Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1985, Síða 12

Ægir - 01.02.1985, Síða 12
Ijós að tunga af ísköldum pólsjó (-1.5°) hafði þrengt sér langt inn á landgrunnið úti af Vestfjörðum og náði allt austur á Stranda- grunn. Mældustáhrif þessa kalda sjávar áfram austur eftir, allt á móts við Siglunes. Þetta er mjög óvenjulegt ástand sem hefur hindrað frekara rennsli hlýsjávar norður fyrir land seinni hluta sumars og er í samræmi við óvenju mikið ísrek á þessum slóðum í júlí s.l. Hitastig í ágúst 1984 á 20, 50 og 100 m dýpi er sýnt á myndum 2-4. Dýrasvif Dreifing og magn smærri svif- dýra svo sem rauðátu á svæðinu vestan- og norðanlands er sýnd á 5. mynd. Talsvertvarumslíkaátu í Faxaflóa og á ytri hluta Vest- fjarðasvæðisins en lítið úti af Norðurlandi. Fyrir Norðurlandi var hinsvegar mest um stærri teg- undir svo sem Ijósátu. í samanburði við s.l. tvö ár má segja að á grunnslóðum vestan- lands hafi áta verið svipuð og f fyrra en mun meira af henni en 1982. Á djúpslóðum vestan- og norðanlands var hinsvegar meira af átu en bæði 1982 og 1983. Grynnra úti af Norðurlandi var átulítið eins og tvö undanfarin ár. Dreifing og fjöldi fiskseiða Dreifing fiskseiða á íslands- Grænlandssvæðinu var að mörgu leyti óvenjuleg í ár. Þannig var umtalsverður hluti þorsk- og ýsuseiðanna á Austfjarðasvasð' inu og meira af þorskseiðun| hafði rekið vestur á við í átt til Grænlands en dæmi eru til- Óvenju lítið var af loðnuseiðum vestanlands og á svæðinu miH' íslands og Grænlands og á sjálft Vestfjarðasvæðinu varð þeirra nánast ekki vart. Dreifing fjöldi karfaseiða svipaði til ársins 1981 á þeim hluta útbreiðslu- svæðisins sem kannaður var- Útbreiðsla á ýsuseiðum var með venjulegum hætti. Tiltöluleg3 mikið var af seiðum ofangreindra tegunda, einkum þorskseiðum- Þorskur Útbreiðsla og dreifing þorsk- seiða er sýnd á 6. mynd og fjöld" inn í 1. töflu. 3. mynd. Sjávarhiti á 50 m dýpi, ágúst 1984: 60-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.