Ægir - 01.11.1984, Side 28
leiðslu og venjulegast er unnið í
soðeimingartækjum.
Ensímin bæta vinnsluna í soð-
eimingartækjunum á þann hátt,
að þau brjóta próteinin í soðinu
niður í smærri einingar, sem aftur
þýðir, að hægt er að ná þurrefnis-
magninu í soðkjarna upp í 60 til
80% í stað 40 til 50%, áður en
hann er þurrkaður í fiskmjöl.
Þetta hefur í för með sér veru-
legan sparnað, því mun orkufrek-
ara er að fjarlægja vatn úr soði
með beinni þurrkun en eimingu.
Þessi aðferð er þegar þekkt, en sú
ensímblanda sem framleidd er
erlendis til þessara nota, vinnur
við það lágt hitastig að kæla
verður soðið niður áður en henni
er bætt út í, og er af því verulegt
óhagræði, eins og gefur að skilja.
Þannig bendir allt til þess að hægt
sé að leysa þennan vanda mun
betur með hjálp gerla úr íslensku
hveravatni. Á Raunvísinda-
stofnun Háksólans hefur verið
unnið að einangrun ensíma úr
fiskslógi og á Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins hafa um árabil
verið gerðar rannsóknir á ensím-
um úr síld. Gagnstætt ensímum úr
hitakærum gerlum vinna fisk-
ensímin best við lágt hitastig.
Uppi eru áætlanir um að ein-
angra þessi ensím í nægilegu
magni á Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins, til að kanna hvaða
not megi af þeim hafa. Kemur þar
ýmislegt til greina. Sem dæmi
má nefna losun himna, t.a.m.
dökkar himnur af þunnildum,
himnur af lifur í sambandi við
niðursuðu o.fl. Þess má geta að
Norðmönnum hefur þegar tekist
að nota ensímblöndur til að fjar-
lægja möttul af smokkfiski með
góðum árangri, og framleiða
þannig úr honum mun verðmæt-
ari vöru en ella.
Samvinna við fiskiðnaðinn
En við hugsum okkurekki ein-
ungis gott til samstarfs við aðrar
íslenskar rannsóknastofnanir. Ég
held að ég geti fullyrt að þeim
verkefnum sem unnin hafa verið
í samvinnu við fiskiðnaðarfyrir-
tæki og samtök þeirra hafi farið
fjölgandi á undanförnum árum
og höfum við fullan hug á að efla
þau tengsl. Eftir því sem þessir
aðilar auka sína eigin rannsókna-
og vöruþróunarstarfsemi skapast
betri grundvöliur til hagnýtingar
á rannsóknarniðurstöðum í iðnað-
inum. Sem dæmi vil ég nefna
samstarfsverkefni Síldarútvegs-
nefndar og stofnunarinnar um
léttsöltun ásíld. Égerekki vissum
að allir geri sér grein fyrir því, að
stærsti hlutinn af þeirri síld, sem
verið er að salta um þessar
mundirer í raun nýafurð. Búiðer
að lækka saltinnihaldið það
mikið, aðvaranfærverulega aðra
eiginleika en hefðbundin saltsíld
og þau vandamál sem leysa þurfti
í sambandi við geymsluþol virtust
óyfirstíganleg fyrir nokkrum
árum. Léttsöltun krefstmun meiri
nákvæmni við mælingu á salt-
skömmtum, meiri hráefnisgæða
og betra hreinlætis en áður hefur
þekkst við síldarsöltun.
Eitt verkefni langar mig einnig
til að minnast á, sem við vildum
gjarnan fá samstarfsaðila í, en
það er pökkun á ferskum fisk-
flökum í kolsýruloft. Við teljum
okkur hafa gert nægjanlegar
prófanir til að sýna, að hægt er að
geyma fersk flök með öryggi 1
tvær vikur með þessari aðferð-
Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi
með pökkunina. Hægt er að
pakka flökum sér, saman í 10 til
20 kílóa magni, eða jafnvel '
stærri pakkningar. Hins vegaf
krefst svona vinnsla mikillaf
nákvæmni, þó tiltölulega auðvelt
ætti að vera að leysa þau vanda-
mál.
Útgáfa handbókarinnar
Eins og mönnurn er kunnugter
fyrsti hluti handbókarinnar kom-
inn út og styttist í það að sá kam
sem fjallar um skreiðarverkun se
fullbúinn. Það hefur komið
glöggt í Ijós í sambandi við þessa
vinnu hvegloppótt þekkingokkar
er á þessum hefðbundnu afm
um, t.d. á sambandi milli hra
efnis- og afurðagæða. Hetur
orðið að setja upp sérstakar ti
raunir til að afla upplýsing3'
540-ÆGiR