Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1985, Síða 30

Ægir - 01.09.1985, Síða 30
skulu þessir þættir skoðaðir hvor fyrir sig. 1) Áburdarmengun íslenskir vatnalíffræðingar og náttúruverndarfólk láta stundum í Ijós ugg um, að frárennsli fisk- eldisstöðva geti valdið svokall- aðri áburðarmengun, en með því er átt við ofhleðslu jurtanær- ingarefnanna nítrats (og/eða ammoníaks) ogfosfats, sem valda óhóflega miklum og skaðlegum svifþörungagróðri. Slík áburð- armengun á sér stað allvíða er- lendis, þar sem of mikið berst af nefndum áburðarefnum með frá- rennslisvatni sorpeyðingastöðva stórborga eða fjölbýlissvæða. Slík mengun gerir aðeins vart við sig í stöðuvötnum með tiltölulega litlu gegnumrennsli eða hægfara vatnsskiptum, en ekki í ám eða vötnum með örum vatnsskiptum. En burtséð frá þessum vel þekktu umhverfisvandamálum má það vera Ijóst, að fyrir hugsanlega áburðarmengun frá tiltekinni fiskeldisstöð myndi það ekki skipta máli, hvort úrgangsefnin væru látin rotna í rotþróm ellegar þau rotnuðu í móttökuvatninu: Magn jurtanæringarefnanna sem geta valdið áburðarmengun myndi hið sama, hvor rotnunar- leiðin sem yrði fyrir valinu. M.ö.o., rotþrær við fiskeldis- stöðvar geta í engum tilvikum haft áhrif á eða dregið úr hugsan- legri áburðarmengun. 2) Eyðing súrefnis vegna rotn- unar úrgangsefna a) Ástand að sumri Rotnun úrgangsefna frá fiskeld- isstöðvum er að öðru jöfnu hröðust eða virkust, sé þessum lífrænu efnasamböndum dreift með frárennslisvatninu sem víð- ast um þann vatnsmassa, þangað sem frárennslið hverfur. Við slíka rotnun eyðistfrjálstsúrefni úrvið- komandi vatni. En um leið losna úr læðingi jurtanæringarefnin nítrat og fosfat, sem með tillífun framleiða frjálst súrefni í vatninu. Að sumarlagi á íslandi mun þessi súrefnisframleiðsla vegna til- lífunar vega nokkurnveginn á móti því súrefni sem eyðist vegna rotnunar. í þessu sambandi vísast til rannsóknaniðurstaðna Jóns Ólafssonar, haffræðings, en þær sýndu að Mývatn allt er ofmettað af súrefni sumarlangt. Má ætla að líku máli gegni um önnur stöðu- vötn, sem tækju á móti frárennsli fiskeldisstöðva. Um ár eða vötn með örum vatnsskiptum á það jafnt við um eyðingu frjáls súrefnis í vatninu og um áburð- armengun, að vandamál vegna súrefnisskorts eru ekki fyrir hendi. b) Ástand að vetrarlagi Að vetrarlagi, þegar tillífun er sáralítil vegna kulda og lítillar dagsbirtu, gæti rotnun úrgangs- efna er dreifast um stöðuvötn valdið nokkurri rýrnun á frjálsu súrefni. Slíka rýrnun þyrfti að ákvarða eða meta í hverju ein- stöku tilviki. Almennt má þó ætla, að litlar líkurséu á skaðlegri súrefnisrýrnun að vetrarlagi hér- lendis, bæði vegna hægfara rotn- unar í köldu vatni og lítillar súr- efnisþarfar lífvera við lágt hita- stig. IV. UM ROTNUN í„ROTÞRÓM" VIÐ FISKELDISSTÖÐVAR Við skulum nú gera ráð fyrir því- þótt illframkvæmanlegt sé- að unnt sé að safna hinu óveru- lega magni úrgangsefna í hverri rúmeiningu frárennslis á botn „rotþróar", sem þyrfti að vera til- tölulega stór og þeim mun víð- áttumeiri sem frárennslið er meira; að öðrum kosti gæfist úr- gangskornunum ekki tóm til að falla til botns. Yrði raunar að auð- . .. “ kenna slíka „þró" sem „tjorn • Tilgangurinn með slíkri rotþróat' starfsemi yrði þá sá að eyða hinum botnföllnu úrgangsefnum með rotnun eða líffræðilegu111 bruna. Til þess þyrfti að tryggJ3 nægan súrefnisflutning að botn- fallinu, en slíkt væri unnt aðeins með því að hræra í því með loft' straumi eða blanda það loft1- Væri botnfallið látið lig8Ja óhreyft, myndi súrefnisskortut taka að mestu fyrir rotnun, botn- lagið yrði fúlt og óhæft öðrum lí'" verum en þeim sem eru súrefm5' fælnar. Væri þá verr farið en heima setið. Það þyrfti því nauð' synlega að „dreifa" botnfallin11 nokkuð um vatnsmassann, í l'k' ingu við það sem um ræðir þegar úrgangsefnin berast með rnikk1 magni frárennslisvatns og bland' ast rnóttökuvatnsrnassanum- Framanskráð lýsingskýrir, hversu öfugsnúin og vanhugsuð sú hug' mynd er að gera það sem kallað hefur verið „rotþrær" við fiskeld' isstöðvar. V. ÁLYKTANIR Af framanskráðu er Ijóst: 1. Að „rotþrær" í sambandi við fiskeldisstöðvar myndu 1 öllum tilvikum áhrifalausarog einskisvirði varðandi hugsan' lega áburðarmengun í þeinl stöðuvötnum, þangað sem frárennsli stöðvanna kynni að hverfa. 2. Jafnvel þó að notkun ,,rot' þróa" í sambandi við eldb' stöðvar væri tæknilega fraO1' kvæmanleg, myndi hún ekki draga úr hugsanlegum nei' kvæðum áhrifum súrefnis- skorts í þeim stöðuvötnurm þangað sem frárennsli stöðv- anna kynni að hverfa. 3. Lífræn úrgangsefni fiskeldis- 514 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.