáfu til kynna að stærð heildarstofnsins í árs- byrjun 1984 myndi vera 113° þús. tonn og stærð hrygningar- stofns 300 þús. tonn. Á þessum forsendum lagði Hafrannsókna- stofnunin til, að þorskafli 1984 yrði takmarkaður við 200 þú5- tonn. Þessar tillögur, svo og léleg veiði á árinu 1983, áttu eflaus1 mestan þátt í því, að sett var a þessu ári í fyrsta sinn í sögu þorsk' veiðanna við ísland, aflamark a þorsk og reyndar fleiri botnfiska- I upphafi árs var aflamark þetta sett við 220 þús. tonn, en me endurskoðun og lagfæringum 532-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.