Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1985, Blaðsíða 52

Ægir - 01.03.1985, Blaðsíða 52
náttúra íslands BÓKAFREGN Ný bók um íslenska fiska: Gunnar Jónsson: íslenskir fiskar 519 bls. Fjölvaútgáfan 1983 Það er fu 11 ástæða til þess að vekja á því athygli í „Ægi", að í desember 1983 kom út mikil og vönduð bók um íslenska fiska frá hendi Fjölvaútgáfunnar eftir dr. Gunnar Jónsson fiskifræðing. Tii eru reyndar nokkrar litlar bækur um fiska á íslensku frá síðustu árum, til dæmis Fiskabók AB frá 1968, en þessar bækur munu nú vera uppseldar eða iIIfáanlegar og helst til á söfnum til aðgangs fyrir almenning. Bók dr. Bjarna Sæmundssonar um fiskana kom út fyrir 58 árum, en var endurút- gefin Ijósrituð 1957 með vitbæti eftir Jón Jónsson fiskifræðing. Er hún löngu ófáanleg. Það var því ekki um auðugan garð að gresja í þessu efni, erdr. Gunnar Jónsson tók sig til og hóf að safna efnivið til stórrar bókar um íslenska fiska, sem nú hefur séð dagsins Ijós. Bók Gunnars hefst á greiningu á helstu einkennum fiska, til glöggvunar á þeim orðum og hugtökum, sem koma fyrir strax í næsta kafla um greiningu fiska, en alls hafa nú 231 fiskur fundist á íslenska hafsvæðinu. Svipmót og einkenni hverrar ættar kemur vel fram í ágætum teikningum Magnúsar Stephen- sen, og er flokkun fiska svo grein- argóð í þessu registri, að mönnum ætti vart að verða um megn að þekkja langflesta fiskana með því að nota ættaskrána. Á eftir ættaskrá þessari kemur meg- inmál bókarinnar, sem er lýsing á hverjum fiski ásamt mynd af hverjum og einum, jafnframt því, sem útbreiðslu og lífshátta er getið, stundum í alllöngu máli. Aðalnytjafiskar okkar fá að sjálf- sögðu mesta umfjöllun, og er öll frásögn gagnorð og án málaleng- inga, krydduð hressilegu málfari, sem einkennir reyndar bókina alla. Aftast í bókinni kemur skrá yfir íslensk fiskaheiti og nöfn fiska á átta erlendum málum auk norður-amerískra sérheita. Prentun og frágangur bókar- innar er allur til fyrirmyndaroger til dæmis öll uppsetning kafla- skipta og fyrirsagna til prýði. Myndir eru margar, yfirleitt skýrar og góðar og innan á bókðr' spjöldum eru litkort SjómælinBa íslands af hafinu umhvertÞ landiðog helstu fiskimiðum lanCl grunnsins. Það fer vitaskuld ekki mij' mála, að í svo viðamikilli sem þessari, er sitt hvað, sem betur mætti fara og undirritaðm kysi að hafa á annan veg. En flnb er það smávægilegt, og hrind' ekki þvíaðhöfundi hefurtekista gefa glöggt yfirlit yfir íslenska fiska, skemmtilega skrifað og lmr' dómsríkt. Ég tel þett verk nr- Gunnars tvímælalaust merkusW bók um íslenska fiska, sem samin hefur verið í röska hálfa öld. Þetta er ómissandi bók fyrir alla Þa' sem fást við dýralíf í sjó á einn eða annan hátt og bætir úr brýnnl þörf. Ingvar Hallgrímsson- KAUPIÐ TÍMARITIÐ ÆGI Fiskifélag íslands Höfn Ingólfsstræti Reykjavík 100-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.