Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1985, Page 39

Ægir - 01.02.1985, Page 39
AFMÆLISKVEÐJA Hjalti Gunnarsson 70 ára Fjutt við setningu Fiskiþings Þ 'ð setningu Fiskiþings flutti orsteinn Gíslason fiskimálastjóri lalta Gunnarssyni eftirfarandi arr,aðaróskir. f h'n.n °kkar virtustu fiskiþings- u trúa á merkisafmæli í dag, en ann Hjalti Gunnarsson fæddist s ey^arfirði fyrir 70 árum síðan, 0°nur hjónanna Unu Jónsdóttur 8 Gunnars Bóassonar útvegs- °nda á Reyðarfirði. jalti hóf ungur störf við sjáv- mtveginn, hann aflaði sér vél- horaréttinda hjá Fiskifélagi ands 1937, tók minna fiski- 'papróf 1939 Qg ^,5 meira fiski- 'Papróftil skipstjórnar 1950. Hjalti hófskipstjórn 1940. Við sem erum hér staddir og áttum því láni að fagna sumir hverjir að vera í áratugi með eða í næsta nágrenni við Hjalta á sjónum færum honum alúðarþakkir. Við minnumst Hjalta og hans frammistöðu á „Stuðlafossi" frá stríðsárunum þegar við vorum í næsta nágrenni við hann að berj- ast um á vetrarvertíðum við S.V. ströndina og þegar hann var að sumarlagi aðeltastviðsíld norður á Grímseyjarsundi í miðnætur- sólinni. Við minnumst hans einnig þegar við vorum samtímis að glíma við stórþorskinn austur í Buktum, eða á eftir síldinni norður eftir öllu Dumbshafi. Þar var Hjalti oft í fararbroddi á skipi sínu „Gunnari". Nú veit ég að vini mínum Hjalta er ekki gefið um að láta hæla sér, en ég gat ekki látið hjá líða að færa honum þakkir frá okkur sem vorum samtímis honum á sjónum. Það var svo einkennilegt með hann Hjalta, að ef einhverjir áttu í erfiðleikum, þá var eins og hann væri alltaf næstur og þó hann væri ekki næstur þá var hann svo oft fyrstur til aðstoðar þeim, sem þurftu á hjálp að halda. Hjalti er mikill félagsmálamað- ur; hann hefur setið fjölda mörg Fiskiþing, hann er formaður fjórðungssambands fiskideilda í Austfirðingafjórðungi og hefur unnið mikið í þágu Fiskifélagsins. Einn þáttur í félagsstörfum Hjalta verður aldrei fullþakkaður, en það eru störf hans í þágu öryggis- og slysavarnamála landsmanna. Þar hefur hann sett mikinn svip á öllum þeim Fiskiþingum, sem hann hefur setið og eins við stjórnun Slysavarnafélags íslands. Ef til vill mótuðu þær mann- raunir, sem hann lenti í ungurað árum, hann til þessara viðhorfa. Ungum að árum var honum bjargað frá drukknun er hann féll fyrir borð úti í Reyðafjarðardjúpi, skömmu seinna var honum bjargað ásamt öðrum er bátur þeirra fórst í Hornafjarðarósi en tveir félagar þeirra drukknuðu. Ég efast ekki um að þetta hefur átt stóran þátt í að móta viðhoif Hjalta Gunnarssonar þannig að í vitund okkar er hann einn af aðal frumkvöðlum í framvindu öryggis- og slysavarnamála. Fyrir hönd Fiskiþings færi ég Hjalta innilegustu árnaðaróskir með afmælið og óskir um aldur og góða heilsu. Og sem þakklæt- isvott fyrir þín heilladrjúgu störf í íslenskum sjávarútvegi færi ég þér þessa kveðju og það er e.t.v. táknrænt að hún er íformi blóma, sem eru ímynd fegurðar og þess sem lifir. Hjalti Gunnarsson, haf þú þökk fyrir öll þín góðu störf. TÍMI PENINGAR VÐ SPORUM ÞER HVORUIVEGGJA TOYOTA B U LYFTARAR NÝBÝLAVECI 8 200 KÓPAVOCI SÍMI 91-44144 ÆGIR-87

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.