Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 26
Grímur Valdimarsson: Starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 1984 síðan aftur fyrir sig í kar, sem er mannhæðar hátt, ætti að heyra fortíðinni til. Ýmsa hráefnisgalla má einnig rekja til þess er menn verða að standa í eins konarfjöl- bragðaglímu við fiskinn til að ná að slægja hann. Forseti, góðir þingfulltrúar Eins og flestum ykkar er kunn- ugt á Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Hefur þessara tíma- móta í sögu stofnunarinnar verið minnst með ýmsum hætti. í tengslum við sjávarútvegssýning- una í Laugadal, bauðstofnunin til svokallaðrar námsstefnu að Hótel Loftleiðum 23.-24. september. Umræðuefnið var hráefnismeð- höndlun um borð ífiskiskipum og rafeindatækni í fiskiðnaði. Auk innlendra fyrirlesara var þremur erlendum vísindamönnum boðið að flytja erindi. Námsstefnan þótti takast vel, en erindin, sem flutt voru á ensku, verða gefin út í bókarformi. Fiskifélagið léði okkur bróðurpartinn af 8. tölu- blaði Ægis til birtingar á ítarlegri ritgerð um sögu stofnunarinnar eftir Pál Ólafsson efnafræðing. Þá gáfu samtök útgerðar og fisk- vinnslu, sem aðild eiga að ráð- gjafanefnd R.f., stofnuninni veg- lega gjöf, myndbandstæki, sem vafalaust á eftir að koma í góðar þarfir. Vil ég nota þetta tækifæri til að færa öllum þessum aðilum þakkir fyrir velvild og hlýhug í garð stofnunarinnar. Ég ætla ekki í þessu stutta erindi að reyna að gera starfsemi stofnunarinnar tæmandi skil, en drepa á nokkur þau mál sem ég vænti að ykkur þyki hvað mark- verðust. Á þessu ári hefur veruleg áhersla verið lögð á rannsóknir sem miða að bættri meðhöndlun afla um borð í fiskiskipum. Þótt ýmislegt hafi áunnist í þessum efnum á síðustu áratugum þá er enn eftir miklum verðmætum að slægjast á þeim vettvangi. Ég minni á umræður um of langan togtíma, ranga blóðgun og slæg- ingu, vanísun, lélegan fiskþvott, of langan geymslutíma fyrir vinnslu, að ekki sé minnst á neta- fiskinn margumtalaða. Það er sama hve mikilli tækni erbeittvið vinnsluna, gallað hráefni verður aldrei að þeirri úrvalsvöru sem við viljum að sé aðalsmerki íslenskra sjávarafurða. Góð vinnuaðstaða um borð í fiski- skipum hlýtur að vera ein höfuð- forsendan fyrir góðri meðhöndl- un aflans og að frágangur hans gangi greiðlega fyrirsig. Óhætter að fullyrða að víða er alvarleg brotalöm í þessu efni. Má reyndar furðu gegna, að jafnvel á nýtísku skipum er oft eins og kastað hafi verið til höndunum um hönnun á aðgerðarfyrirkomulagi. Sú bakraun og þær tafir sem til dæmis fylgja því að beygja sig niður eftir hverjum fiski og kasta Mismunandi aðferðir við blóðgun og slægingu Fræðslumynd sjávarútvegs- ráðuneytisins „Fagur fiskur úr sjó" vakti deilur um það, hvernig eigi að blóðga og slægja bolfisk. Að tilhlutan ráðuneytisins gerði Rannsóknastofnun fiskiðnaðarí ns umfangsmikla úttekt á því hvaða áhrif mismunandi aðferðir við blóðgun og slægingu hefðu a gæði afurða, bæði ferskra, frystra og saltaðra. Þessum tilraunum er nú lokið og eru niðurstöðurnar birtar í þessu blaði. Einkum þrjú atriði voru rannsökuð. I fyrsta lagi áhrif þess að blóðga lif- andi fisk miðað við dauðan, 1 öðru lagi áhrif vatnsmeðhöndl- unar og í þriðja lagi áhrif þess að slægja ekki fyrr en fiskinum hefur blætt út, samanborið við að blóðga og slægja í einni aðgerð. Af þessum þremur atriðum hafði dauðblóðgun lang afdrifarfkust áhrif á afurðagæðin eins og vænta mátti. Sem dæmi má nefna aðhæstfóru 98.4% lifandi blóðg- aða fisksins í fyrsta flokk, sam- kvæmt ferskfiskmati, miðað við aðeíns 28.8% þess dauðblóðg- aða. Það kom á óvart hve áhrit þess að láta fiskinum blæða i ó mínúturí rennandi sjóvoru mikil- Gagnstætt því sem oft hefut heyrst haldið fram, voru áhrit vatnsmeðhöndlunar mest til bota fyrir fisk sem var lifandi blóðgað- ur. Miðað við ferskfiskmat hækk- aði matsprósentan á lifanoi blóðguðum fiski úr52.2% ífyrsta flokk upp í 98.4% við það eitt að nota sjó. Þá kom skýrt fram a 538 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.