Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1985, Síða 38

Ægir - 01.09.1985, Síða 38
Pálsson ítarlega um pokagjörðina en hann heföi líklega vitað þá sögu nákvæmlega, vegna þess, að hann var orðinn fullorðinn maður og bátsmaður og stýri- maður á árum fyrstu togaranna hérlendis og hefur þvífylgst betur með því, sem var að gerast á flot- anum, en hinir heimildar- mennirnir, sem voru unglingar á togurunum á þeim sömu árum og ekki farnir að fylgjast eins með því sem var að gerast í vinnu- brögðum á öðrum skipum. Bæði Theódór Friðriksson og Jón Tómasson töldu menn hafa forðast að nota skiptigjörð um 1912 en töldu sig ekki geta fullyrt neitt um það hver varð fyrstur hérlendistil að nota pokagjörðog ekki vissu þeir heldur, hvort sú uppfinning var íslensk, þýsk eða frönsk, en ensk var hún tæplega. Svo sem fyrr hefur verið getið hér í þessum greinaflokki, þá forðuð- ust Englendingar þau þorskmið, semfylltu fyrir þeim trollin af stór- þorski, sem var lakari fiskur til ísunar og sölu á enska ísfiskmark- aðnum, og þeir réðu heldur ekki við mikinn þorskafla svo fáliðaðir sem þeir voru, áhöfn ensku togar- anna ekki nema 9-10 menn. Löngu eftir að menn voru almennt farnir að nota pokagjörð í stað lausrar stroffu voru Eng- lendingar að paufast með lausu stroffuna hér við land og enn er hún notuð á grunnslóðartrollum, þar sem menn eru í skrapfiski og þá aðallega kola. Svo segir í „Trawlerman's Handbook", sem gefin var út í Hull 1965: „Allir menn á dekki hjálpist að því að draga netið, þar til pokinn er kominn svo vel upp, að það næst til að smeygja undir hann stroffu og húkka í hana pokatalíunni. (All hands haul on the trawl until the codend is well up and a becket is passed round it and the fish tackle hooked on)." í norskri kennslubók útgefinni 1950, er sagt að pokagjörð sé yfirleitt ekki notuð nema á úthafs- trollum eða þar sem togað sé á djúpu vatni, (sjómannamál og oft notað í stað „mikils dýpis"). Lausastroffan er sem sagt enn þá í gangi, þar sem menn eru í skrapfiski með lítil og létt troll og finnst gjörðin óþarfa umbúnaður á pokanum. En íslensku togara- mennirnir urðu að losna við hana á sínum stórfelldu þorskeiðum. Það má vel hugsa sér, að annað hvort Þjóðverjar eða Frakkar hafi fyrstir notað skiptigjörð á pokann. Togarar þessara þjóða toguðu á dýpri slóð hér við land en Englendingar og sóttu í þorsk. Við fengum frönsku uppfinning- una, grandaratrollið, frá Frökkum að veiðum í Kanada og gjörðin gæti verið til okkar komin sömu leið. Frakkar voru frammámenn í togveiðum um tíma. Engum hefur þó verið meira í mun en íslendingum að finna fljótvirka aðferð við að innbyrða aflann. Miðað við aðstæðut verður ekki talið ótrúlegt, að það hafi verið íslendingur, sem fengið hafi fyrstur manna þá hugmynð að skipta pokanum með gjörð i stað lausu stroffunnar og stytta þannig tímann og létta um leið verkið við að innbyrða aflann úf vörpunni. Guðmundur Jónsson eða Guðmundur á Skallagrími - en við það skip, sem hann varð fræg' astur á og var með í um það bil 20 ár, var hann jafnan kenndur at sjómönnum - varð fiskiskipstjóri á norskum togara sem Hödd het síðla árs 1912. Skipshöfnin vat norsk og kunni lítið til togveiða og Guðmundur fékk sinn garnla skipsfélaga, Jón Tómasson, með sér á skipið einan íslendinga. Jón taldi sig muna það rétt, að þeir hafi verið með pokagjörð a Hödd og sagðist helst halda að 522-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.