Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1985, Síða 6

Ægir - 01.09.1985, Síða 6
ISAFJÖRÐUR SJÁVARÚTVEGSBÆR Eftir Sigurð Pétursson Seinni hluti. Rækjuútvegurinn Rækja hefur verið unnin á ísafirði allt frá árinu 1935. Þessi grein sjávarútvegs á því hálfrar aldar afmæli hér á landi á þessu ári. Fyrst í stað var rækja nær eingöngu veidd í ísafjarðardjúpi og Arnarfirði, en seinna voru teknar upp veiðar víðar kringum landið. Fram á allra síð- ustu ár hefur ísafjarðardjúp verið mikilvægasta veiðisvæðið. En frá árinu 1979 hafa rækjuveiðar á djúpmiðum úti af Norðurlandi aukist ár frá ári. Jafnframt hefur afli stóraukist. Enn sem fyrr er ísafjörður þó mesta löndunarhöfn rækju á landinu, og þar stendur rækju- iðnaðurinn traustum fótum í atvinnulífinu. Á síðasta ári voru veidd 24.416 tonn af rækju hérvið land, en árið 1983 voru sett á land 13.091 tonn. Hefur aflinn aukist stöðugt allt frá árinu 1979. Á ísafirði (ísa- fjörður + Hnífsdalur) var landað 5.523 tonnum af rækju í fyrra, sem eru tæp 23% heildaraflans. Hlutur úthafsrækjunnar fer sífellt stækkandi, en aflinn í ísafjarðar- djúpi hefur verið rúm 2000 tonn á ári sem deilast á þrjár hafnir, ísafjörð, BolungarvíkogSúðavík. Rækjuvertíðin við Djúp Hin hefðbundna rækjuvertíð við Djúp stendur frá hausti til vors, með hléi frá miðjum des- ember til miðs janúar. Bátarnir leggja frá landi snemma að morgni, og koma aftur að landi undir kvöld. Rækjan er því alltaf fersk og er ekki til betra hráefni til vinnslu. Innfjarðarrækjan er þó minni en úthafsrækjan. Veið- arnar eru undir ströngu eftirliti stjórnvalda og Hafrannsókna stofnunar og hefur oft þurft a loka veiðisvæðum vegna seiða gengdar. Af þeim sökum var si asta vertíð sú lélegasta í mörg ar- Veiðar hófust ekki fyrr en í nóN ember í fyrra og þegar hlé varger í desember hafði einungis 35 tonn komið á land. Veiðar hófu^ á ný í janúar og gengu sæmileg3' en þá var sett stopp vegna seiða- og ekki opnað aftur fyrir vei arnar fyrr en í lok febrúar. Leyrl legt aflamagn var 1500 tonn a vertíðinni, og var sá kvóti fylItur aprílmánuði. Varð aflinn sam á vertíðinni 1541 tonn, en tah var 2.496 tonn á vertíðinni 1983' Frá Isafjarðarhöfn, en hún erstærsta löndunarhöfn rækju á landinu. Til vinstri sjást nokkrir vertíðarbátar að sunnan, sem stunda rækjuveiðar á djúpslóð á surnrin■ 490-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.