Ægir - 01.11.1984, Side 26
Grímur Valdimarsson:
Starfsemi Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins 1984
síðan aftur fyrir sig í kar, sem er
mannhæðar hátt, ætti að heyra
fortíðinni til. Ýmsa hráefnisgalla
má einnig rekja til þess er menn
verða að standa í eins konarfjöl-
bragðaglímu við fiskinn til að ná
að slægja hann.
Forseti, góðir þingfulltrúar
Eins og flestum ykkar er kunn-
ugt á Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins fimmtíu ára afmæli á
þessu ári. Hefur þessara tíma-
móta í sögu stofnunarinnar verið
minnst með ýmsum hætti. í
tengslum við sjávarútvegssýning-
una í Laugadal, bauðstofnunin til
svokallaðrar námsstefnu að Hótel
Loftleiðum 23.-24. september.
Umræðuefnið var hráefnismeð-
höndlun um borð ífiskiskipum og
rafeindatækni í fiskiðnaði. Auk
innlendra fyrirlesara var þremur
erlendum vísindamönnum boðið
að flytja erindi. Námsstefnan
þótti takast vel, en erindin, sem
flutt voru á ensku, verða gefin út í
bókarformi. Fiskifélagið léði
okkur bróðurpartinn af 8. tölu-
blaði Ægis til birtingar á ítarlegri
ritgerð um sögu stofnunarinnar
eftir Pál Ólafsson efnafræðing.
Þá gáfu samtök útgerðar og fisk-
vinnslu, sem aðild eiga að ráð-
gjafanefnd R.f., stofnuninni veg-
lega gjöf, myndbandstæki, sem
vafalaust á eftir að koma í góðar
þarfir. Vil ég nota þetta tækifæri
til að færa öllum þessum aðilum
þakkir fyrir velvild og hlýhug í
garð stofnunarinnar.
Ég ætla ekki í þessu stutta
erindi að reyna að gera starfsemi
stofnunarinnar tæmandi skil, en
drepa á nokkur þau mál sem ég
vænti að ykkur þyki hvað mark-
verðust.
Á þessu ári hefur veruleg
áhersla verið lögð á rannsóknir
sem miða að bættri meðhöndlun
afla um borð í fiskiskipum. Þótt
ýmislegt hafi áunnist í þessum
efnum á síðustu áratugum þá er
enn eftir miklum verðmætum að
slægjast á þeim vettvangi. Ég
minni á umræður um of langan
togtíma, ranga blóðgun og slæg-
ingu, vanísun, lélegan fiskþvott,
of langan geymslutíma fyrir
vinnslu, að ekki sé minnst á neta-
fiskinn margumtalaða. Það er
sama hve mikilli tækni erbeittvið
vinnsluna, gallað hráefni verður
aldrei að þeirri úrvalsvöru sem
við viljum að sé aðalsmerki
íslenskra sjávarafurða. Góð
vinnuaðstaða um borð í fiski-
skipum hlýtur að vera ein höfuð-
forsendan fyrir góðri meðhöndl-
un aflans og að frágangur hans
gangi greiðlega fyrirsig. Óhætter
að fullyrða að víða er alvarleg
brotalöm í þessu efni. Má reyndar
furðu gegna, að jafnvel á nýtísku
skipum er oft eins og kastað hafi
verið til höndunum um hönnun
á aðgerðarfyrirkomulagi.
Sú bakraun og þær tafir sem til
dæmis fylgja því að beygja sig
niður eftir hverjum fiski og kasta
Mismunandi aðferðir við
blóðgun og slægingu
Fræðslumynd sjávarútvegs-
ráðuneytisins „Fagur fiskur úr
sjó" vakti deilur um það, hvernig
eigi að blóðga og slægja bolfisk.
Að tilhlutan ráðuneytisins gerði
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarí ns
umfangsmikla úttekt á því hvaða
áhrif mismunandi aðferðir við
blóðgun og slægingu hefðu a
gæði afurða, bæði ferskra, frystra
og saltaðra. Þessum tilraunum er
nú lokið og eru niðurstöðurnar
birtar í þessu blaði. Einkum
þrjú atriði voru rannsökuð. I
fyrsta lagi áhrif þess að blóðga lif-
andi fisk miðað við dauðan, 1
öðru lagi áhrif vatnsmeðhöndl-
unar og í þriðja lagi áhrif þess að
slægja ekki fyrr en fiskinum hefur
blætt út, samanborið við að
blóðga og slægja í einni aðgerð.
Af þessum þremur atriðum hafði
dauðblóðgun lang afdrifarfkust
áhrif á afurðagæðin eins og
vænta mátti. Sem dæmi má nefna
aðhæstfóru 98.4% lifandi blóðg-
aða fisksins í fyrsta flokk, sam-
kvæmt ferskfiskmati, miðað við
aðeíns 28.8% þess dauðblóðg-
aða. Það kom á óvart hve áhrit
þess að láta fiskinum blæða i ó
mínúturí rennandi sjóvoru mikil-
Gagnstætt því sem oft hefut
heyrst haldið fram, voru áhrit
vatnsmeðhöndlunar mest til bota
fyrir fisk sem var lifandi blóðgað-
ur. Miðað við ferskfiskmat hækk-
aði matsprósentan á lifanoi
blóðguðum fiski úr52.2% ífyrsta
flokk upp í 98.4% við það eitt að
nota sjó. Þá kom skýrt fram a
538 - ÆGIR