Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1984, Side 34

Ægir - 01.11.1984, Side 34
að skeytin berist á tilsettum tíma og gerir viðvart, ef eitthvað fer úrskeiðis. Vinnuálag starfsmanna strandstöðva og í eftirlitsstöð mundi því minnka verulega, þrátt fyrir aukið upplýsingastreymi sjálfvirka kerfisins. Öll gögn, sem berast frá skip- unum eru geymd í tölvuskrám. Því er auðvelt að kalla fram upp- lýsingar um ferðir einstakra skipa jafnvel langt aftur í tímann og sýna ferla þeirra á myndskjá. Einnig er auðvelt að miðla upp- lýsingum um skip til útgerða eða einstaklinga, sem hafa rétt á að fá slíkar upplýsingar. Þá má gera ráð fyrir að komið yrði upp eins- konar svæðisbundnum eftirlits- stöðvum t.d. í útgerðarhöfnum, þar sem fá mætti upplýsingar um skip á nærliggjandi svæðum. Þannig þyrfti ekki að leita til eftir- litsstöðvar í Reykjavík til að fá upplýsingar um skip í næsta ná- grenni. Þetta fyrirkomulag mundi einnig stuðla að auknu rekstrar- öryggi. Hugsanlegt er að nota tilkynn- ingakerfi af þeirri gerð, sem hér hefur verið lýst, til að senda ýmsarfleiri upplýsingar en skrán- ingarnúmer skipa og staðsetn- ingar þeirra. Þannig hefur verið stungið upp á að senda hitastig sjávar frá skipum með sjálfvirka sjóhitamæla, t.d. nokkrum sinnum á sólarhring. Fleiri hug- myndir af þessu tagi koma til álita, ogtæknilegaerekkertþvítil fyrirstöðu að senda almenn skeyti með sama hætti milli skips og lands. Spurningin snýst fyrst og fremst um afköst kerfisins og til- kostnað við að koma því á fót. Núverandi athuganir miða við, að hver strandstöð geti annað öllum tilkynningum frá tvö- hundruð og fimmtíu skipum á innan við fimmtán mínútum. 5. Framtíöarþróun Verkefni Verkfræðistofnunarer fyrst og fremst að kanna tækni- legar forsendur sjálfvirks tilkynn- ingakerfis og gera áætlanir um stofnkostnað þess. Þessar undir- búningsathuganir standa enn yfir og er m.a. verið að kanna stað- setningu strandstöðva, hæfni- kröfur fyrir skipsbúnað og aðferðir til fjarskipta. Þá verða gerðar ýmsar endurbætur á til- raunakerfinu, skipstækjum fjölg- að og ýmis sérstök viðfangsefni tekin til nánari athugunar. Að lokinni þessari undirbún- ingsvinnu er tímabært að hyggja að tilraunarekstri slíks kerfis, þar sem a.m.k. tuttugu skipyrðu búin nauðsynlegum tækjum. Eftirlits- tölvan yrði væntanlega sett upp í aðalstöðvum Tilkynningaskyld- unnar, þar sem vakt er allan sól- arhringinn. Reglubundinn rekst- ur gæti síðan hafist samhliða núverandi kerfi, þegar nægileg reynsla væri fengin með tilrauna- rekstrinum og skipstækjum hefði fjölgað. Útbreiðslusvæði kerfis- ins mundi síðan verða stækkað með því að fjölga strandstövum. 6. Lokaorð Af því sem hér hefur verið sagt má Ijóst vera, að tæknilegar for- sendur eru fyrir því að koma upp sjálfvirku tilkynningakerfi fyrir íslenska fiskiskipaflotann. Þetta er hinsvegar flókið verkefni og kostnaðarsamt, þótt endanlegar kostnaðartölur liggi enn ekki fyrir. Þó má áætla með nokkurri vissu, að tækjabúnaður fyrir skip mundi ekki kosta meira en sem svarar verði tveggja Loran-C tækja. A núverandi verðlagi er hér um 60-70 þús. kr. að ræða. Nákvæmari kostnaðaráætlanir munu væntanlega liggja fyrir á fyrri hluta næsta árs, þegar niður- stöður Verkfræðistofnunar verða birtar í skýrslu um yfirstandandi rannsóknir og tilraunir. Kostir sjálfvirks tilkynningakerfis eru hinsvegar svo miklir, að þeir hljóta að vera þungt á metunum. Sérstaklega mundi hið öra streymi tilkynninga frá skipum á hafi úti og möguleikar á að senda neyðarskeyti án fyrirvara auka mjög á öryggi sjómanna, þar sem leitar- eða hjálparaðgerðir gætu hafist þegar í stað og verið mark- vissar. Að lokum er rétt og skylt 3Ö geta þess, að auk opinberra fjár- veitinga hefur Verkfræðistofnun fengið stuðningfrá nokkrum fyrir- tækjum og stofnunum vegna þessa verkefnis. Vil ég þá einkum geta Kristjáns Ó. Skagfjörð h.f.< sem hefur veitt aðstoð vegna við- halds PDP-11/34 tölvukerfisins, og Örtölvutækni h.f., Sónar s.f-, Skrifstofuvéla h.f., Fjarski pta- stöðvarinnar í Cufunesi og Flug- málastjórnar, sem hafa lánað ýmsan búnað. Þá hefur samstarf við útgerð og skipstjóra Akra- borgarinnar verið með miklum ágætum. ■ er tímarit þeirra, sem vilja íylgjast með því helsta, sem er að gerast í sjávarútvegi. 546-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.