Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1984, Side 33

Ægir - 01.11.1984, Side 33
því sem hentast þykir. Á mynd 4 rná þannig sjá yfirlitsmynd af stöðu skipsins, þegar það er á siglingu milli Akraness og Reykjavíkur. Mynd 5 gefur hins- vegar nærmynd af staðsetningu skipsins við brottför frá Reykja- vík. Nákvæmni Loran-C kerfisins er svo mikil að segja má, að fylgj- ast megi með skipinu að bryggju, þótt slíkt sé ekki nauðsynlegt vegna öryggisgæslu. I fullri útfærslu er að sjálfsögðu gert ráð fyrir mörgum strand- stöðvum, sem mundu hver um sig þjóna tilteknu hafsvæði eins °g áður er getið. Fyrst í stað mundu slíkar stöðvar einkum nota metrabylgjuna til gagna- sendinga milli skips og lands. Hinsvegar er Ijóst, að til þess að t>á meira en 50-60 sjómílur til hafs yrði að notast við stuttbylgju, þar sem sjónlínusamband nær ekki til þessara svæða. Gagna- sendingar um gervitungl eru enn sem komið er of kostnaðarsamar til að geta talist raunhæfur val- kostur. 4. Kostir sjálfvirks tilkynninga- kerfis Sjálfvirkt tiIkynningakerfi hefur atarga kosti umfram núverandi kerfi Tilkynningaskyldunnar. Þar aiá einkum nefna eftirfarandi atriði: • Upplýsingarnar berast sjálf- virkt frá hverju skipi á 5-15 mínútna fresti. • Öll úrvinnsla og framsetning gagna er sjálfvirk. • Upplýsingar um einstök skip eru fyrir hendi og má kalla fram að vild. Sérstaklega er mikilvægt, hve skammurtími er milli tilkynninga frá hverju skipi. Eftirgrennslan eftir skipi, sem ekki heyrist til, getur því hafist að skömmum tíma liðnum. Jafnframter hægt að senda neyðarskeyti án tafar með þvf að styðja á rofa á skipstækinu. Þar sem útsendingar skeytanna eru á gagnaformi er auðvelt að koma í veg fyrir, að óviðkomandi aðiljar geti hlerað þær. Sjálfvirkar sendingar milli skips og lands og strandstöðva og eftir- litsstöðvar tryggja, að skammur tími líður þar til upplýsingar hafa borist til eftirlitstölvunnar. Auk þess að sýna mynd af staðsetn- ingu og ferlum skipa, fylgist tölvan í eftirlitsstöðinni með því SKIPUH) Mynd4. Staðsetningogferill Akraborgarinnar kl. 17:52 ásiglingu milli Akra- ness og Reykjavíkur. Mynd 5. Staðsetning og ferill Akraborgarinnar kl. 19:02 við brottför úr Reykjavík- urhöfn. ÆGIR - 545

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.