Ægir - 01.02.1985, Side 26
4. ÁLYKTANIR
Gerð var tilraun til að brjóta
núgildandi flokkamat á bolfiski
upp í gæðaþætti. Hver gæðaþátt-
ur var skilgreindur og reynt að
finna samband hans við núgild-
andi flokkun. Helstu gæðaeigin-
leikar hráefnis og þeir sem lýst er
í núgildandi reglum um gæða-
flokkun eru taldir vera
lykt, los, litur í holdi, blóð-
æðar í þunnildi, blóðblettir,
innyflaskemmdir, goggstungur
og ormar.
Við athuganir þær, sem nú hefur
verið lýstvoru lykt, los, blóðæðar
og litur þeireiginleikarsem skipta
mestu máli. Þeir sýndu mesta
fylgni við núgildandi flokkamat
og höfðu svipað vægi hver um
sig. Þessa eiginleika verður að
nota alla til þess að lýsa gæðum
fisks. Það er m.a. vegna þess að
fylgni milli þessara eiginleika er
ekki nægilega mikil til að segja
megi, aðeinn þáttur lýsi jafnframt
öðrum.
Hin atriðin, blóðblettir, inn-
yflaskemmdir, goggstungur og
ormar sýndu einnig allmikla
fylgni við núgildandi flokkun.
Við nánari athuganir mátti sjá
að fjöldi þessara galla hefur lítil
áhrif, en finnist þeir á annað borð
fer fiskurinn í lægri gæðaflokk.
Þessi atriði eru að mestu óháð
gæðaeiginleikunum lykt, losi,
blóðæðum og lit.
Þá var athugað hvort önnur at-
riði sem skoðuð voru, eins og
matsstöð, veiðarfæri og hvort
fiskur var blóðgaður lifandi eða
dauður het'ðu áhrif, sem ekki
yrðu útskýrð með metnu atriðun-
um.
í Ijós kom marktækur munur
milli matsstöðva og í mati á lif-
andi blóðguðum og dauðblóðg-
uðum fiski. Er erfitt að útskýra
það nema með ósamræmi milli
matsmanna þar sem þegar hefur
verið tekið tillit til allra metinna
atriða. Þessar athuganir sýndu
því þörf á meiri samræmingu í
störfum matsmanna og þá um
leið þörf á vel skilgreindum
reglum að vinna eftir.
Fiskur lifandi blóðgaður úr neti
fékk eins og við mátti búast mun
betra mat bæði samkvæmt nú-
gildandi flokkamati og mati á
einstökum gæðaþáttum en fiskur
úr botnvörpu. Dauðblóðgaður
fiskur úr neti fékk hins vegar mun
verra mat en fiskur úr botnvörpu.
Athuganirnar bentu til, aðeðli-
legast sé að matsmenn meti hrá-
efni ekki íflokka heldureingöngu
þá eiginleika hvern fyrir sig, sem
eru skilgreindir. Síðan má beita
ákveðinni reglu sem túlkar niður-
stöður mats á gæðaeiginleikum í
einkunn eða matsflokka. Eðlilegt
virðist að nota einfalda línulega
einkunnagjöffyrirgæðaeiginleik-
ana lykt, los, blóðæðar í þunn-
ildum og lit í holdi þar sem hver
þessara þátta vegur jafnmikið.
5. LOKAORÐ
Framhald þessara athuganavar
að reynt var að tengja tillögur um
ferskfiskmat eftir slíku kerfi verð-
lagningu á hráefni. Tillögur um
slíkt nýtt ferskfiskmat voru lagðar
fyrir hagsmunaaðila. Þeir töldu
að meiri undirbúnings væri þörf
og vildu frekari athuganir. Fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða reyndi
að endurbæta starfsaðferðir sínat
með því að taka upp slíkt mat. Þa
var reynt að samræma tillögurnar
sem mest núgildandi verðflokka-
kerfi, svo að tekjuhlutföll skekkt-
ust ekki milli kaupenda og selj'
enda. Framleiðslueftirlit sjávar-
afurða breytti gæðalýsingum að
hluta til og hafði stigagjöfina ekk1
línulega til að leggja áherslu a
vissa gæðaþætti. Önnur saman-
burðarathugun var gerð vorið
1984 á þessu breytta kerfi og nú-
gildandi flokkakerfi. Það er Ijóst
að hin mikla umræða um mat a
fiski og breytingar á því hefur
óhjákvæmilega haft áhrif á störf
matsmanna en það kom í Ijós, að
mikillar samræmingar er þörf-
Jafnframt er Ijóst, að kerfi þar sem
hver gæðaflokkur er skilgreindur
og metinn fyrir sig, er mun betur
fallið til þjálfunar og sarnræm-
ingaren núgildandi flokkakerfi-
Vegna þess að hagsmunaaðilar
í sjávarútvegi hafaekki verið reiðu-
búnir að breyta matskerfinu hefur
málið legið í láginni í bili. Þegar
hagsmunaaðilar eru reiðubúnir
að taka upp nýtt kerfi við mat a
ferskum fiski þá liggja niður-
stöður athugananna sem að ofan
er lýst fyrir, þ.e.:
að mat á einstökum gæða-
þáttum lýsir mun betur eigin*
leikum hráefnis til vinnslu en
flokkun á fiski,
og að mun auðveldara er að
þjálfa menn og samræma 1
mati þegar fyrir liggur lýsing a
hverjum gæðaþætti. Sam-
ræming tryggir réttlátara mat.
74-ÆGIR