Ægir - 01.11.1984, Qupperneq 50
Tilkynning
frá Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1985
og endurnýjun eldri umsókna
Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á árinu 1985 hefur eftirfarandi verið
ákveðið:
1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði
Engin lán verða veitt til byggingaframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna
bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar
aðstæður að mati sjóðsstjórnar.
Eftir því sem fjármagn sjóðsins, þar með talið hagræðingarfé hrekkur til, verður
lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna fram-
leiðni.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir.
2. Vegna fiskiskipa
Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækj-
akaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt.
Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir.
3. Endurnýjun umsókna
Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein
fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til.
\
4. Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 15. desember 1984.
5. Almennt
Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og
upplýsingum, sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina
(eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og
í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskil-
inn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1985 nema um
sé að ræða ófyrirséð óhöpp.
Reykjavík 16. október 1984.
Fiskveiðasjóður íslands.