Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1985, Page 26

Ægir - 01.09.1985, Page 26
Netagerðin sett á fót útibú frá Netagerðinni a Hvammstanga. Þar starfa tve'r þrír menn að uppsetningu og við- gerðum á rækjuvörpum fyrir bat<1 við Húnaflóa. Hafa verkeín111 Netagerð Vestfjarða hefur starfað á ísafirði allt frá árinu 1954 undir stjórn Guðmundar Sveinssonar. Aðsetur fyrirtækis- ins er á Grænagarði, en þar var áður starfrækt netagerðin Græni- garður undir forystu Péturs J. Narðvík. Þar lærði Guðmundur Sveinsson iðn sína. Netagerð Vestfjarða hafði hvorki mikil umsvif né mikinn húsakost til að byrja með. Aðal- lega var fengist við herpinætur til síldveiða. Það var svo upp úr 1960 þegar fjör tók að færast í síldveiðarnar á nýjan leik, sem Netagerðin fékk ærin verkefni. Margir vestfirskir útgerðamenn sendu þá skip sín á síld að sumr- inu og netagerðarmenn höfðu nóg að gera við að setja upp nætur fyrir sífellt stærri og afkastameiri fiskiskip. Neta- gerðin stækkaði húsnæði sitt mjög á þessum árum og býr enn að því. En síldin hvarf snögglega og þeir hjá Netagerðinni stóðu uppi með 50 síldarnætur sem enginn vildi kannast við. Þannig hafa daglaunin ekki alltafskilaðsérað kveldi. Síðan um 1970 hefur Netagerðin aðallega fengist við tvenns konar veiðarfæri. Annars vegar vörpur fyrir skuttogara og hins vegar rækjutroll. Eftir að skuttogararnir komu hér á Vestfirði hefur mikil vinna verið í sambandi við framleiðslu á bæði botnvörpu og flotvörpu fyrir þá. Netagerðin þjónustar nú tólf af togurum Vestfirðinga og selur auk þess troll út um allt land. Rækjunætur hafa verið settar upp hjá Netagerðinni allt frá byrjun, enda eru Ísfirðingarfrum- herjar í rækjuveiðum. Rækju- nætur eru enn mest seldar til veiða á hinum hefðbundnu veiði- svæðum við Djúp, en einnig í Arnarfirði, Breiðafi rði, Suður- nesjum og Austfjörðum. Þá var verið næg í sumar, en hér er un1 tilraunarekstur að ræða. Undanfarin ár hefur vinna v|e netagerðina verið stöðug og jetn allt árið. Fastir starfsmenn ern 10-12, en á sumrin vinna allt ae> 20 manns hjá fyrirtækinu. Netagerðin hefur ætíð hak Cudmundur Sveinsson í vinnusal Netagerðarinnar. Þarna er unnið við dragn°l■ Cuðmundur og Magni við búrið sem neðansjávarmyndavélin er fest í. Tæki þetta hefur komið að góðum notum við þróun og endurbætur á veiðarfærum. 510-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.