Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1985, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1985, Blaðsíða 16
ins framboðs frá íslandi á árinu 1984, ef ekki kæmu til allmiklar verðhækkanir. Miklar takmark- anir á þorskafla myndu gera sam- keppnina um hráefnið harðari en svo, að hægt væri að lofa þeim verulega miklu magni. Til að koma til móts við sjónarmið íslenskra saltfiskframleiðenda féllust þeir á rúmlega 12% hækkun á saltfiski á vormán- uðum 1984 og bjargaði það miklu. Önnurástæða sem varðtil þess að útflutningur til Portúgal minnkaði á árinu 1984 var sú, að saltfiskframleiðslan dróst saman fyrri hluta ársins meira en gert hafði verið ráð fyrir. Portúgölum fannst að þeir hefðu hækkað verð nóg og voru ekki tilbúnir til frek- ari hækkana og vildu frekar ganga nokkuð á sínar birgðir, heldur en að hækka verð frekar. Spánarmarkaður varð með nokkuð öðrum hætti en hinir þrír hefðbundnu markaðirnir á árinu 1984. Seint á árinu 1983 var haf- ist handa við tilraunasendingar á svokölluðum tandurfiski til Spánar. Er skemmst frá því að segja að þær sendingar gengu afar vel. Var þeim haldið áfram fram yfir áramót og allur fiskur sem fluttur var til Spánar á árinu 1984 var tandurfiskur. Sá er meg- inmunur á hefðbundnum saltfiski og tandurfiski, að hann er salt- aður upphaflega á sama veg í pækil og í stæður í 6-7 daga, en þá er hann tilbúinn til útflutnings. Við tandurverkun sparast mikil vinna, vaxta- og geymslukostn- aður, auk þess sem nýting verður miklum mun meiri. Allir þessir þættir urðu þess valdandi að hægt var að halda áfram söltun í verulegum mæli fyrir Spánar- markað. Verðlag á íslenskum fiski á Spáni var orðið íslenskum saltfiskframleiðendum óhagstætt í lok ársins 1983, enda var þar um mikla lækkun að ræða á hinum hefðbundna saltfiski allt til árs- loka 1983. Aftur á móti tókst að halda óbreyttu því verði fyrir tandurfiskinn lengst af á árinu 1984 og síðan fengust nokkrar hækkanirá haustmánuðum, sem urðu til þess að Spánverjar einir salftiskkaupenda keyptu meira af íslenskum saltfiski á árinu 1984 en verið hafði á árinu áður. Auk þessmismunarsem tíundaðurvar hér að framan á tandurfiski og hefðbundnum fiski þá líkar tand- urfiskur betur á Spánarmarkaði. Hann er þykkri, hvítari og mýkri og mun sölulegri. Líklegt má telja að tandurfiskur verði alls ráðandi á Spánarmarkaði á næstunni, Italir og Grikkjir munu væntan- lega fylgja nokkuð í kjölfarið, þó það verði e.t.v. ekki alveg í sama mæli, en ólíklegt er að Portúgals- markaður muni taka við þess- háttar vöru a.m.k. til að byrja með, vegna þess að þeir þurrka allan sinn fisk. Þurrkaður saltfiskur Útflutningur á þurrkuðum salt- fiski nam á síðasta ári 2.612 tonnum. Var þetta svipað magn og árið áður, mun meira en á árunum 1981 og 1982, en nokk- urn veginn það sama sem verið hafði um langt árabil þar áður. Obbinn af þeim fiski sem tekinn hefir verið til verkunar og fluttur út þurrkaður, er fiskur, sem erfitt er að selja eða er mjög lágur í verði á erlendum mörkuðum blautsaltaður. Hér er fyrst og fremst um að ræða ufsa og svo fisk sem af einhverjum ástæðum nær ekki í hefðbundna gæða- flokka fyrir saltfiskmarkaðina. Þetta verður svokallaður „Afríku- fiskur", og er seldur einkum til Zaire, en á árinu fóru einnig 175 lestir til Kongó, í fyrsta skipti eftir skiptingu landanna. Ufsinnerað lang mestu leyti seldur til Brasilíu og venjulega í nokkrum mæli til Panama, þó að svo væri ekk'a þessu ári vegna óheyrilega hátra innflutningstolla sem í gildi v°rL| mestan hluta ársins. Síðast árinu var þó selttil Panama nok urt magn af ufsa, til afgreið511 eftir áramótin. Allmikill n1^ aður er fyrir ufsa á eyjunum í k‘ir íbahafi, en þar eru Kanadamenl1 allsráðandi og hefur S.í. F. e^ treyst sér tiI þess að keppa á þe'rr‘ verðlagi. - Það bar reyndar til tíðinda^ árinu að til Englands voru $e, 280 tonn og til V-Þýskalands 3 tonn af þurrkuðum fiski af lág1^ gæðaflokkum. Það sem til Fn-, lands fór mun að mestu hafa ver endurútflutt til enskumælan ^ eyja í Karíbahafi, en sá fiskur sel fór til Þýskalands mun allur ha hafnað í ýmsum Afríku-löndulllj mest á vegum þýskra hjálpar stofnana. ^ En að magni til var mest flu,t Brasilíu eða um 940 tonn, e Frakkland var annað landið i r° inni með um 540 tonn. | Á árinu 1983 voru teknar ' verkunar á vegum samtakan1^ um 700 tonn af þorski af öHLirl gæðaflokkum, til þess að f°r S.Í.F. frá gleymsku á mörkuðun sem gætu aftur orðið þýðingf miklir seinna, og til þess að vl . halda verkkunnáttunni. Fe fiskur var að nokkuð stórum hlu ‘ fluttur út á árinu 1984. Frá hre' inu viðskiptasjónarmiði er útilokn^ að þurrka góðan þorsk ve§ samkeppni við stórlega nið greiddan fisk frá öðrum samkepP nisaðilum. Þurrkaði þorskurin'_ var einkum seldur til Frakklan og að nokkru leyti til Brasilíu- Frakkland j| Eins og áður segir voru flutt Frakklands á árinu um 540 ton af þurrkuðum fiski, þorski. Þangað voru einnig um 2.560 tonn af blautsöltuðu aðalle^ flutt 64-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.