Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 32
mælingum eru send á 75. sek.
fresti til strandstöðvar, sem er
staðsett í húsi verkfræði- og raun-
vísindadeildar að Hjarðarhaga 6.
Strandstöðin kvittarfyrir móttöku
með ákveðnu millibili, þannig að
tæki skipsins geta gefið upplýs-
ingarum, hvorteðlilegtsamband
er við land. Tölva strandstöðvar-
innarsendirsíðan skeytiðtil aðal-
tölvu, sem er af PDP-11/34 gerð,
en hún vinnur úr upplýsingunum
í skeytinu. Þannig flettir hún upp
heiti viðkomandi skips í skipa-
skránni og breytir Loran-C mæl-
ingunum í staðsetningu í lengd og
breidd. Gögnin eru síðan send í
tvær skjátölvur, sem setja þau
fram eins og sýnt er á mynd 3, en
þessi mynd var tekin í raunveru-
legri prófun tilraunakerfisins.
Nýjasta staðsetning Akraborgar-
innar er þar sýnd með krossi
ásamt heiti skipsins og móttöku-
tíma síðasta skeytis. Eldri stað-
setningar koma fram sem punkta-
slóði, sem gefur góða hugmynd
um stefnu og hraða skipsins. Auk
þeirra gagna, sem berast í skeyt-
unum, eru kortafstrandlengjunni
sett fram á skjáinn. Hægt er að
flytja svæðið til á skjánum að vild
með því að velja nýja miðju, og
einnig má velja mælikvarða eftir
SKIPUM)
Mynd 3. Staðsetning ogferill Akraborgarinnar kl. 17:41 skömmu eftir brottför
frá Akranesi.
FRAMSETNING A GÖGNUM
GRAFISKUR SKJAR
• — > 500 TONN
A — 100 < TONN< 500
• — <100 TONN
□ in
UPPLYSINGASKJÁR
□□□□□□□□□□□□□
AÐVORUNARL JOS
] □
Mynd 2. Framsetning gagna í eftirlitsstöð.
544-ÆGIR