Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1985, Síða 52

Ægir - 01.03.1985, Síða 52
náttúra íslands BÓKAFREGN Ný bók um íslenska fiska: Gunnar Jónsson: íslenskir fiskar 519 bls. Fjölvaútgáfan 1983 Það er fu 11 ástæða til þess að vekja á því athygli í „Ægi", að í desember 1983 kom út mikil og vönduð bók um íslenska fiska frá hendi Fjölvaútgáfunnar eftir dr. Gunnar Jónsson fiskifræðing. Tii eru reyndar nokkrar litlar bækur um fiska á íslensku frá síðustu árum, til dæmis Fiskabók AB frá 1968, en þessar bækur munu nú vera uppseldar eða iIIfáanlegar og helst til á söfnum til aðgangs fyrir almenning. Bók dr. Bjarna Sæmundssonar um fiskana kom út fyrir 58 árum, en var endurút- gefin Ijósrituð 1957 með vitbæti eftir Jón Jónsson fiskifræðing. Er hún löngu ófáanleg. Það var því ekki um auðugan garð að gresja í þessu efni, erdr. Gunnar Jónsson tók sig til og hóf að safna efnivið til stórrar bókar um íslenska fiska, sem nú hefur séð dagsins Ijós. Bók Gunnars hefst á greiningu á helstu einkennum fiska, til glöggvunar á þeim orðum og hugtökum, sem koma fyrir strax í næsta kafla um greiningu fiska, en alls hafa nú 231 fiskur fundist á íslenska hafsvæðinu. Svipmót og einkenni hverrar ættar kemur vel fram í ágætum teikningum Magnúsar Stephen- sen, og er flokkun fiska svo grein- argóð í þessu registri, að mönnum ætti vart að verða um megn að þekkja langflesta fiskana með því að nota ættaskrána. Á eftir ættaskrá þessari kemur meg- inmál bókarinnar, sem er lýsing á hverjum fiski ásamt mynd af hverjum og einum, jafnframt því, sem útbreiðslu og lífshátta er getið, stundum í alllöngu máli. Aðalnytjafiskar okkar fá að sjálf- sögðu mesta umfjöllun, og er öll frásögn gagnorð og án málaleng- inga, krydduð hressilegu málfari, sem einkennir reyndar bókina alla. Aftast í bókinni kemur skrá yfir íslensk fiskaheiti og nöfn fiska á átta erlendum málum auk norður-amerískra sérheita. Prentun og frágangur bókar- innar er allur til fyrirmyndaroger til dæmis öll uppsetning kafla- skipta og fyrirsagna til prýði. Myndir eru margar, yfirleitt skýrar og góðar og innan á bókðr' spjöldum eru litkort SjómælinBa íslands af hafinu umhvertÞ landiðog helstu fiskimiðum lanCl grunnsins. Það fer vitaskuld ekki mij' mála, að í svo viðamikilli sem þessari, er sitt hvað, sem betur mætti fara og undirritaðm kysi að hafa á annan veg. En flnb er það smávægilegt, og hrind' ekki þvíaðhöfundi hefurtekista gefa glöggt yfirlit yfir íslenska fiska, skemmtilega skrifað og lmr' dómsríkt. Ég tel þett verk nr- Gunnars tvímælalaust merkusW bók um íslenska fiska, sem samin hefur verið í röska hálfa öld. Þetta er ómissandi bók fyrir alla Þa' sem fást við dýralíf í sjó á einn eða annan hátt og bætir úr brýnnl þörf. Ingvar Hallgrímsson- KAUPIÐ TÍMARITIÐ ÆGI Fiskifélag íslands Höfn Ingólfsstræti Reykjavík 100-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.